Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. 3

Fóstbrœðra saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. 3)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Svo er sagt að Þorgeir væri lítill kvennamaður. Sagði hann
það vera svívirðing síns krafts að hokra að konum. Sjaldan
hló hann. Óblíður var hann hversdaglega við alþýðu. Mikill
var hann vexti og drengilegur í ásjónu, rammur að afli.
Þorgeir átti exi breiða, stundar mikla sköfnungsexi. Hún var
snarpegg og hvöss og fékk mörgum manni exin náttverð. Hann
átti og mikið fjaðurspjót. Það var með hörðum oddi og hvössum
eggjum, mikill falurinn og digurt skaft. Í þann tíð var á
Íslandi sverð ótíð mönnum til vopnabúnings.Nú er Þorgeir spurði víg föður síns þá fór hann á Reykjahóla
til Þorgils og sagði honum að hann vildi fara suður í
Borgarfjörð að hitta móður sína og bað að hann skyldi fá
honum flutning yfir Breiðafjörð. Þorgils gerði sem hann bað.
Nú fer hann suður í Borgarfjörð og er ekki getið um náttstaði
hans. Færðir voru góðar og snælaust í héraðinu. Vötnin lágu
öll. Og er hann kom suður yfir Hvítá þá lagði hann leið sína
til Skeljabrekku. Veður var þykkt og hlætt, myrkt úti bæði
fyrir veðurs sakir og nætur. Þorgeir kom til Skeljabrekku síð
um aftan og er hann kom á bæinn þá voru dyr aftur loknar og
menn nýkomnir í stofu frá eldi. Ljós brann í stofunni.
Þorgeir drap á dyr.Jöður tók til orða: "Á dyr er drepið. Gangið út nokkur
sveina."Þá sá út húskarl einn og sér mann úti fyrir dyrunum standa
með vopnum og spyr hver hann væri.Hann svarar: "Vigfús heiti eg."Húskarlinn mælti: "Gakk inn þú. Heimul mun þér gisting."Þorgeir segir: "Eigi þigg eg gisting að þrælum. Mæl þú að
Jöður gangi út."Húskarl gengur inn er Þorgeir stóð úti.Bóndi spurði húskarl er hann kom í stofu: "Hver kom maður
úti?"Húskarl svarar: "Veit eg að síður hver hann er að eg ætla að
hann viti eigi sjálfur."Jöður segir: "Hvað bauðst þú honum hér gisting?"Hann svarar: "Bauð eg."Jöður mælti: "Hverju svaraði hann?""Eigi lést hann vilja þiggja gistingarboð að þrælum. Bað hann
þig út koma."Jöður tók spjót í hönd sér og setti hjálm á höfuð sér og
gengur út í dyr og tveir húskarlar með honum, sér mann standa
fyrir dyrum og snýr spjótinu og setti spjótsoddinn í
þröskuldinn. Hann spurði hver hinn komni maður væri.Sá sagði: "Eg heiti Þorgeir."Jöður segir: "Hver Þorgeir ertu?""Eg er Hávarsson."Jöður mælti: "Hvert er erindi þitt hingað?"Hann sagði: "Eigi veit eg hvað til tíðinda verður en eftir
vil eg leita ef þér viljið nokkuru bæta víg það er þú vóst
Hávar föður minn."Jöður mælti: "Eigi veit eg hvort þú hefir það spurt að eg
hefi mörg víg vegið og eg hefi ekki bætt.""Ókunnigt er mér það," segir Þorgeir. "En hvað sem um það er
þá kemur þetta til mín að leita eftir þessum vígsbótum því að
mér er nær hoggið."Jöður segir: "Eigi er mér allfjarri skapi að minnast þín í
nokkuru. En fyrir því mun eg eigi þetta víg bæta þér Þorgeir
að þá þykir öðrum skylt að eg bæti fleiri víg."Þorgeir svarar: "Þér munuð ráða hvern sóma þér viljið gera en
vér munum ráða þykkju vorri."Nú ræddust þeir þessi orð við og stóð Þorgeir eigi allnær
dyrunum. Hann hefir spjót í hægri hendi og sneri fram oddinum
en exi í vinstri hendi. Jöður og hans menn áttu dimmt út að
sjá þar sem þeir voru frá ljósi komnir en Þorgeiri var
nokkuru hægra að sjá þá sem stóðu í dyrunum. Nú er þá varir
síst þá gengur Þorgeir að dyrunum og lagði spjóti á honum
miðjum og þegar í gegnum hann svo að hann féll í dyrnar inn í
fang þeim fylgdarmönnum sínum.Þorgeir snýr í brott þegar í náttmyrkrinu en húskarlar Jöðurs
stamba honum. Þá var Þorgeir fimmtán vetra gamall er víg
þetta varð sem Þormóður kvað í erfidrápu Þorgeirs:Starf hófst upp þá er arfa

auðveitir lét dauðan,

hestrennir var hlunna

hugsnjallr, Klæings falla.

