Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. 18

Fóstbrœðra saga 18 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. 18)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
171819

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eftir þenna bardaga skildu þeir Þorgrímur og Þórarinn félag
sitt því að Þórarinn þóttist mikinn sigur unnið hafa. Vænti
hann sér virðingar hér á landi fyrir sigurinn. Þorgrímur
hafði skip úr félagi þeirra en Þórarinn lausafé. Hélt
Þorgrímur skipinu til Grænlands og fórst honum vel.



Þórarinn aflar sér hesta og manna og reið norðan úr höfninni
við tólfta mann. Hann hafði höfuð Þorgeirs í belg við
slagólar sér til ágætis sigurs síns. Það var skemmtan þeirra
á áföngum að þeir tóku höfuð Þorgeirs úr belgnum og settu þar
á þúfur upp og hlógu að. En er þeir komu í Eyjafjörð þá áðu
þeir þar skammt frá Naustum. Þeir tóku þá höfuð Þorgeirs og
settu það upp á þúfu eina sem þeir voru vanir. Þeim sýndist
þá höfuðið ógurlegt, augun opin og munnurinn en úti tungan.
Við þá sýn urðu þeir allhræddir og felmsfullir. Þeir grófu þá
með exum sínum hjá höfðinu og hrundu þar í ofan höfðinu og
grófu á ofan torf.



Sléttukarlar ruddu kaupskipið og fluttu til lands og jörðuðu
þar í höfninni allra manna lík, þeirra er þar höfðu fallið á
skipi og á landi, því að þeir nenntu eigi til kirkju að færa
líkin því að í þenna tíma voru engvar kirkjur í nánd
höfninni.



Kálfur og Steinólfur voru úr fjötrum leystir eftir bardagann
og ruddu þeir til líkagraftrarins við Sléttukarla. Þeir
varðveittu varning þann er á skipinu var þar til er Illugi
kom til skips. Nú þó að kristni væri ung í þenna tíma hér á
landi þá var þar þó eigi siður til þess að taka fé veginna
manna. Illugi fór utan það sumar norður á Sléttu.



Þormóður Kolbrúnarskáld undi löngum illa eftir líflát
Þorgeirs og það sumar fór hann utan í Vaðli. Eyjólfur í
Ólafsdal og Þorgeir hófleysa fóstbróðir hans fóru utan í
Grímsárósi. Það skip kom í ey þá er Lófót heitir.



Þormóður Kolbrúnarskáld fór á fund Ólafs konungs hins helga.
Þormóður kvaddi konunginn og tók konungur vel kveðju hans og
spurði hvað manna hann væri eða hvers son hann væri.



Þormóður segir: "Eg er íslenskur maður og heiti eg Þormóður
en Bersi heitir faðir minn."



Konungur mælti: "Hvort ertu kallaður Þormóður Kolbrúnarskáld
og ert svarabróðir Þorgeirs Hávarssonar?"



"Já," segir Þormóður, "sá er maður hinn sami."



Konungur mælti: "Njóta skaltu hans frá oss og vel skaltu hér
kominn. Og víst máttu vita það að eg tel mér misboðið í vígi
Þorgeirs hirðmanns míns og þökk kynni eg þess að hans yrði
hefnt."



Þá kvað Þormóður vísu:



Þarf sá er þér skal hvarfa,

þengill, fyrir kné lengi,

svarar hóglega hverju,

hugborð, konungr orði.

Fáir erum vér, né frýju,

frændr, vorum þó vændir,

minnumst meir á annað

mitt starf, konungdjarfir.


Konungur mælti: "Gaman má vera að skáldskap þínum."



Þormóður gerðist þá hirðmaður Ólafs konungs.



Það skip kom um sumarið til Noregs er var af Grænlandi. Því
skipi stýrði sá maður er Skúfur hét. Hann var grænlenskur
maður að kyni, farmaður mikill og vitur maður og vinsæll.
Hann var vinur Ólafs konungs og honum handgenginn. Skúfur fór
til hirðar konungs og var þar um veturinn. Þann vetur voru
þeir í Noregi Illugi Arason, Steinólfur og Kálfur, Eyjólfur
og Þorgeir hófleysa.



Um vorið eftir er einn vetur var liðinn frá falli Þorgeirs
Hávarssonar, Þorgils Arason og Ari son hans bjuggu til mál á
hönd Þórarni um víg Þorgeirs og öðrum mönnum þeim sem að
víginu höfðu verið, gerðu mikinn reka að þeim verkum er þar
voru ger. Á þau mál var sæst á þingi og gerði Þorgils um
málin öll tvö hundruð silfurs og guldust þar á þinginu um víg
Þorgeirs og hafði Guðmundur hinn ríki hundrað að ráði
Þorgils. Það sumar var Þórarinn veginn á mannamóti í
Eyjafirði.



Á því sumri fóru þeir Kálfur og Steinólfur út til Íslands.
Þeir komu út í Vaðli á Barðaströnd og fóru heim í Garpsdal
til bús síns.



Eyjólfur og Þorgeir hófleysa keyptu skip í Noregi og héldu
því til Íslands þá er þeir voru búnir. Þá velkti lengi úti og
komu síð um haustið á Borgarfjörð. Og er þeir komu þar þá
skildi þá á um landtöku. Vildi Eyjólfur halda skipinu til
Straumfjarðar því að þangað var byr en Þorgeir hófleysa vildi
halda skipinu til réttar og vita ef byr gæfi fyrir jökulinn
og vildu halda skipinu í Dögurðarnes. Þá var gengið til siglu
og eftir leitað hvorir fleiri væru skipverjar, þeir er sigla
vildu eða hinir er í rétt vildu leggja skipið. En fyrir því
að mönnum hafði leiðst í hafinu þá voru þeir fleiri er sigla
vildu til lands. Þeir fóstbræður voru svo reiðir að þeir tóku
til vopna en menn gættu þeirra svo að ekki varð að. Þeir tóku
Straumfjörð.



Og þegar er skipið var landfast orðið þá fékk Þorgeir
hófleysa sér hest og reið hann frá skipi og fór til þess er
hann kom vestur í Garpsdal. Hann tók sér vist með þeim
bræðrum, Steinólfi og Kálfi. Eyjólfur var við skip þar til er
hann hafði um skip búið, fór þá heim í Ólafsdal til móður
sinnar og var með henni um veturinn.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.