Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. 9

Fóstbrœðra saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. 9)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
8910

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er að segja frá Þormóði hvað hann hafðist að meðan Þorgeir
var í förum. Þormóður fór til föður síns Bersa á Laugaból þá
er þeir Þorgeir skildu félag sitt og var með honum mjög marga
vetur. Honum þótti löngum dauflegt því að þar var fámennt.Kona hét Gríma er bjó á bæ þeim er í Ögri heitir. Hún var
ekkja og vel fjáreigandi. Það var mælt um Grímu að hún kynni
sér mart og það töluðu menn að hún væri fjölkunnig. Nú fyrir
því að kristni var ung og vanger þá sýndist það mörgum mönnum
atgervi að maður væri fjölkunnigur.Þórdís hét dóttir Grímu. Hún var væn og vinnugóð og var heima
með henni. Hún var oflátleg. Kolbakur hét þræll Grímu. Hann
var mikill og sterkur og vænn yfirlits og þó mjög harðlegur.
Þormóður lagði mjög komur sínar í Ögur og sat löngum á tali
við Þórdísi dóttur Grímu og af hans komum og tali var kastað
orði til að hann mundi fífla Þórdísi.Og er Gríma vissi þær umræður þá kom Gríma að máli við Þormóð
eitthvert sinn og tekur svo til orðs: "Það er orðtak mjög
margra manna Þormóður að þú fíflir Þórdísi dóttur mína og er
mér það lítt að skapi að hún hljóti orð af þér. Eigi fyrir
því að henni sé varboðið þar sem þú ert heldur fyrir þá sök
að vera kann að þeir menn er til hafa gerst að biðja hennar,
ef þeir vissu að þú ert nokkuð riðinn við hennar mál, má vera
að þeim sýnist tröll standa fyrir dyrum þar sem þú ert. Nú ef
þú vilt biðja hennar þá mun eg gefa þér hana."Þormóður svarar: "Vel fara þér orð um þetta mál og víst skal
eg meta þín orð en eigi er skaplyndi mitt til þess að
kvongast. En þó vænti eg mér ekki framar en eiga dóttur þína
en þó mun það fyrir farast."Nú skiljast þau að svo mæltu. Fer Þormóður heim og var heima
það skeið er eftir var sumarsins. Og er vetra tók þá gerðust
íslög mikil og færðir góðar. Lagði og Ögursvatn. Þormóði
þykir dauflegt því að fátt var til skemmtunar á Laugabóli.
Endurnýjar hann þá ferðir sínar í Ögur til Þórdísar. Kemur þá
aftur hinn sami vandi og orðræður og fyrr um vinfengi þeirra
Þórdísar og Þormóðar. Þormóður gekk með skjöld og sverð
jafnan er hann fór í Ögur því að hann átti nokkuð sökótt við
suma menn.Gríma ræddi þá enn um við Þormóð að hann skyldi af venja
komur sínar "og firra svo," segir hún, "dóttur mína ámæli."Þormóður svarar vel hennar máli en þó kom í sama stað niður
um ferðir hans.Það var einn dag þá er Þormóður var í Ögri að Gríma mælti við
Kolbak: "Eg vil senda þig inn á bæi með veft er hafa skal í
vef þann er þar er ofinn."Kolbakur býst til ferðar en Gríma lauk upp örk einni er hún
átti og tekur þar upp vindur nokkurar og mikið höggsax, fornt
og hvasst og biturlegt, lætur það koma í hönd Kolbaki og
mælti svo: "Haf þú þetta í hendi og ver eigi slyppur."Kolbakur tók við saxinu. En Gríma lét vindurnar koma í meðal
stakka Kolbaki. Hún fór höndum um hann allan og svo klæði
hans. Eftir það fór Kolbakur leiðar sinnar. Veður tók að
þykkna og hlána og tók af það snjáföl er komið hafði.Þá er leið á daginn mælti Þórdís við Þormóð: "Það vildi eg að
þú færir aðra leið heim en þú ert vanur og færir fyrir innan
víkina Ögursvík og hið efra inn eftir hlíðinni til
Laugabóls."Þormóður svarar: "Hvað ber til þess er þú vilt að eg fari þá
leið?"Þórdís mælti: "Vera kann að ís hafi versnað á víkinni er
veðrið hlánar og vildi eg að þú færir engum slysförum."Þormóður mælti: "Öruggur mun ís vera."Þórdís mælti: "Eigi bið eg þig fleira en svo Þormóður að mér
mun verr þykja um ef þú varnar mér þess er eg bið."Nú sér Þormóður að Þórdísi þykir máli skipta á því er hún
biður og heitir hann henni að fara þá leið er hún bað. Síð um
kveldið fór Þormóður úr Ögri. Og er hann var skammt kominn
frá dyrum þá kemur honum í hug að Þórdísi mundi engu skipta
hverja leið hann færi. Hann bregður á sitt ráð og fer hið
gegnsta yfir víkina á ísi.Sauðahús stóð fyrir innan víkina og var tún um sauðahúsið.
Þormóður gekk fram fyrir húsdyrnar og í því bili hljóp maður
frá húsinu með brugðið sax og hjó þegar til Þormóðar. Það
högg kom á hönd Þormóði fyrir ofan olboga og verður það mikið
sár. Þormóður kastar skildinum og bregður sverðinu hinni
vinstri hendi og höggur tveim höndum til Kolbaks og lætur
skammt höggva í millum. Sverðið beit eigi því að Kolbakur var
svo magnaður af yfirsöngvum Grímu að hann bitu ekki vopn.Kolbakur hjó eigi oftar til Þormóðar en um sinn. Hann mælti:
"Alls á eg kosti Þormóður við þig þess er eg vil en eigi mun
eg nú fleira að gera."Kolbakur snýr nú heim á leið og segir tíðindin. Grímu þótti
Kolbakur of lítið hafa að gert við Þormóð og lét svo sem hún
hefði ekki Þormóði svik veitt. Þormóður reist í sundur
línbrók sína og batt sár sitt og gengur heim við svo búið.
Verkakona Þormóðar beið hans í stofu og var þar ljós en aðrir
menn voru í rekkju komnir. Og er Þormóður kom í stofu þá var
sett borð fyrir hann og matur á borinn. Þormóður neytti
lítils matar. Heimakona sér að hann er blóðugur. Hún gengur
fram og segir Bersa að Þormóður var heim kominn og það með að
blóðug voru klæði hans. Bersi reis upp og gekk til stofu,
heilsar Þormóði og spyr tíðinda. Þormóður segir frá fundi
þeirra Kolbaks og áverka þeim er hann hafði fengið.Bersi mælti: "Var svo að Kolbak bitu engi járn?"Þormóður svarar: "Oft hjó eg til hans með sverðinu og beit
ekki heldur en eg berði hann með tálknskíði."Bersi mælti: "Þar kom fram tröllskapur Grímu."Þormóður kvað vísu:Hrundar bar eg af hendi

hjaldrs, urpum þá skjaldi,

söngs höfum sár um fengið

siklings, flugu mikla,

nærgi er hrafns um hefna

hlunns glapvígum runni,

umnýsandi, ósa

ár kyndils, má eg sára.


Bersi mælti: "Svo er víst. Eigi er sýnt nær þessar sneypu
verður hefnt því að við tröll er um að eiga."

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.