Efnd tókst Hávars hefndar

hafstóðs þá var Móði,

hann varð happ að vinna

hvettr, fimmtían vetra.


Þorgeir fór um nóttina og nam eigi fyrr staðar en á
Hávarsstöðum. Hann drap þar á dyr og var seint til hurðar
gengið. Þórelfur kvaddi til húskarl einn út að ganga.Hann vaknar og gnýr fast augun og lætur illa við upp að
standa og mælti: "Eigi veit eg að nauðsyn sé út að ganga þótt
menn fari um nætur."Þórelfur mælti: "Sá einn mun um nætur fara í miklu myrkri að
nauðsyn mun á þykja.""Eigi veit eg það," segir húskarl og rís upp og heldur seint
og gengur til hurðar og sér mann úti fyrir dyrum í náttmyrkri
og heilsar honum eigi, snýr inn aftur til rekkju sinnar og
leggst niður og breiðir á sig klæði sín. Þorgeir gengur inn
og lýkur aftur hurðina eftir sér og snýr til stofu.Þórelfur tók til orða: "Hver kom maður?"Húskarl svarar: "Það er bæði að eg veit eigi hver hann er
enda þykir mér ekki undir."Hún mælti: "Óforvitinn maður ertu."Hún mælti þá við griðkonu eina: "Rís upp þú og gakk til stofu
og vit hver maður sá er að þangað gekk."Griðkona reis upp og gekk til stofu og lýkur upp hurðinni
lítt að og spyr að hvort nokkuð sé manna í stofunni.Henni var sagt: "Hér er maður víst."Hún spyr hver hann væri.Hann svarar: "Þorgeir heiti eg."Hún lýkur aftur hurðina og gekk í skála.Þórelfur mælti: "Hver kom maður?"Hún svarar: "Það ætla eg að kominn sé Þorgeir son þinn."Þórelfur rís þá upp og kveikir ljós, gengur til stofunnar og
fagnar vel syni sínum, spyr tíðinda.Þorgeir segir: "Áverki nokkur gerðist í kveld að
Skeljabrekku."Þórelfur spyr: "Hverjir áttu hlut í því?"Þorgeir svarar: "Eigi má eg það af mér bera."Þórelfur segir: "Hversu mikill áverki var það?"Þorgeir svarar: "Eigi ætla eg að þar muni umbanda þurfa er
hann fékk af mér. Það sá eg á spjóti mínu að út mundi tekið
hafa í gegnum hann og féll hann á bak aftur í fang
fylgdarmönnum sínum."Þórelfur mælti þá með glöðu brjósti: "Óbernslegt bragð var
það og njóttu heill handa, son minn. En hví lögðu þeir eigi
eftir þér, fylgdarmenn hans?"Þorgeir svarar: "Fengin voru þeim í fyrstu önnur verkaefni en
brátt fal sýn meðal vor fyrir myrkurs sakir."Þórelfur segir: "Svo má vera."Þá var settur náttverður fyrir Þorgeir og er hann var mettur
þá mælti Þórelfur: "Það sýnist mér ráð að þú leggist niður
til svefns en rís upp ofanverða nátt og stíg þá á bak hesti
þínum og ríð vestur til Breiðafjarðar. Húskarlar mínir skulu
fylgja þér svo langt sem þú vilt. Hér munu menn koma á morgun
að leita þín og höfum vér eigi ríki til að halda þig fyrir
fjölmenni. Vötn mun og skjótt leysa ef þeyrinn helst og er þá
verra að fara ef þau leysir. Hefir þú nú unnið það hér er
mest nauðsyn bar til. Berðu Þorgilsi frænda mínum orð til
þess að hann taki mér nokkurn ráðstafa vestur þar hjá sér. Eg
mun selja jarðir mínar hér. Vil eg ráðast þangað í átthaga
minn."Þorgeir gerði sem móðir hans gaf ráð til, lagðist til svefns
og reis upp ofanverða nótt og reið eftir það í brott. Og er
eigi getið um hans ferð fyrr en hann kom vestur í
Breiðafjörð, fékk sér þar skip og fór á því vestur á
Reykjanes og segir þar víg Jöðurs.Sýndist öllum mönnum þeim er heyrðu þessa tíðindasögn sjá
atburður undarlegur orðinn að einn ungur maður skyldi orðið
hafa að bana svo harðfengum héraðshöfðingja og svo miklum
kappa sem Jöður var. En þó var eigi undarlegt því að hinn
