Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. 16

Fóstbrœðra saga 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. 16)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
151617

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Eftir þenna atburð sá Þorgeir einn dag hvar skip sigldi af
hafi þangað til hafnar. Það skip tók þar höfn og lágu um
akkeri eigi allnær skipi Þorgeirs. Hann fór á báti með
skipverjum sínum til kaupskipsins og spyr hver fyrir skipinu
réði. Honum var sagt að Þorgrímur Einarsson réði fyrir
skipinu er kallaður var trölli, grænlenskur maður, og annar
maður, Þórarinn ofsi Þorvaldsson, norðlenskur maður. Þeir
spyrja hver fyrir því skipi réði er þar var fyrir í höfninni.
Þeim var sagt að Illugi Arason ætti skipið en þá réð fyrir
skipinu Þorgeir Hávarsson. Þorgeir spyr hversu fjölmennt þeir
hefðu á skipinu. Honum var sagt að þar væru fjórir tigir
karla innanborðs.



Nú sá Þorgeir að þar var mikill liðsmunur ef þá skildi nokkuð
á því að þeir Þorgeir voru ei fleiri en þrír tigir vígra
manna.



Þorgeir mælti: "Yður kveð eg að þessu stýrimennina. Það er
mælt af mörgum mönnum að vér séum hvorirtveggju nokkuð
ójafnaðarmenn og ekki óágjarnir við aðra. Nú vil eg þess
biðja að vér gerum eigi vora hreysti og harðfengi að fólsku
og ófriði. Sýnist mér það ráð að vér setjum grið meðal vor
til varúðar."



Þeir Þorgrímur og Þórarinn tóku því vel og fór það fram að
grið voru sett sem Þormóður orti um:



Gulls réð Þorgeir þolla

því næst griða æsta

sér er hann sáat færi

Svinngeðr með lið minna.

Öll tók seggr hinn snjalli

sannleiks friðar mönnum

fljótt, þá er fyrðar nýtan,

fullmæli, réð tæla.


Nú er grið voru sett meðal þeirra þá fór Þorgeir til skips.
Hann flutti þá út á skip allt fé skipverja sinna og lét
skipið liggja um akkeri eigi allnær landi og voru þá menn
hans allir á skipi því að hann trúði eigi til fulls þeim
Þorgrími og Þórarni þó að grið væru sett meðal þeirra.



Menn koma af landi ofan til þeirra Þorgríms og segja þeim víg
Gauts Sleitusonar, það er þar hafði orðið í höfninni, því að
Þorgeir hafði eigi sagt þeim vígið.



Og er Þórarinn heyrir þessi tíðindi sögð þá heimtir hann
Þorgrím á tal einn saman og mælti svo: "Eigi mundi eg grið
hafa sett við Þorgeir ef eg hefði vitað þessi tíðindi, víg
Gauts frænda míns. Nú vil eg vita af yður hvers eg skal þar
von eiga um liðveislu ef eg vil hefna Gauts."



Þorgrímur svarar: "Eigi mun eg skiljast við yður í þessu máli
en torsóttlegur sýnist mér Þorgeir vera."



Þórarinn mælti: "Vér munum bera á land upp einhvern dag skrúð
og léreft og aðra góða gripi og breiða til þerris og kann
vera að nokkurir menn Þorgeirs fari út að undrast gripina og
munum vér fyrst drepa þá og fækka svo lið þeirra."



Þorgrímur mælti: "Freista máttu þess ef þú vilt."



Þeir Þorgrímur og Þórarinn höfðu ætlað að fara til Grænlands
og áttu félag saman, bæði skip og áhöfn, og bera þeir fyrir
því eigi fé sitt af skipi.



Einn veðurdag góðan báru þeir Þórarinn á land upp skrúð og
léreft og góða gripi og breiddu við þerri. Þann dag fóru þeir
Kálfur og Steinólfur tólf saman á báti til lands eftir vatni.
Og er þeir sáu varning á land breiddan þá hljópu þrír menn af
liði þeirra þangað sem þeir sáu varninginn. Og þegar er þeir
komu þangað þá voru þeir drepnir. Og eftir það fóru þeir
Þórarinn og Þorgrímur með liði sínu að þeim Kálfi. Þeir gerðu
þá handtekna, Kálf og Steinólf, og settu í fjötur en þeir
drápu þar þrjá menn hjá vatninu. Helgi selseista hjó í fyrstu
mann þeirra Þórarins banahögg og eftir það hljóp hann á
brott. Menn runnu eftir honum og fengu eigi tekið hann. Hljóp
hann hið efra um fjall daga og nætur og nam eigi fyrr staðar
en hann kom á Þingvöll. Hann sagði þeim Þorgísli og Illuga
þau tíðindi er gerst höfðu í Hraunhöfn þá er hann fór í
brott.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.