Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. 5

Fóstbrœðra saga 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. 5)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
456

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú að svo mæltu sækja þeir Þorgeir og Þormóður að þeim feðgum
en bönnuðu förunautum sínum að vinna á þeim feðgum því að
þeir vildu sjálfir yfir þá stíga. Þeim Þorgeiri var dimmt að
sjá inn í dyrnar því að lítt var lýst en út var ljósara að
líta og var þeim hægra að verjast er inni voru en hinum að að
sækja er úti voru. Húskarlar Ingólfs hlaupa annað skeið út og
sæta áverkum við förunauta Þorgeirs. Þau urðu endalok þessa
fundar að Þorbrandur féll fyrir Þorgeiri en Ingólfur fyrir
Þormóði. Húskarlar Ingólfs urðu sárir mjög þess að þó batnar
þeim. Þessa getur Þormóður í erfidrápu Þorgeirs:



Aldrspelli kveð eg ollu

Ingólfs sonar, þingað

frétt er víg sem vættig,

vald há-Sleipnis tjalda.

Féll fyr fræknum stilli,

fjörtjón var það ljóna,

lítt var það til þrætu,

Þorbrandr drasils vandar.


Þeir tóku hesta tvo, Þorgeir og hans menn, og klyfjuðu þá af
mat. Þeir ráku á brott þrjú naut þau er helst voru hold á,
fara við svo búið aftur yfir fjörðinn. Sigurfljóð var úti er
þeir koma heim. Hún heilsar þeim og spurði tíðinda. Þeir
segja þau sem gerst höfðu.



Hún mælti: "Vel hafið þér heiman gengið og haglegan hafið þér
haft hvalskurðinn, rekið og vel margra manna harma og sneypu
og svívirðu. En nú mun eg fara til Vatnsfjarðar á fund
Vermundar og segja þessi tíðindi en þér skuluð mín heima
bíða."



Þeir báðu hana fara. Hún kvaddi til ferðar með sér húskarla
sína. Þau tóku einn sexæring er hún átti, róa inn eftir
Ísafirði og létta eigi fyrr en þau koma í Vatnsfjörð síð um
aftan.



Hún mælti við förunauta sína: "Nú skuluð þér vera haldinorðir
og segja ekki frá tíðindum þeim er gerst höfðu. Látið mig
hafa orð fyrir oss."



Þeir sögðu svo vera skulu. Nú ganga þau til bæjar og hitta
menn að máli. Tekur Vermundur vel við þeim og spyr þau
tíðinda. Þau létust engi kunna að segja, voru þar um nóttina
í góðu yfirlæti. Um morguninn sagði Sigurfljóð að hún mundi
heimleiðis fara.



Vermundur latti hana mjög "og ertu hingað sjaldsén," sagði
hann, "og er það ráð að fara eigi svo hvatlega."



Hún mælti: "Eg á lítt heimangengt en nú er gott veður og vil
eg eigi þetta færi láta undan ganga. Vildi eg Vermundur að þú
fylgdir mér til skips."



Þá mælti hann: "Förum þá."



Nú fara þau til skips.



Þá mælti Sigurfljóð: "Hvort hefir þú spurt vígin þau er
gerðust þar í Jökulsfjörðum?"



Vermundur segir: "Hver víg eru þau?"



Hún segir: "Þorgeir Hávarsson og Þormóður Bersason drap þá
feðga, Ingólf og Þorbrand."



Vermundur mælti: "Mjög ganga þeir fóstbræður nú af sér er
þeir drepa menn fyrir oss og mundum vér það vilja að þeir
dræpu eigi vora menn marga."



Hún mælti: "Það er sem von er að yður sé svo um gefið en það
munu sumir menn mæla að þeir hafi eigi þessa menn fyrir yður
drepið heldur má hinn veg að kveða að þeir hafi þessi víg
fyrir yður unnið. En hver skal hegna ósiðu, rán eða hernað ef
eigi viljið þér er stjórnarmenn eru kallaðir héraða? Sýnist
oss að þeir Þorgeir og Þormóður hafi það unnið er þér skylduð
gert hafa eða láta gera og mun yður svo sýnast sem eg segi ef
yður gefur eigi missýni í þessu máli. Fór eg af því á yðvarn
fund að eg vildi mennina í frið kaupa, þá er vígin hafa
vegið, en eigi fyrir þá sök að þeir séu bóta verðir er vegnir
eru því að þeir hafa fyrir löngu fyrirgert lífi sínu og fé,
heldur viljum vér gera í öllu þinn sóma sem vér erum skyld
til. Og eru hér nú þrjú hundruð silfurs er eg vil gefa þér
til friðkaups þeim Þorgeiri og Þormóði."



Nú tekur hún fésjóð undan belti sér og steypir fénu í kné
Vermundi. Silfrið var gott. Vermundur hefur upp brún við
fégjöfina. Sefast hann af reiðinni og heitir hann Þorgeiri og
Þormóði nokkurum friði, sagðist þó eigi vilja langvistir
Þorgeirs þar um Ísafjörð.



Nú skiljast þau að sinni. Fer hún heim til bús síns og segir
þeim Þorgeiri hversu farið hafði með þeim Vermundi. Þeir
þakka henni sitt tillag er hún hafði þeim veitt. Nú eru þeir
með henni um veturinn. Og er vorar og veðrátta batnar þá
flota þeir skipi sínu og búa það. Og er þeir voru búnir til
ferðar þá þakka þeir henni þarvist sína og allan velgerning
þann er hún hafði þeim veitt, slíkan drengskap sem hún hafði
þeim sýnt. Skiljast þau vinir.



Þeir fara norður á Strandir, hafast þar við um sumarið.
Verður þeim gott til fjár og fangs. Hafa þeir það af hverjum
manni sem þeir kveðja, voru allir við þá hræddir sem fénaður
við león þá er hann kemur í þeirra flokk.



Bersi fór byggðum á Laugaból í Laugadal því að Vermundur
vildi eigi svo nær bæ sínum láta vera hráskinn þeirra
Þorgeirs og Þormóðar. Um haustið fóru þeir norðan af Ströndum
til Ísafjarðar og settu upp skip sitt þar er þeim þótti vel
komið og búa um. Fer Þormóður þá til föður síns en Þorgeir
ætlaði að fara suður á Reykjanes til frænda sinna. Leitar þá
hver fyrir sér þeirra förunauta, þangað hver sem óðal átti.
Mælast þeir það við er þeir skiljast að þeir skulu þar
finnast er skipið stóð þá er vora tæki og fara þá enn allir
samt til fangs norður á Strandir. Skiljast nú að svo mæltu og
biður hver þeirra vel fyrir öðrum.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.