Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flóam ch. 26

Flóamanna saga 26 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flóam ch. 26)

Anonymous íslendingasögurFlóamanna saga
252627

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú býr Þorgils skip sitt og fer með þrjá tigu manna. Hann
sendi orð Eiríki að hann kæmi með jafnmarga menn. Og er
Eiríki komu orðin kvaðst hann mundu koma og verða ekki seinni
til eyjanna en þeir. Þeir Þorgils koma nú við eyna og var
Eiríkur ekki þar kominn. Þorgils gerir þá ráð við menn sína.



"Leitt er mér," segir hann, "frá að hverfa en sjá þykist eg
Eirík í gegnum. Hann ætlar að vísa oss á illmenni þessi og
hyggur að vér munum eigi nenna frá að hverfa þótt hann komi
eigi."



Ekki höfðu víkingar til lands komið síðan Þorgils kom í
Vestri-byggð. Sá maður var á Grænlandi er Án hinn heimski
hét. Hann hljóp um allt land, kunnur öllum mönnum.



Þorgils lá í einum leynivogi og hafnleysu. Eitthvert sinn
stígur Þorgils á bát og rær frá skipinu. Hann sér matsveina á
landi og höfðu graut í kötlum. Þorgils hafði vond klæði er
hann kom til þeirra. Þeir spurðu hver hann var.



Þorgils svarar: "Eg heiti Án."



Þeir hlógu að honum enda lét hann heimsklega. Hann spyr hvar
höfðingi þeirra er. Þeir sögðu hann vera á eyjunni skammt í
burt og þangað von til þeirra um kveldið. Þeir færðu hann í
reikuð. Fer Þorgils nú til báts síns og hvelfir honum undir
sér.



Þeir hlógu að honum og mæltu: "Undarlega bregður nú við,"
sagði annar.



"Hvað er það?" sagði félagi hans.



"Maður er kominn í byggðina sá er Þorgils heitir, mikill og
frægur, og því kemur höfðingi vor eigi til lands og
heillabrigði er nú orðið. Eg heyrði í morgun er eg kom út
þetta mæla skipin. Það skip er Stakanhöfði hét mælti þetta:
"Veistu það Vinagautur að Þorgils skal eiga okkur." "Veit eg
það," sagði annað skipið, "og þykir mér það vel, og ætla eg,"
segir hann, "slíkt fyrir tíðindum."



Nú fer Þorgils aftur til skips síns. Í það mund róa
víkingarnir að lægi. Þorgils leggur þá að þeim. Voru
víkingarnir komnir til skála. Koma þeir Þorgils þá á óvart og
lætur hann þegar leggja eld í skálann. Varð lítil vörn af
víkingunum. Gefa þeir sig upp og beiða griða. Þorgils kvað
þess enga von fyrir mörg illvirki er þeir höfðu unnið. Var
lið þeirra allt drepið utan þeir buðu formanni þeirra grið.



Hann kvaðst eigi það þiggja vilja "því að eg verð yður aldrei
trúr."



Hann var þá höggvinn. Þeir tóku þar fé mikið og höfðu það með
sér og svo skipin Stakanhöfða og Vinagaut, fóru nú til lands.
Tók Bjálfi vel við þeim. Þorgils gaf mörgum mönnum fé þeim er
misst höfðu fyrir víkingunum og hefir þó mikið sjálfur.
Verður hann nú vinsæll af þessum verkum. Hrólfur var þá
norðan kominn og í frið tekinn. Þorgilsi líkar illa við
Eirík.



Þorgils spyr til Snækolls og kvaðst vilja finna hann.
Þorsteinn hvíti kvað betur fallið að hann seldi Snækoll við
verði en dræpi hann. Það gerði Þorgils. Þrælarnir höfðu
fengið góð kvonföng. Þorgils tekur fé allt af þrælunum en
seldi þá í þrældóm.



Eftir þetta fór Þorgils burt með góðri sæmd og virðing, láta
í haf. Ber þá að Írlandi, koma vestan að landinu, tala nú um
hvort þeir skulu þar vera um veturinn eða burt halda.
Þorsteinn kvað óráðlegt burt að halda er sumar var mjög
áliðið. Tóku menn sér þá vistir nær skipi. Þorgils var á vist
með þeim manni er Anakol hét. Var honum þar blíðlega veitt.



Nú líður veturinn. Anakol var vanur að drekka í burtu um hálf
jól. Hann bauð Þorgilsi að fara með sér. Hann þá það. Þeir
Kolur og Starkaður voru heima meðan til umsjár við Þorfinn.



Gípar hét þræll Anakols. Hann bað Kol drekka karlmannlega.



"Er það auðsætt," sagði hann, "að þér þykist mikils verðir."



Kolur kvaðst ætla að ráða drykkju sinni en hann eggjan sinni.
Gípar ámælti honum mjög og þar kom að hann laust Kol með
horni og bað hann það hafa fyrst og bíða svo hins verra.
Starkaður gekk á milli og vildi eigi hefna láta fyrr en
Þorgils kæmi heim.



Nú koma þeir Þorgils og bóndi heim og er þeim sagður þessi
atburður. Þorgils kvað það vel vera þótt eigi hefði hefnt
verið "höfum vér þegið góða vist í vetur hjá bónda. Nú vil eg
til bóta mæla" og svo gerði hann.



Bóndi kvaðst ekki þræla mundu mun gera þótt þeir hnippist.
Þorgils kvað eigi vel svarað. Og er boðsmenn voru brottu
farnir þeir er drukkið höfðu þar efra hlut jólanna tóku þeir
Þorgils Gípar og drepa hann eftir jólin. Síðan fóru þeir
Þorsteinn til skips og bjuggust til varnar. Þeir sáu lið
mikið fara með skjöldum, eigi færra en hundrað manns.



Þá mælti Þorgils: "Má vera að oss sé skjótt fullliða."



Þá ber brátt að og tók höfðingi þeirra til orða: "Það var mér
þá í hug er Þorgils þessi gaf í mitt vald systur mína að eigi
mundi eg efla flokk í móti honum."



Þar var kominn Hugi jarl og bauð þeim með sér að vera og það
þágu þeir. Hugi lét bæta skip þeirra og voru þeir með honum
það eftir var vetrar. Systir Huga lifði og fagnaði þeim vel.
Móðir hennar var önduð. Jarl lét heimta saman fé Þorgils og
til skips færa og setti málum þeirra svo að þeim hugnaði vel
og gaf þeim gjafir áður þeir fóru brott.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.