hæsti höfuðsmiður hafði skapað og gefið í brjóst Þorgeiri svo
öruggt hjarta og hart að hann hræddist ekki og hann var svo
öruggur í öllum mannraunum sem hið óarga dýr. Og af því að
allir góðir hlutir eru af guði gervir þá er öruggleikur af
guði ger og gefinn í brjóst hvötum drengjum og þar með
sjálfræði að hafa til þess er þeir vilja, góðs eða ills, því
að Kristur hefur kristna menn sonu sína gert en eigi þræla en
það mun hann hverjum gjalda sem til vinnur.Þorgeir hafðist þá við ýmist á Reykjahólum eða vestur í
Ísafirði. Um vorið eftir þessi tíðindi réðst Þórelfur vestur
á Reykjanes með allt fé sitt. Það sumar var sæst á víg þeirra
Hávars og Jöðurs. Þorgeir var þá löngum með Bersa. Voru þeir
Þormóður hinir bestu vinir, fengu sér einn ferjustút og
réðust til þess skips sjö menn aðrir með þeim, létu reiða
yfir um sumarið í ýmsa staði og voru miðlungi vinsælir.Ingólfur hét maður er bjó í Jökulsfjörðum. Hann var kallaður
Ingólfur sviðinn. Sá bær var kallaður á Sviðinsstöðum er hann
bjó á. Þorbrandur hét son hans. Hann var garpur mikill og
ódæll og óvinsæll. Þeir feðgar báðir voru ójafnaðarmenn
miklir, tóku jafnan annarra manna fé með kúgan eða ránum.
Þeir voru báðir þingmenn Vermundar og hélt hann mjög hendi
yfir þeim því að þeir gáfu honum jafnan góðar gjafir. Og var
þeim því eigi skjótt hefndur sinn ofsi, sá er þeir höfðu við
marga menn, að eiður Vermundar stóð fyrir þeim.Sigurfljóð hét kona og var ekkja og bjó í Jökulsfjörðum. Hún
var vitur og vinsæl og var mörgum manni mikill gagnsmaður.
Fjörður var í milli byggða þeirra Sigurfljóðar og Ingólfs og
bar hún í mörgum hlutum stór vandræði fyrir þeim.Þorgeir og Þormóður bjuggust til ferðar norður á Strandir og
fara að föngum. Og er þeir voru búnir þá lagði á fyrir þeim
andviðri og gaf þeim eigi lægi út úr firðinum. Höfðu margir
menn af þeim um sumarið mikil óhægindi.Og er komið var að vetri þá rann á byr og tóku þeir þá til
segls og sigldu út úr Ísafirði gott veður og lítið. Skip gekk
lítið fyrir veðurs sakir og er þeir höfðu siglt um stund þá
tók veðrið að þykkna og því næst að drífa. Og er þeir voru
komnir fyrir Jökulsfjörðu þá kom veður í móti þeim hvasst og
kalt með fjúki og frosti. Vissu þeir þá eigi hvert þeir fóru.
Gerðist þá myrkvi mikill bæði af nótt og fjúki. Sneru nú
forviðris skipinu og fengu stór áföll, urðu allir alvotir og
fraus að þeim klæðin. Reyndu Ránar dætur drengina og buðu
þeim sín faðmlög. Komu að lyktum í fjörð einn, héldu þar inn
eftir og í fjarðarbotninum voru naust og þar skip inni. Þar
settu þeir skip sitt og bjuggu um og ganga á land síðan og
leita bæjar nokkurs, finna um síðir bæ einn lítinn, drepa þar
á dyr og gengur þar út karlmaður og heilsar þeim, biður þá
inn ganga er úti voru í illu veðri og ganga þeir til stofu og
brann þar ljós. Skipa þeir annan bekk. Þeim var heilsað. Þá
spyr ein kona hver fyrirmaður væri þeirra er komnir voru.Henni var sagt að komnir voru Þorgeir og Þormóður "eða hver
spyr að því?" sögðu þeir.Þeim var sagt að Sigurfljóð húsfreyja spurði að því. "Heyrt
hefi eg ykkar getið," segir hún, "en eigi hefi eg séð ykkur
fyrr. En hvort hafið þið verið veðursælir í dag eða
vinsælir?"Þeir sögðu: "Margir menn munu það mæla að það sé mjög líkt og
mun þó skipta nokkuru hverjir um ræða."Sigurfljóð svarar: "Vera má að það sé."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.