Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. 19

Fóstbrœðra saga 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. 19)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Spákerling sú er fyrr var getið tók sótt um veturinn og lá
lengi. Hún andaðist næstu nótt eftir pálmsunnudag. Lík hennar
var flutt á skipi til Reykjaness því að engi kirkja var nær
Ólafsdal en sú er á Hólum var. Eyjólfur og húskarlar hans
fluttu lík spákerlingar til kirkju. Og er líkið var niður
sett versnaði veðrið, gerði kófviðri og frostviðri. Lagði
fjörðinn út langt og mátti eigi skipum koma inn til dalsins.



Þorgils mælti þá við Eyjólf: "Það sýnist mér ráð að þú farir
eigi fyrr heim en liðin er páskavika. Mun eg þá fá þér menn
með skip þitt heim ef þá má komast fyrir ísum en ef þá er
eigi með skip fært þá mun eg ljá þér hest heim að ríða. En ef
nauðsyn ber til þá mega húskarlar þínir fara heim fyrir ef þú
vilt."



Eyjólfur svarar: "Þetta þitt boð mun eg þiggja."



Nú fóru húskarlar Eyjólfs heim og gengu þeir hið innra um
Króksfjörð. Eyjólfur var á Hólum þar til er leið páskavika
mjög. Fimmta dag í páskaviku segir Eyjólfur Þorgísli að hann
vill heim fara. Þorgils segir svo vera skyldu sem hann vildi.
Þá lætur Þorgils búa honum hest skúaðan til ferðar og býður
honum mann til föruneytis ef hann þurfti. Hann kvaðst einn
saman ríða vilja. Nú ríður hann utan af Reykjanesi og inn um
Berufjörð og Króksfjörð.



Og er hann átti skammt utan til Garpsdals þá voru þeir Kálfur
og Steinólfur úti staddir og stóðu undir einum húsvegg og
töluðust við og þá geta þeir að líta hvar menn gengu utan
eftir vellinum. Þeir þóttust kenna mennina og sýndist þar
vera Þorgeir Hávarsson og þeir níu menn er þar féllu á
skipinu með Þorgeiri. Voru allir alblóðugir og gengu inn
eftir vellinum og úr garðinum og er þeir komu að á þeirri er
fellur fyrir innan bæinn þá hurfu þeir. Þeim bræðrum varð
ósvift við þessa sýn. Ganga þeir inn í skálann.



Önundur hét maður er gætti nauta í Garpsdal. Hann gekk úr
fjósi er þeir voru inn komnir bræður. Hann sér hvar maður
ríður utan eftir vellinum allvænum hesti. Sá maður var gyrður
sverði og hefir spjót í hendi, hjálm á höfði. Og er hann
nálgaðist bæinn þá kennir hann manninn og var þar Eyjólfur.
Önundur gengur til stofu og er þar fátt manna. Þar var
Þorgeir hófleysa og konur nokkurar.



Önundur tekur til orða: "Nú ríður Eyjólfur hér um garð."



Og er Þorgeir heyrði þessa sögn hljóp hann út og tók spjót í
hönd sér. Þá var Eyjólfur kominn á innanverðan völlinn.
Þorgeir hljóp eftir honum. En Eyjólfur reið leið sína og sér
eigi er maðurinn rennur eftir honum. Hann kom að Garpsdalsá.
Hún var upp gengin og leitaðist hann fyrir. Þorgeir kallar á
hann að hann skuli bíða hans ef hann þyrði. Eyjólfur heyrir
kallið og lítur til og sér hvar Þorgeir hleypur. Eyjólfur
hleypur af baki og rennur í mót honum. Og er þeir finnast
leggur hvor þeirra í gegnum annan og falla jafnsnemma. Nú kom
það þar fram er spákerling hafði fyrir sagt.



Þeir bræður gengu til stofu þá er af þeim leið það ómegin er
yfir þá hafði liðið.



"Hvar er Þorgeir?" segja þeir.



Þeim var sagt að hann hefði út gengið og tekið spjót í hönd
sér þá er Önundur nautamaður sagði för Eyjólfs. Þeir bræður
gengu út snúðigt og inn úr garði til árinnar og voru þeir þá
fallnir en eigi örendir. Sátu þeir bræður þar yfir þeim til
þess er þeir voru örendir og síðan færa þeir lík þeirra til
kirkju.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.