Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. 10

Fóstbrœðra saga 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. 10)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
91011

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Bersi bindur nú sár Þormóðar því að hann var læknir góður. Um
morguninn fór Bersi með marga menn í Ögur.



En fyrr en hann kom á bæinn þá mælti Gríma við húskarla sína:
"Nú skuluð þér fara í stofu og skipa hinn óæðra bekk og sitja
þar meðan þeir Bersi eru hér."



Þeir gerðu svo sem hún bauð, fóru í stofu og skipuðu hinn
óæðra bekk og allir vopnaðir. Gríma skipaði Kolbaki á miðjan
bekk og brá höndum yfir höfuð honum. Nú koma þeir Bersi á
bæinn og drápu á dyr. Gríma gekk til hurðar og heilsar þeim.



Bersi mælti: "Það hyggjum vér að þér þyki lítið undir um vora
heilsu en vittu það fyrir víst að oss þykir eigi verr að þú
sért lítt heil."



Gríma mælti: "Mjög kemur mér á óvart orðtak þitt þetta. Vér
hugðum að þú værir vor vin sem vér erum þínir. Eða segið þér
nokkur tíðindi?"



Bersi svarar: "Þau ein tíðindi segjum vér að þér munu áður
kunnig vera."



Gríma mælti: "Vér höfum engi tíðindi nýlega spurt eða hvað
kunnið þér að segja?"



Bersi mælti: "Vér kunnum að segja þann áverka er Kolbakur
þræll þinn vann á Þormóði syni mínum."



Gríma svarar: "Það eru ill tíðindi og mikil og þó verr að
sönn séu því að eg sendi Kolbak inn í hús með veft og kom
hann eigi heim í gærkveld og get eg að hann hafi eigi þorað
að koma á minn fund því að hann vissi hvert vinfengi mér er
til Þormóðar. Hefir mig það grunað lengi að Kolbakur hafi
þóst vera í þingum við Þórdísi en nú hefir hann sýnt mikla
fólsku er hann hefir unnið á Þormóði, svo góðum dreng, fyrir
vandlætissakir og fært svo ámæli á hendur dóttur minni en
gert oss skömm og hneisu. Er eg skyld að reka þessa réttar
sem eg hefi föng á."



Bersi mælti: "Það mæla sumir menn Gríma að þú kunnir stundum
um hug þér að mæla en raun mun enn sanna hversu þér er þetta
mál gefið."



"Nú kann eg þökk og aufúsu að þér gangið inn í hús mín og
rannsakið vor herbergi og dragið svo af grun að vér séum
samvitandi þessa illvirkis er Kolbakur hefir unnið."



Nú gengur Bersi inn í stofuna með sínu föruneyti og skipar
hinn æðra bekk, situr þar um stund og sér eigi Kolbak þar er
hann situr gagnvert honum því að Gríma hafði brugðið
huliðshjálmi yfir hann svo að menn máttu eigi sjá hann. Bersi
gengur fram. Hann rannsakar bæinn og fann eigi Kolbak. Eftir
það lýsir hann áverka á hönd Kolbaki, þeim er hann hafði
unnið á Þormóði, og fer heim við svo búið.



Sár Þormóðar hafðist illa og lá hann lengi og var jafnan
örvendur síðan meðan hann lifði.



Kolbakur var í Ögri um veturinn og varðveitti Gríma hann á
laun. Um vorið eftir voru mál til búin á hendur Kolbaki. Á
því þingi varð hann sekur skógarmaður.



Skip stóð uppi í Vaðli. Því stýrði norrænn maður sá er
Ingólfur hét. Skipið var mjög búið að alþingi en þeim gaf
eigi veður á brott.



Þá er menn voru riðnir úr héraði til þings kom Gríma að máli
við Kolbak og mælti svo: "Þess er mér von að þú munir verða
sekur skógarmaður um áverka Þormóðar. En fyrir því að sekt
þín hlýst af mér þá vil eg það frelsi gefa þér að þú skalt
eigi lengur þræll vera. Þar með skaltu búa hesta fjóra á
laun, tvo til reiðar en aðra tvo til klyfjaburðar undir vöru
og vist þá er eg vil fá þér. Vil eg fylgja þér til skips á
laun ef svo má um búa og taka þér fari í Vaðli."



