Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flóam ch. 30

Flóamanna saga 30 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flóam ch. 30)

Anonymous íslendingasögurFlóamanna saga
293031

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Að liðnum vetri tekur Þorgils við búi sínu og öðrum
fjárhlutum. Felldu menn þegar mikla virðing til Þorgils. Hann
var heldur fár við Bjarna mág sinn. Um vorið kom fjölmennt
til Árnessþings. Kom þar Þorgils og Bjarni mágur hans og
Þórný dóttir hans.



Þorgils gekk einn morgun til búðar Bjarna og tók sverðið
Jarðhússnaut í hönd sér. Og er hann kemur í búðardyrnar sér
Þórný dóttir hans að hann er kominn og bað Bjarna upp standa,
kvað honum eigi hlýða svo búið, sagði föður sinn reiðan.



Bjarni spratt upp þegar því að hann var vitur maður. Hann
gekk í móti Þorgilsi og fagnar honum vel og bauð honum þar að
vera "og allt mitt góss er þér heimilt til þess að þér megi
þá betur líka við mig heldur en áður."



"Þetta er allvel mælt," segir Þorgils, "og skal þetta þiggja
ella óvíst hversu farið hefði."



Bjarni bauð honum þá til heimboðs. Þorgils kvaðst fara mundu
af þinginu með honum og hafa burt fé slíkt er honum líkaði.
Bjarni bað hann því ráða og koma þeir í Gröf og leit Þorgils
á féið og kvaðst burt mundu hafa tuttugu kýr og hundrað
ásauðar. Þórný bað hann taka slíkt er hann vildi og sagði það
mundi best gegna að hann réði fyrir.



Maður hét Þórólfur. Hann hafði verið með Þórði, föður
Þorgils, og náinn frændi. Hann átti fé að Þorgilsi og beiddi
Þorgils að hann mundi gjalda Þórólfi fjóra tigu hundraða.
Bjarni hét að hann skyldi ráða, skildu við svo búið.



Og er Þorgils kom heim kom þar Þórný dóttir hans. Þorgils
spyr hvað hún vill. Hún sagðist vilja fylgja fé sínu ef honum
þætti það meiri sómi að skilja með þeim Bjarna "og ráða þess
manns traust undan mér er þér er mestur bati í og þér er
sjálfrátt að láta þinn hlut fyrir neinum manni ef þið eruð að
einu ráði báðir."



Þorgils svarar: "Vel fer þér dóttir og vel fer ykkur báðum.
Nú skaltu heim fara og vil eg eigi skilja ráðahag með ykkur
Bjarna" og leggur þeim nú svo peninga að þeim vel líkar.



Og um sumarið býður Þorgils Bjarna og báðum þeim heim í
Traðarholt og þágu þar góðar viðtökur og miklar gjafir og er
nú góð vinátta með þeim Bjarna.



Einnhvern tíma segir Þorgils Bjarna að hann vill leita sér
kvonfangs.



Bjarni kvaðst það gjarna vilja: "Þú skalt biðja Helgu, dóttur
Þórodds goða í Ölfusi Eyvindarsonar frænda míns."



En þar var svo farið frændsemi að móðir Þórodds var Þórvör
dóttir Þormóðar en Þórvé var móðir Þorsteins goða föður
Bjarna spaka.



Þorgils vekur nú bónorðið. Skafti tók því seint og svo Helga
sjálf, þótti maður heldur stórlyndur og þó heldur gamall.
Annar maður bað og Helgu. Var það Ásgrímur Elliða-Grímsson.
Svarar Skafti þar vel til en Þóroddur vill heldur gifta
Þorgilsi. Nú var þetta talað á þingi og var ekki að gert.
Líða nú þau misseri.



Og annað sumar eftir ríður Þorgils til skips í Einarshöfn.
Hann fréttir til ferða Skafta og vildi fyrir víst finna hann.
Þorgils reið til Flóagafls við sétta mann. Þeir voru með
honum bræður, Kolur og Starkaður, og Þórólfur frændi hans og
tveir húskarlar. Þeir voru í hrísum nokkurum og bíða svo
Skafta. Þetta var nær Kallaðarnesi. Skafti sá frá ferjunni að
hestar með söðlum gengu með ánni. Skafti sagði að þeir mundu
aftur snúa, kvaðst frétt hafa að síðar mundu betri kaupin og
fóru þeir heim.



Þóroddur spurði hví hann færi svo skjótt aftur "eða hræddist
þú hann hraunskeggjann Þorgils og þætti mér það betra að ríða
óhræddum um héraðið og gifta honum Helgu en vera hvergi
óhræddur um þig."



Á þingi um sumarið var talað um gjaforð Helgu. Dregur
Þóroddur fram með Þorgilsi en Skafti með Ásgrími.



Þóroddur mælti þá: "Eg kann sjá hversu fara mun ef Þorgilsi
er synjað konunnar þá mun það margra manna vandræði en eg
vænti með vingjöfum góðum að Ásgrímur láti óhappalaust."



Nú við þessi atkvæði Þórodds var það af ráðið að Þorgilsi var
föstnuð Helga og var brúðhlaup að Hjalla. Þá var Þorgils
hálfsextugur. Fer hann nú heim í Traðarholt með Helgu og var
hún mjög fálát.



Og eitt sinn er Þorgils var á burtu að byggja jarðir sínar
kveðst Helga vilja fara til Hjalla og heim um kveldið og bað
húskarl einn fara með sér. Og er þau koma til Hjalla kvað
Helga húskarlinn ekki þurfa sín að bíða. Skafti tók vel við
Helgu en Þóroddur illa. Er hún þar margar nætur. Þorgils
kemur heim og lætur sem hann viti eigi. Og einn dag býr hann
ferð sína og ríður til Hjalla og voru menn að mat. Þorgils
gengur með borðum alvopnaður og að Helgu, tekur í hönd henni
og leiðir hana út og þótti þeim sem inni sátu maðurinn ekki
dællegur. Skafti biður menn eftir sækja.



Þóroddur svarar: "Þorgils sækir eftir sínu og skal mönnum
eigi hlýða að fara eftir honum."



Þorgils ríður nú heim og sendir hann orð Skafta að þeir
hittist. Er nú svo gert. Sættast nú við tilstilli Þórodds og
gerðist vinátta með þeim og varð Þorgils höfðingi og
virðingamaður mikill.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.