Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Fbr ch. 1

Fóstbrœðra saga 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Fbr ch. 1)

Anonymous íslendingasögurFóstbrœðra saga
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Á dögum hins helga Ólafs konungs voru margir höfðingjar undir
hans konungdæmi, eigi aðeins í Noregi heldur í öllum löndum,
þeim er hans konungdómur stóð yfir, og voru þeir allir mest
virðir af guði er konungi líkaði best við.



Í þann tíma var höfðingi ágætur á Íslandi í Ísafirði er
Vermundur hét. Hann var Þorgrímsson, bróðir Víga-Styrs.
Vermundur hafði bústað í Vatnsfirði. Hann var vitur og
vinsæll. Hann átti konu þá Þorbjörg hét. Hún var kölluð
Þorbjörg digra, dóttir Ólafs pá. Hún var vitur kona og
stórlynd. Jafnan er Vermundur var eigi heima þá réð hún fyrir
héraði og fyrir mönnum og þótti hverjum manni sínu máli vel
komið er hún réð fyrir.



Það barst að einhverju sinni þá er Vermundur var eigi heima
að Grettir Ásmundarson kom í Ísafjörð þá er hann var sekur,
og þar sem hann kom hafði hann það nær af hverjum er hann
kallaði. Og þó að hann kallaði það gefið eða þeir er laust
létu féið þá voru þær gjafir þann veg að margir menn mundu
sitt fé eigi laust láta fyrir honum ef þeim sýndist eigi
tröll fyrir dyrum. Því söfnuðu bændur sér liði og tóku Gretti
höndum og dæmdu hann til dráps og reistu honum gálga og
ætluðu að hengja hann. Og er Þorbjörg veit þessa fyrirætlan
fór hún með húskarla sína til þess mannfundar er Grettir var
dæmdur. Og þar kom hún að sem gálginn var reistur og snaran
þar við fest og Grettir þegar til leiddur og stóð það eitt
fyrir lífláti hans er menn sáu för Þorbjargar. Og er hún kom
til mannfundar þess þá spyr hún hvað menn ætluðust þar fyrir.
Þeir sögðu sína fyrirætlan.



Hún segir: "Óráðlegt sýnist mér það að þér drepið hann því að
hann er ættstór maður og mikils verður fyrir afls sakir og
margrar atgervi þó að hann sé eigi gæfumaður í öllum hlutum
og mun frændum hans þykja skaði um hann þótt hann sé við
marga menn ódæll."



Þeir segja: "Ólífismaður sýnist oss hann vera því að hann er
skógarmaður og sannur ránsmaður."



Þorbjörg mælti: "Eigi mun hann nú að sinni af lífi tekinn ef
eg má ráða."



Þeir segja: "Hafa muntu ríki til þess að hann sé eigi af lífi
tekinn hvort sem það er rétt eða rangt."



Þá lét Þorbjörg leysa Gretti og gaf honum líf og bað hann
fara þangað sem hann vildi. Af þessum atburð kvað Grettir
kviðling þenna:



Mundi eg sjálfr

í snöru egnda

helsti brátt

höfði stinga

ef Þorbjörg

þessu skáldi,

hún er allsnotr,

eigi byrgi.


Í þessum atburði má hér sýnast hversu mikill skörungur hún
var.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.