Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 21

Fljótsdæla saga 21 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 21)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
202122

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þeir Droplaugarsynir héldu svo ríkt vörð á um skip það er
Gunnar átti að hann náði aldrei þangað að koma og öngum
fjárhlut náði hann nema nokkrum gripum og þó fám.
Austmennirnir fara utan um sumarið, koma til Noregs og
segjast aldrei vita hvort Gunnar mundi fara til Hálogalands
eða eigi. Nú segja þeir öll tíðindi og undanrekstur þann
allan er hér hafði verið.



Þetta sumar ríða menn til þings og leggur Þorkell Geitisson
fé til höfuðs Gunnari og fékk öllum höfðingjum umboð að hann
skulu höndum taka. Allir hétu góðu um þetta en þeir þó mestu
er Þorkell átti heitast vinfengi við ef hann kæmi því fram.
Það var Þorkell Eyjólfsson. Hann bjó vestur að Helgafelli og
átti Guðrúnu Ósvífursdóttir. Hún var í kærleikum við Helga
Ásbjarnarson. Höfðu þau fyrr senst gjöfum í millum. Þó hafði
Þorkell Eyjólfsson eigi vitað til þess.



Og er af líður sumarið þá lætur Helgi járna hesta þrjá. Hann
fær mann til föruneytis við Gunnar og sendir hann norður á
Möðrudalsheiði og svo norður hið efra til Mývatns og fara svo
vestur til sveita uns hann kom til Helgafells, því að hann
var sendur þangað til umsjár og halds með nógum jarteiknum
til Guðrúnar Ósvífursdóttir að hún skuli taka við honum með
blíðu og halda hann þar fyrst um veturinn og koma honum utan
um sumarið eftir. Bar og vel í móti nú. Er Þorkell eigi
heima. Hann hafði heitið Þorkeli Geitissyni að taka Gunnar af
lífi ef hann næði honum. Þorkell hafði farið út í eyjar eftir
skreið. Guðrún tekur við Gunnari ævar vel. Dvelst förunautur
Gunnars skamma hríð. Sendir Guðrún Helga Ásbjarnarsyni góðar
gjafir. Fer hann til þess er hann kemur í Austfjörðu.



Gellir hét son þeirra Guðrúnar og Þorkels. Hann var ungur
maður og vel menntur og farmaður mikill. Hann kom út þetta
sumar í Laxárósi en nú var hann að vist með föður og móður að
Helgafelli.



Og er Gunnar hefir þar verið eina nátt þá kemur Þorkell heim
síð um aftan. Þar var fjölmenni mikið. Eru gervir eldar fyrir
þeim og dregin af þeim klæðin. Menn ganga fram úr stofu til
eldanna. Þorkell sér að þar gengur fram maður einn í blám
kyrtli og heklu grárri. Sá maður var ákaflega þreklegur en
eigi hár. Hann hafði bjarta öxi í hendi. Maðurinn var ljós á
hár, réttleitur og vel í yfirbragði. Þorkell spyr hver sá
maður væri hinn drengilegi. Hann segir til sín og kveðst
Gestur heita.



Þorkell starir á þennan mann um hríð og mælti: "Furðu líkur
ertu þeim manni að frásögn er heitir Gunnar og er kallaður
Þiðrandabani og hefur verið í Austfjörðum um hríð. Eða hvar
er heimili þitt eða hvert ætlar þú að fara?"



Þá varð honum orðfall og svarar öngvu.



Þorkell svarar: "Svo virðist mér sem þú munir annar maður en
þú segir og rétt get eg að eg fari um nafn þitt og athöfn."



Gunnar svarar: "En ef svo er sem þú segir hvað mundir þú þá
til taka?"



Þorkell svarar: "Það skaltu vita brátt."



Hann sprettur nú upp og þrífur sverð eitt er lá í sætinu og
hét Sköfnungur er síðan týndist með honum á Breiðafirði.
Þorkell bregður þegar sverðinu og hleypur innar yfir eldinn
og höggur til Gunnars. Hann bregður við öxinni og upp yfir
höfuð sér. Þorkell höggur í öxarfetann en missti mannsins.
Svo fast hjó Þorkell að mjög svo festi sverðið í öxarfetanum.
Gunnar bregður við og færir upp öxina. Menn hlaupa innar í
stofuna og sögðu Guðrúnu hvað um var í eldaskálanum.



Hún gengur fram og biður Þorkel bónda sinn stöðvast "vil eg
að þú gerir honum ekki grand nema þú viljir að við skiljum
okkart félag upp frá þessum degi ef þú gerir honum nokkurt
mein því að Gunnar var mér sendur af vinum mínum til halds og
trausts. Skal eg hann svo annast sem son minn til þess er
skip ganga af Íslandi í sumar. En ef nokkur maður vill hár af
höfði honum blása þá skal eg þeim líkan grimmleik gjalda sem
eg má mestu á leið koma. En það mæla sumir að það sé lítið
gaman þeim sem það hafa reynt að verða fyrir reiði minni.
Skal eg þá og ekki af spara það er illt er ef eg verð vör við
að nokkur geri honum mein. Það vil eg að þú eigir ekki við
hann því að honum mun einhlít mín umsjá og velgerningur."



Þorkell svarar: "Oftast ertu ráðgjörn Guðrún. Verður oftast
engin hæfa á ef þú ræður eigi því sem þú vilt. Verðum vér
jafnan lítilmenni af ef þú hlutast til."



Sefast Þorkell nú brátt og rennur honum reiðin. Er Gunnar þar
um veturinn í góðum fagnaði.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.