Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flóam ch. 12

Flóamanna saga 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flóam ch. 12)

Anonymous íslendingasögurFlóamanna saga
111213

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Vetri síðar varð sá atburður að þrælar nokkurir brutu haug
til fjár sér en Þorgils kom að þeim og kvað það ekki vera
þeirra fé og tók af þeim þrjár merkur en hrakti þá sjálfa.
Hann fékk Lofti fé þetta og svo allt annað það er hann
aflaði. Varð hann nú frægur mjög þótt hann væri ungur.Þá er Þorgils var fimmtán vetra þá fýstist hann utan að fara.
Var hann vel þroskaður bæði að viti og afli. Hann beiddist
fjárskiptis af Þorgrími stjúpföður sínum. Loftur bað hann
dveljast hjá sér enn um veturinn og kvað hann mundu síðar að
öllu meira fram koma. Hann gerði svo og er hann var sextán
vetra beiddist hann enn fjárskiptis.Þorgrímur kvað þess enn eigi kost "því ósvinnri líst mér þín
fjárvarðveisla en mín."Þorgils kvaðst nú hafa vilja féið "en ef eg fæ nú eigi þá mun
eg fá í þriðja sinn er eg heimti" og fer síðan og segir
Lofti. Loftur kvað það hug sinn að Þorgrímur mundi eigi fyrir
standa þá er Þorgils heimti næst. Fékk Loftur honum þá fé til
utanferðar. Þorgils kvaðst lítið fé hafa vilja að sinni.Og er hann er búinn til ferðar kallaði hann til sín
leiksveina og kvaðst vilja launa þeim gleði og góða fylgd
"skuluð þér hér taka þrjár merkur silfurs er eg tók af
þrælunum en Loftur fóstri minn skal hafa bauginn og vingan
mína."Eftir það fór Þorgils utan í Knarrarsundi með lítið fé og kom
til Noregs um haustið og var með þeim manni um veturinn er
Ólafur hét. Hann bjó á Hörðalandi. Hann var ríkur maður og
vel vitur.Í þenna tíma réð Haraldur gráfeldur Noregi með öðrum bræðrum
sínum og Gunnhildur konungamóðir. Þau fóru að veislum um
veturinn sem þá var siður til. Ólafur bjó veislu í móti
konungi og móður hans með mikilli vegsemd. Og er þau höfðu að
veislunni verið um hríð þá spurðu þau hver sá væri hinn mikli
maður og hinn veglegi er þar var.Ólafur svarar: "Hann er íslenskur."Konungur sagði að hann mundi vera mikillar ættar "því að hann
hefir þess háttar yfirbragð."Þorgils var í leikum með konungi og þótti honum mikið gaman
að honum og gengu Þorgilsi allir leikar vel.Þá mælti konungur: "Þig mun eg kalla Þorgils kappa minn."Þorgils sagði þá konungi sig eiga stórar erfðir í Sogni eftir
göfga frændur sína.Konungur svarar: "Móðir mín hefir nú bú á jörðum þeim og hún
hefir á þeim allt forræði, því hyllstu hana að og mun þér þá
vel duga."Þorgils kemur nú á þetta mál við Gunnhildi. Hún svarar þessu
vel og bauð honum hirðvist með konungi. Þorgils kvaðst lítt
við látinn að vera með konungshirð og kvað nei við því.
Drottning varð reið og spyrnti fæti sínum til hans og hratt
honum frá hásætinu og varnaði honum þá fjárins og sagði hann
eigi kunna að þiggja sóma sinn.Konungi var vel til hans og gaf honum silfur á laun svo að
það var góður kaupeyrir."Má hér af græðast," segir konungur, "ef gæfa vill til og
vitja mín kunnlega og allra helst ef móðir mín er eigi nær."Síðan fór konungur frá veislunni.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.