Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flóam ch. 2

Flóamanna saga 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flóam ch. 2)

Anonymous íslendingasögurFlóamanna saga
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Björnólfur hét maður en annar Hróaldur. Þeir voru ágætir
menn. Þeir voru synir Hrómundar Gripssonar. Þeir fóru af
Þelamörk fyrir víga sakir og staðfestust í Dalsfirði á
Fjölum. Son Björnólfs hét Örn er réð fyrir Firðafylki. Hans
son var Ingólfur en dóttir Helga. Bæði voru þau fríð að sjá.
En son Hróalds var Hrómundur, faðir Leifs. Þeir Ingólfur og
Leifur voru frændur og fóstbræður. Móðir Leifs var Hróðný,
dóttir Ketils bifru Hörða-Kárasonar. Þá var Ingólfur tuttugu
vetra er þetta var en Leifur átján vetra.



Ingólfur gekk fyrir föður sinn og segir honum að hann vill
halda í hernað og bað hann afla nokkurs. Leifur gekk og fyrir
sinn föður, biðjandi hann slíks hins sama og voru þeim gefin
mörg langskip. Biðja nú síðan samlags við sonu Atla jarls.
Þeir voru fúsir þessa við Ingólf. Það voru lög í þann tíma að
eigi skyldi yngri maður vera í herförum en tuttugu vetra en
ellegar vildu þeir gjarna Leif í lög taka.



Leifur svarar: "Ef vér komum í nokkura raun sjáum þá ef eg
stend að baki öðrum. Gefist eg eigi verr en aðrir þá á eg
ekki að gjalda æsku minnar."



Ingólfur sagði þá báða fara skyldu ella hvorugan. Verður það
af kjörum að þeir fara allir saman og leggjast í hernað og er
svo sagt að Leifur var hvatur og röskur í öllum mannraunum.
Ingólfur var vitur maður og ágætur í öllum atlögum og allri
karlmennsku. Þeim varð gott til fjár um sumarið og komu heim
um haustið. Hrómundur var þá andaður, faðir Leifs.



Nú mæla þeir mót með sér annað sumar og héldu þá enn í hernað
allir saman og fengu þá miklu meira herfang en hið fyrra
sumarið. Og sem þeir komu heim um haustið var Örn faðir
Ingólfs andaður.



Hallsteinn býður þeim fóstbræðrum Ingólfi og Leifi heim til
veislu og það þágu þeir. Og að skilnaði gaf hann þeim góðar
gjafir.



Síðan buðu þeir fóstbræður þeim jarlssonum til veislu. Þeir
bjóða og að sér miklu fjölmenni og vilja eiga undir sjálfum
sér meira en öðrum ef nokkuð kann í að skerast. Nú koma þeir
bræður til veislunnar og er mönnum skipað í sæti. Helga bar
öl að veislunni. Hún var allra kvenna vænst og kurteisust.



Svo er sagt að Hersteinn lítur oft til hennar blíðlega og að
þessari veislu strengdi hann þess heit að annaðhvort skyldi
hann Helgu eiga eða enga konu ella. Kvaðst hann nú fyrstur
hafið hafa þenna leik "og áttu nú Ingólfur," segir hann.



Ingólfur svarar: "Hallsteinn skal nú fyrst um mæla því að
hann er vor vitrastur og vor formaður að öllu."



Hallsteinn mælti: "Þess strengi eg heit þó að mér sé vandi á
við menn að eg skal eigi halla réttum dómi ef mér er trúað
til dyggðar um."



Hersteinn mælti: "Eigi er þessi heitstrenging þín þeim mun
skýrlegri sem þú ert reiknaður vitrari en vér eða hversu
muntu gera ef þú átt við vini þína um eða óvini?"



Hallsteinn svarar: "Þar ætla eg mér sjálfum fyrir að sjá."



"Þess strengi eg heit," segir Ingólfur, "að skipta við engan
mann erfð nema Leif."



"Eigi skiljum vér þetta," segir Hersteinn.



Hallsteinn kvaðst gerla kunna þetta að sjá, "Leifi vill hann
gifta Helgu systur sína."



Leifur strengdi þess heit að vera eigi verrfeðrungur.



Hallsteinn svarar: "Eigi mun mikið fyrir því, því að faðir
þinn fór fyrir illvirkja sakir af Þelamörk og hingað."



Nú þrýtur veisluna og er ekki til samfara mælt af Hersteins
hendi. Fóru jarlssynir heim frá veislunni og sátu í búum
sínum um veturinn og svo þeir fóstbræður og er nú allt kyrrt.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.