Kolbakur verður feginn frelsisgjöfinni og þeim fégjöfum er
Gríma gaf honum. Hann bjó um nótt ferð þeirra á laun á brott
úr Ögri svo að engir menn urðu þar varir við. Þau ríða
Glámuheiði til Arnarfjarðar og svo hið efra út eftir fjöllum
til Barðastrandar og koma um nótt í Vaðil. Þá voru kaupmenn í
svefni á skipi en stýrimaður sjálfur í tjaldi á landi. Gríma
sprettir tjaldskörum en Kolbakur varðveitti hesta þeirra. Hún
gengur inn í tjaldið og vekur upp Ingólf stýrimann því að hún
kunni hann að sýn.



Ingólfur heilsar henni og spyr tíðinda og eftir það mælti
Gríma: "Það er erindi mitt hingað á yðvarn fund að eg vildi
taka einum manni fari með yður þeim er hér er nú kominn."



Ingólfur segir: "Hver sá maður?"



Gríma svarar: "Kolbakur heitir hann."



Ingólfur segir: "Vann hann á Þormóði Bersasyni?"



Gríma segir: "Sjá hinn sami gerði það."



Ingólfur mælti: "Mikið vandræði sýnist mér vera að taka við
þeim manni að mest von er að sekur skógarmaður verði nú í
sumar og svo harðfengir menn eru til eftirmáls sem þeir
feðgar eru, Þormóður og Bersi. Höfum vér nú og lengi legið
hér með búnu skipi og kann vera að Bersi komi fyrri heim í
hérað en oss gefi á brott og má vera að vér fáum eigi leynt
manninum fyrir honum."



Nú er Gríma sér að Ingólfur tekur seint hennar máli vindur
hún þá fram fésjóð undan kápu sinni og hellir þar úr tveim
hundruðum silfurs í kné stýrimanni og mælti svo: "Þetta fé
vil eg gefa þér til viðtöku og ásjá við Kolbak."



Ingólfur segir: "Fagurt er fé þetta en alkeypt mun verða ef
þeir feðgar finna oss áður vér komumst á brott og tökum vér
við skógarmanni þeirra."



Síðan segir Gríma: "Sé eg kaup með okkur. Þú munt taka við
Kolbaki og fé þessu er eg hefi boðið þér og flytja hann af
Íslandi og veita honum ásjá ef þér gefur á brott í dag."



Ingólfur segir: "Svo skal vera sem þú vilt."



Nú tekur Ingólfur við fénu, stendur upp og fylgir Kolbaki á
skip út með varnað sinn. Gríma hafðist á landi uppi við um
daginn og minnist á þau hin fornu kvæði er hún hafði í
barnæsku sinni numið. Í því bili fellur andviðrið það er áður
hafði lengi á legið. Lét Ingólfur þá bera út húðföt þeirra.
Taka þeir að hvata út á skipið og eru árdegis búnir að öllu.
Þá er sól var í landsuðri rann byr á. Ganga þeir Ingólfur og
Kolbakur á land upp og biðja Grímu vel lifa. Býst hún til
heimferðar og fær sér föruneyti og er eigi getið um ferð
hennar fyrr en hún kom heim í Ögur og var það fyrr sýnu en
menn komu heim af þingi. Ingólfur gengur á skip þá er Gríma
var á brott og því næst undu þeir segl upp. Þeim gefur vel
byri og eru litla hríð í hafi, koma við Noreg. Kolbakur réðst
í lið með víkingum og reynist harðfengur maður í öllum
mannraunum.



Þormóður kom heim af þingi á Laugaból og var með föður sínum
nokkura vetur. Eigi höfum vér heyrt getið að Þormóður hafi
fengið meiri sæmd síns áverka en sektir Kolbaks.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.