Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flóam ch. 33

Flóamanna saga 33 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flóam ch. 33)

Anonymous íslendingasögurFlóamanna saga
323334

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú koma menn til þings fjölmennt. Skafti spyr mág sinn
Þorgils hvern málatilbúnað hann hefði haft. Hann kveðst níu
búa kvatt hafa.



Skafti segir: "Varat af vöru, sleikti um þvöru. Lát niður
falla, engu er nýtt."



Þorgils segir: "Því mun það sæta?"



Skafti segir: "Kunnig eru mér svo lög mágur að eg veit að
rangt er til búið og eru þau ein málaefni með ykkur Ásgrími
að best er að niður falli. Hafa svo farið skipti ykkur
Ásgríms flest að þú ert ekki vanvirður í þótt þið skiljið við
svo búið. Unnum vér þér sæmdar og hógsetu héðan af og má af
þér margt tala það er mikilmannlegt er og skörulegt."



Ríða menn nú af þingi og sefast Þorgils við umtölur mága
sinna og vina.



Helgi hét Austmaður er út kom í Einarshöfn og átti ferð upp í
hérað og fer með varning sinn upp í Þrándarholt. Þorgils reið
að ofan úr Gröf og riðust á móti. Helgi reið Þorgils næsta af
baki og hló að honum er hann var bjúgur á baki, kveðst eigi
það mega á sjá að hann hefði verið garpur mikill.



Þorgils reiddist við og mælti: "Ekki hafa menn það gert að
færa spott að mér. En svo hæðilegur sem þér þykir eg nú vera
þá býð eg þér einvígi þegar í stað og er þá reynt hvort þú
berð skjótt af mér."



Þeir hittust fyrir neðan grindgarð en veður var á kalt í móti
Þorgilsi og sat hann því bjúgur á baki.



Helgi kvað sér engan frama í "að bera af fretkarli þínum" en
kveðst þó eigi vilja undan ganga.



Austmaðurinn hafði öxi í hendi og leit á öxina og þótti sljó.



Þorgils mælti: "Hvassara vopn muntu þurfa ef bíta skal mín
höfuðbein og er vopn þitt ókarlmannlegt."



Þorgils hafði sverð sitt Jarðhússnaut og var alvopnaður sem
hann var aldrei öðruvís. Þorgils hljóp þegar geystur að honum
Austmanninum og höggur til hans með sverðinu Jarðhússnaut og
kom sverðið á öxlina og var svo mikið sár að honum vannst það
skjótt til bana. Þá var Þorgils sjötugur. Þorgils kvað þetta
orðið glappaverk og bráðræði og kveðst þetta helst bæta
vilja.



Og tveim vetrum síðar komu út í Einarshöfn tveir bræður Helga
og ætla til hefnda. Hét annar Einar en annar Sigurður og varð
ekki vart við skipkomu. Þeir fóru þegar í Traðarholt og komu
þar snemma dags og var Þorgils í hvílu sinni en verkmenn voru
á fótum og konur. Og er þeir bræður komu að bænum þá töluðust
þeir við hversu með skyldi fara.



Einar mælti: "Illt þykir mér að drepa gamlan mann, frægjan og
vinsælan, og er skaði mikill ef hann lætur af berast."



Þorgils verður nú var við og sprettur upp þegar og tekur
Jarðhússnaut og bað þá að ganga ef þeir vildu og brást þó
nokkuð á fótinn halta.



Einar mælti: "Eigi viljum við bræður gera þér ófrið og skal
annað verða erindi okkað ef eg ræð."



Þorgils tók þessu vel og hýrðist skjótt í viðbragði og sagði
svo: "Eg er þess miklu fúsari og muntu vera góður drengur. Og
þar er eg drap Helga bróður ykkarn þá vil eg það bæta og gefa
vil eg þér Einar sverðið Jarðhússnaut því að þú ert verður að
bera, bróður þínum fimm merkur silfurs nema þið skiptið annan
veg" og skildu þeir vel og drengilega. Fóru þeir utan eftir
það.



Eitt sinn er þau hjón fóru til bús á Hjalla tók Þorgils þar
sótt. Þá var hann hálfníræður. Hann lá viku og andaðist þar
og voru þeir í eina gröf lagðir, Þóroddur og Þorgils og
Bjarni hinn spaki, að þeirri kirkju er Skafti lét gera fyrir
utan lækinn. En síðan voru færð beinin í þann stað sem nú er
kirkjan því að Skafti hét að gera kirkju þá er Þóra kona hans
braut fót sinn þá er hún var að léreftum sínum.



Þorgils þótti hinn mesti merkismaður, vinfastur og
vinveittur, þrautgóður og þróttigur, eljunarmaður og
óáleitinn og hélt sig við alla til jafns þótt miklir menn og
sterkir ættu í hlut. Þótti hann og hinn mesti
sveitarhöfðingi. Hann var sáttgjarn og svinnur en móðugur og
mjög þungrækur við þá er eigi vildu sig vel siða. Hann var
tryggur og trúrækinn, guðhræddur og góður vinum sínum. Er og
margt stórmenni frá honum komið og víða dreifst hér um land
vort. Munum vér nú hætta fyrst að segja frá Þorgilsi
örrabeinsstjúpa og lýkur þar sögu þessi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.