Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. 7

Fóstbrœðra saga 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. 7)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Um vorið eftir fór Þorgeir til Ísafjarðar þangað sem skip
þeirra stóð uppi. Þar kom og Þormóður og skipverjar þeirra.
Þeir fara norður á Strandir þegar þeim gaf byr.



Þorgils hét maður er bjó að Lækjamóti í Víðidal. Hann var
mikill maður og sterkur, vopnfimur, góður búþegn. Hann var
skyldur Ásmundi hærulang, föður Grettis. Hann var og skyldur
Þorsteini Kuggasyni. Þorgils var Mársson. Hann fór og á
Strandir og var genginn á hval þann er kom á Almenningar og
förunautar hans.



Þorgeiri verður eigi gott til fangs þar sem hann var kominn.
Ber honum engi hvalföng í hendur, þar sem hann var kominn, né
önnur gæði.



Nú spyr hann hvar Þorgils var á hvalskurðinum og fara þeir
Þormóður þangað. Og er þeir komu þar þá mælti Þorgeir: "Þér
hafið mikið að gert um hvalskurðinn og er það vænst að láta
fleiri af njóta en yður þessa gagnsmuna. Er hér öllum
jafnheimult."



Þorgils svarar: "Vel er það mælt. Hafi hver það sem skorið
hefir."



Þorgeir mælti: "Þér hafið mikinn hluta skorið af hvalnum og
hafið þér það sem nú hafið þér skorið. Og vildum vér
annaðhvort að þér gangið af hvalnum og hafið þér það sem þér
hafið af skorið en vér þann hluta er óskorinn er eða hvorir
að helmingi bæði skorinn og óskorinn."



Þorgils svarar: "Lítið er mér um að ganga af hvalnum en vér
erum ráðnir til að láta eigi lausan þann hlut fyrir yður er
skorinn er meðan vér megum á halda á hvalnum."



Þorgeir mælti: "Það munuð þér þá reyna verða hversu lengi þér
haldið á hvalnum fyrir oss. "



Þorgils svarar: "Það er og vel að svo sé."



Nú herklæðast hvorirtveggju og bjuggust til bardaga. Og er
þeir voru búnir þá mælti Þorgeir: "Það er vænst Þorgils að
vér sækjumst því að þú ert fulltíði að aldri og knálegur og
reyndur að framgöngu og er mér forvitni á að reyna á þér hver
eg er. Skulu aðrir menn ekki til okkars leiks hlutast."



Þorgils segir: "Vel líkar mér að svo sé."



Mjög voru þeir jafnliða. Nú sækjast þeir og berjast
hvorirtveggju. Þeir Þorgeir og Þorgils láta skammt höggva í
milli því að hvortveggi þeirra var vopnfimur en fyrir því að
Þorgeir var þeirra meir lagður til mannskaða þá féll Þorgils
fyrir honum. Í þeim bardaga féllu þrír menn af Þorgils liði.
Aðrir þrír féllu af liði þeirra Þorgeirs.



Eftir þenna bardaga fóru förunautar Þorgils norður til héraðs
með miklum harmi. Þorgeir tók upp allan hvalinn, skorinn og
óskorinn. Fyrir víg Þorgils varð Þorgeir sekur skógarmaður.
Fyrir hans sekt réð Þorsteinn Kuggason og Ásmundur
hærulangur.



Þeir Þorgeir og Þormóður voru það sumar á Ströndum og voru
þar allir menn hræddir við þá og gengu þeir einir yfir allt
sem lok yfir akra. Svo segja sumir menn að Þorgeir mælti við
Þormóð þá er þeir voru í ofsa sínum sem mestum: "Hvar veistu
nú aðra tvo menn okkur jafna í hvatleika og karlmennsku þá er
jafnmjög séu reyndir í mörgum mannraunum sem við erum?"



Þormóður svarar: "Finnast munu þeir menn ef að er leitað er
eigi eru minni kappar en við erum."



Þorgeir mælti: "Hvað ætlar þú hvor okkar mundi af öðrum bera
ef við reyndum með okkur?"



Þormóður svarar: "Það veit eg eigi en hitt veit eg að sjá
spurning þín mun skilja okkra samvistu og föruneyti svo að
við munum eigi löngum ásamt vera."



Þorgeir segir: "Ekki var mér þetta alhugað, að eg vildi að
við reyndum með okkur harðfengi."



Þormóður mælti: "Í hug kom þér meðan þú mæltir og munum við
skilja félagið."



Þeir gerðu svo og hefir Þorgeir skip en Þormóður lausafé
meira og fer á Laugaból. En Þorgeir hafðist við á Ströndum um
sumarið og var mörgum manni andvaragestur. Um haustið setti
hann upp skip sitt norður á Ströndum og bjó um og stafaði
fyrir fé sínu. Síðan fór hann á Reykjahóla til Þorgils og var
þar um veturinn. Þormóður víkur á nokkuð í Þorgeirsdrápu á
misþokka þeirra í þessu erindi:



Frétt hefr öld að áttum,

undlinns, þá er svik vinna,

rjóðanda naut eg ráða,

rógsmenn saman nóga.

Enn vil eg einskis minnast

æsidýrs við stýri,

raun gat eg fyrða fjóna,

flóðs nema okkars góða.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.