Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. 20

Fóstbrœðra saga 20 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. 20)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
192021

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þá er Þormóður Kolbrúnarskáld hafði verið einn vetur með
Ólafi konungi þá bjó Skúfur skip sitt til Grænlands.Þormóður gengur þá fyrir konunginn og mælti: "Það vildi eg
konungur að þú leyfðir mér að fara til Grænlands í sumar með
Skúf."Konungur mælti: "Hvert erindi áttu til Grænlands, hvort ætlar
þú að hefna Þorgeirs svarabróður þíns?"Þormóður svarar: "Eigi veit eg hvers auðið verður um það."Konungur mælti: "Eigi mun eg banna þér förina því að eg
þykist vita hvað þú vilt."Nú skilja þeir talið. Þormóður tók sér fari með Skúfi. Og er
þeir voru mjög búnir þá fara þeir á konungs fund og þakka
alla vingan þá er hann hafði þeim veitt. Konungur bað þá vel
fara. Konungur gaf Þormóði gullhring og sverð þá er þeir
skildu. Ganga þeir Skúfur á skip út.Og er þeir voru komnir á skip þá gengur maður út á
skipsbryggjuna. Sá hefir síðan hatt, mikill maður vexti,
herðibreiður og þykkur og máttu þeir eigi sjá hans ásjónu. Sá
maður kvaddi Skúf. Hann tók kveðju hans og spurði hann að
nafni. Hann kveðst Gestur heita.Skúfur mælti: "Hvar er kyn þitt?"Gestur mælti: "Víða stendur kyn mitt fótum. En það er erindi
mitt hingað að eg vil vita ef þú vilt veita mér far til
Grænlands í sumar?"Skúfur segir: "Ókunnigur ertu mér og mun eg vita við
skipverja mína hvað þeim sýnist ráð, hvort eg taki við þér
eða eigi."Gestur mælti: "Það ætlaði eg að stýrimaður ætti að ráða skipi
en eigi hásetar og er það líkast að eg vinni hlutverk mín að
mínum hluta svo að eigi munu hásetar þínir þurfa að vinna
fyrir mig."Nú lýkur svo þeirra tali að Skúfur hét farinu. Gengur Gestur
upp í bæinn og kemur aftur litlu síðar með mikla byrði og
þunga svo að varla máttu tveir menn upp taka. Gestur tók sér
rúm aftur á búlkabrún. Hann átti fátt við aðra menn og lét
fátt til sín taka. Skúfur lét þá í haf. Þeir fengu stór áföll
og hvöss veður. Því liðbetri var Gestur er meir kom í raun
um. Svo sýndist mörgum mönnum sem Gestur mundi hafa tveggja
manna megn í sínum tiltökum. Heldur stóðst allt í odda með
þeim Gesti og Þormóði það sem við bar.Svo bar að einn dag að þeir Þormóður og Gestur áttu austurmál
að halda báðir saman. Í það mund var byttuaustur á skipum en
eigi dæluaustur. Nú var Þormóður niðri í kili og sökkti
byttunum en Gestur tók við á þiljunum og bar út fyrir borð.
Þormóður var ekki sterkur maður og seldi oft ekki langt upp
bytturnar. Gestur ræddi um að hann skyldi lengra upp selja
bytturnar. Þormóður svarar öngu en gerði rétt sem áður. Nú er
minnstar vonir voru þá lætur Gestur falla ofan byttuna fulla
af sjó í fang Þormóði. Varð hann alvotur og hleypur upp úr
austrinum og þrífur vopn. Gestur tekur þá og sín vopn. Vilja
þeir þá á berjast.Skúfur mælti: "Það er eigi sami að menn séu ósáttir á
kaupskipum í hafi því að þar fylgir mart til meins og sjaldan
mun þeim skipum vel farast er menn eru ósáttir innanborðs. Nú
viljum vér beiða ykkur að þið setjið grið meðal ykkar meðan
þið eruð í hafi á skipi."Nú var svo gert. Skip velkir úti lengi. Fá þeir veður stór.
Og í einum stormi gengur í sundur skiprá þeirra. Fór þá
seglið utanborðs. Taka menn seglið og heimta að sér
innanborðs og voru tiltök Gests harðfenglegust. Skúfur vissi
að þeir menn voru lítt hagir er farið höfðu af Grænlandi með
honum en hann hafði séð þá Þormóð og Gest mart haglega
telgja.Skúfur mælti þá við Þormóð: "Vilt þú skeyta rá vora saman?"Þormóður svarar: "Ekki er eg hagur. Biddu Gest gera að ránni.
Hann er svo sterkur að hann mun stinga mega saman
rárendunum."Skúfur gekk þá til Gests og bað hann bæta rána.Gestur svaraði: "Ekki er eg hagur. Mæl þú að Þormóður geri að
því að hann er svo orðhagur að hann mun yrkja saman rárendana
svo að fastir séu. En fyrir nauðsynja sakir þá mun eg telgja
annan hlutinn rárinnar en Þormóður telgi annan."Nú er fengin sín öx hvorum þeirra og telgir sinn hlut hvor
þeirra. Gestur lítur nokkuð um öxl til Þormóðar. Þá er hann
hafði telgt sinn hlut rárinnar sest hann niður á búlkann en
Gestur telgir nokkuru lengur það tré er hann var að. Og er
lokið var að telgja þá bar hann saman hlutina og þurfti þá af
hvorigum hlut að taka. Nú festi Gestur saman rána. Og eftir
þetta festa þeir segl við rá og síðan sigla þeir.Síð um haustið tóku þeir Grænland. Skip kom í Eiríksfjörð.
Þorkell Leifsson var þá höfðingi yfir Eiríksfirði. Þorkell
var mikill höfðingi, ríkur og vinsæll. Hann var vin mikill
hins helga Ólafs konungs. Þorkell kom brátt til skips þá er
það var landfast orðið og keypti að stýrimönnum og að hásetum
þá hluti er hann þurfti að hafa. Skúfur gerði Þorkatli í
kunnleika að hirðmaður Ólafs konungs var þar á skipi sá er
Þormóður hét, sagði að konungur hafði Þormóð honum til handa
sent til trausts og halds ef hann þyrfti meira við. Nú af
þessum orðum Skúfs fór Þormóður til vistar í Brattahlíð.Skúfur átti bú á Stokkanesi. Það var í Eiríksfirði öðrum
megum en Brattahlíð var. Við Skúf bjó sá maður er Bjarni hét,
vitur maður og vinsæll, ger að sér í mörgu, hagur vel. Hann
varðveitti bú þeirra beggja þá er hann var í förum. Þeir áttu
félag saman og fór vel með þeim. Þormóður fór til vistar í
Brattahlíð. Gestur vistaðist í Einarsfirði á þeim bæ er
heitir í Vík. Þar bjó sá maður er Þorgrímur hét.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.