Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 23

Fljótsdæla saga 23 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 23)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
222324

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Hallsteinn hét maður er bjó á Víðivöllum hinum nyrðrum í
Fljótsdalshéraði. Hans er getið fyrr í sögunni. Hann var
maður mikill og hinn skilríkasti bóndi. Hann átti tvo sonu,
Sighvat og Snorra. Þeir voru allvel menntir. Þeir voru ýmist
heima með föður sínum eða með Hrafnkatli Þórissyni. Þeir voru
hávaðamenn miklir og héldu mjög til kapps við flesta. Þeir
höfðu mikið traust undir Hrafnkatli. Var þá höfðingsskapur
hans sem mestur í það mund. Hallsteinn bjó svo nokkur misseri
að hann setti ýmsar konur fyrir búið. Varð honum það stórmjög
óhaglegt.



Þess er getið eitt vor að hann reið ofan til Bessastaða.
Bessi tekur við honum ágæta vel og spyr hann að erindum.



Hallsteinn svarar: "Eg vildi að þú riðir með mér ofan á
Arneiðarstaði. Hefi eg lengi við mikil óhægindi búið. Nú
vildi eg kvongast og hafa þar við yðvart fullting."



Bessi svarar: "Hver er kona sú?"



Hallsteinn svarar: "Hún heitir Droplaug og er dóttir
Björgólfs."



Bessi svarar: "Ei vildi eg að þú gerðir þetta því að eg get
að hún verði þér ofstýri. Sýnist mér sem hún sé eigi hvers
manns færi en allvel er konan mennt. Sýnist mér sem þið munuð
allóskaplík því að hún er hinn mesti svarri og af góðum ættum
en þú ert af smábúanda ætt og smálátur í skaplyndi. En þó þú
sért fémaður mikill þá tekur þú mjög stein um megn þér. Vil
eg það ráð þér gefa sem hverjum öðrum að hann leiti sér þess
ráðuneytis að eftir hans skaplyndi sé en eigi með svo lítilli
forsjá að engin eru álit. Eru synir þínir uppivöðslumenn
miklir en þeir Helgi eru enn kallaðir nokkuð ágjarnir og ef
þér verðið eigi samþykkir þá mun þeirra fundur skakkur verða.
Nú þykir mér þín ferð eigi til ágengileg verða. Ertu
áhugamikill og miklu framar en eg ætlaði því að eg hefi lengi
verið húsfreyjulaus og verið oft á eggjaður að biðja hennar
og hyggst mér svo að sem mér muni eigi hæfa að fá hennar. Mun
eg heldur búa einn saman um hríð. Nú let eg þig en þú gerir
sem þér líkar."



Hallsteinn svarar: "Satt er það sem mælt er að öngum skyldi
maður treystast því að sá kann mann mest að blekkja er hann
hefur mestan trúnað á. Nú varði mig aldrei þessa Bessi að þú
mundir svo fara fótum saman, en mín sæmd liggur við öll. Hefi
eg lengi vinskap við þig átt og trúað nær á þig sem á goð og
ertu því minni í vafi sem eg þarf meir."



Bessi svarar: "Það er forn orðskviður að veldurat sá er
varar. Nú hefi eg sagt sem mér sýnist en fara skal eg með þér
ef þú vilt. Ábyrgist þú mest hversu sem sækist en sannspár
verð eg þér að þessu að þessa muntu mest iðrast sjálfur af
bragði."



Hallsteinn svarar: "Verði sem má. Allt skal nú fara að einu."



Þeir ríða nú út eftir héraði uns þeir koma á Arneiðarstaði.
Er gengið móti Bessa og Hallsteini að vanda með allri blíðu.
Eru þeir þar um nóttina en um morguninn gengur Bessi að
Droplaugu og sonum hennar og kvaðst eiga skylt erindi við
þau. Nú ganga þau á tal. Bessi segir upp sitt erindi.



Þau Droplaug svara seinlega þessu máli en Bessi bað að þau
skyldu eigi draga lengi þetta mál "vil eg að þér verðið af
skörungar og segið hvað yður býr í skapi."



Helgi svarar: "Svo þykir mér sem þau Hallsteinn muni eigi
skaplík mjög. Nú vil eg að hún segi fyrir sig. Vil eg því
samþykkja sem hún vill til sín snúa."



Droplaug svarar: "Auðséð er það að Hallsteinn hefur séð það
að þú ert fjárfastur. Höfum vér þó þess fjár lengi vel notið
að Þorvaldur faðir ykkar hefur átt og saman dregið. Hefur nú
síðan mjög í kostnað gengið því að hvert haust verðum vér
niður að leggja mart fé í bú vort en á vorum verður gripum
til að verja að kaupa málnytu. En mér þykir illt að láta
risnu mína. En nú ætla eg fátt ganga fé á fótum en eigi
skorta jarðir eftir. Er hér skjótur kostur við Hallstein að
eg skal fara upp á Víðivöllu með þér og eignast allan
fjárhlut að helmingi við hann en eg mun ekki fé héðan hafa
nema gripi nokkra því að eg ann sonum mínum best að njóta
þeirrar eignar er hér stendur saman. Vil eg og að synir mínir
standi þar til erfðar sem þau börn er eg á við þér. Mun eg
aldrei svo lengi lifa að eg geti goldið þeim bónda er eg átti
fyrir þann góðvilja er hann veitti mér. Ann eg því best sonum
mínum að njóta allra þeirra hluta er gagn er að."



Synir Droplaugar báðu hana sjá fyrir kosti sínum en kváðust
ætla að þeim mundi endast fé um sína daga. Droplaug segir að
Hallsteinn mundi um þennan kost kjósa eiga. Hallsteinn gengur
óhokinn að þessu og er nú þetta að ráðum gert. Droplaug er nú
fest Hallsteini. Riðu þeir nú heim eftir það.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.