Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 20

Fljótsdæla saga 20 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 20)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
192021

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þessi atburður spyrst nú víða og þótti mörgum sjá maður mjög
úr öngum ekið hafa. Líða nú stundir og eigi langar áður en
Sveinungur fer heiman og Austmaður með honum. Þeir fara upp
yfir heiði og létta eigi fyrr en þeir koma í Mjóvanes. Þeir
finna Helga Ásbjarnarson. Fer Austmaður heim í hérað. Helgi
tekur við honum og lætur hann koma í útibúr sitt er stóð úti
í túni. Ekki vissu þetta fleiri menn en Helgi og Sveinungur
að Austmaður var þar kominn til varðveislu. Er hann þar það
er eftir var vetrarins. En flestra manna ætlan er það að
Gunnar mundi með Sveinungi vera.



Líður nú vorið og svo fram að þingi. Þingstöð manna var að
Helga Ásbjarnarsonar að Kiðafelli. Helgi átti að helga þing.
Hann sá að eigi mátti hann bæði fara að helga þing og
varðveita Austmann svo að eigi yrði nokkur var við að hann
væri þar.



Hann tekur það ráð að hann sagði Þórdísi toddu um kvöldið það
hið sama og hann skyldi heiman ríða um morguninn eftir að þar
væri Gunnar Þiðrandabani í hans varðveislu "vil eg nú að þú
takir við valdi hans meðan eg er í burtu og gætir að eigi
verði menn varir við að hann sé hér."



Þórdís svarar: "Undarlegur maður ertu Helgi er þú ætlar að eg
muni halda þann mann er oss hefir slíkt mannspell gert. Skal
eg láta drepa hann ef eg næ honum og skal eg þetta efna sem
eg hét. Sýnist mér sem þó sé ærinn agi meðal vor frænda. Er
það eigi ólíklegt að af þessu gráni enn meir með yður en
áður. Eg skal þegar á morgun senda mann Bjarna bróður mínum
og skal hann hafa virðing af."



Helgi svarar: "Það gerir þú sem þér líkar. Þér mun eg selja
hann. Máttu og muna hversu mikils þú varst virð meðan þú
varst heima. Varstu þá í einum sloppi og gekkst þar fyrir
búi. Sá eg þig ekki betur haldna en eina ambátt áður en eg
tók við þér. Nú máttu hugsa hvað þú átt mér að launa því að
þú gerist nú að litlu færra kvödd en eg. Svo tekur nú að vera
þín virðing að nálega vill svo hver maður sitja og standa sem
þú vilt. Nú er þér það að segja ef þú selur fram manninn
undir öx Bjarna að jafnskjótt skaltu í burtu verða og norður
til Hofs og hafa slíka sæmd sem Bjarni bróðir þinn hyggur þér
og aldrei skaltu í sama húsi mér vera meðan þú lifir."



Hún svarar: "Það hirði eg aldrei hverju þú heitir mér. Mun
Bjarni mig að öngvu verr halda en þú."



Þau skilja nú tal sitt og þótti sitt sinn hvoru þeirra. Líður
af nóttin en um morguninn drífa menn að honum Helga. Hann
lætur reka að hesta. Ríður Helgi á burt með sínu liði og upp
á háls. Hann helgar þing. En er Helgi er á burtu þá gekk
Þórdís til útibúrsins og lýkur upp. Hún gengur að Gunnari og
veitir honum beina. Hún mælti ekki við hann. Líður dagur sá
til aftans. Er þá híbýlum á leið snúið í Mjóanesi. Og er menn
eru undir borð komnir er drepið á dyr og til hurðar gengið.
Þar eru komnir menn úti, nær átta tigum manna. Þeir láta
kalla út Þórdísi. Hún gengur út og kennir Bjarna bróður sinn.
Hún tekur við honum með allri blíðu. Bjarni þekkist það vel.
Er þá tekið af hestum þeirra og er þeim beini veittur. Og er
lokið er náttverði þá fara menn í hvílur. Þórdís gengur þá
til hvílu þeirrar er Bjarni hvílir í. Hún leggst á
rekkjustokkinn. Þau taka tal með sér því að þeim varð mart
til tals.



Þar kom þó um síðir að Bjarni tekur svo til orða: "Það er
mitt erindi hingað að eg hefi haft njósn að Gunnar hefur hér
verið um hríð. Nú vissi eg að Helgi mátti eigi annast hann
meðan hann var á þingi. Mun hann nú vera í þinni varðveislu."



Hún svarar, kvað eigi það vera "og eigi veit eg hví þú ætlar
mér það að eg mundi varðveita þann mann er svo mikið skarð
hefur gert í ætt vorri að vér munum aldrei bætur bíða."



"Ekki hirði eg hvað þú segir til þess því að það veit eg að
hann er í þínum híbýlum. Fór eg af því hingað til þín að eg
þóttist vita að þú mundir mína fór góða gera. Nú er ekki að
dylja þess er satt er. En veit eg fyrir hvað þú dylur. Hann
mun hafa boðið þér varnað á um að segja til hans og heitið
þér ógnun, talið upp hversu ósællega þú varst sett meðan þú
varst heima. Mun hann hafa heitið þér að reka þig á burt með
hrakningum. En þó að svo sé að þú komir til Vopnafjarðar þá
skaltu eigi minna ráðandi en hér í Fljótsdalshéraði ef þú
gerir nú mína sæmd sem eg beiði."



Þórdís kvaðst eigi mega það segja er eigi var til og hún
vissi eigi hvar væri.



"Ekki hirði eg nú um dulkofra þinn því að eg mun nær geta
hvar hann er ef eg vildi eftir leita. Nú mun eg mark til gera
að mér þykir mikið undir að ná manninum. Eg hefi sjö hundruð
silfurs í einum sjóð. Það er hið besta fé. Það skal þér gefa
til þess að þú seljir fram manninn mér í hendur."



Þórdís svarar: "Ófésparari ertu nú við mig en þá er eg var
heima að Hofi. En ekki þætti þér það verra þó að eg ætti það
því minna. Mundi eg og við taka fénu ef eg vissi hvar hann
væri."



Bjarni svarar: "Þá mun eg segja þér hversu fara mun. Eg mun
hér rannsaka öll híbýli á morgun þar sem mér þykir líkast
til. Það get eg að hann sé í vöruhlaða þínum og skal eg hann
þaðan draga og drepa hann fyrir augum þér til hörmungar."



Þórdís svarar: "Ei mun sú raun á verða að hann sé hér."



Snýr hún nú til rekkju sinnar og er skapþungt sem von var
til. Sofa menn af nóttina. Og þegar menn eru sofnaðir stendur
Þórdís upp í klæði sín. Hún vekur upp sauðamann sinn, bað
hann ganga út með sér.



Og er þau koma út þá mælti Þórdís: "Þú skalt fara sendiför
mína skyndilega upp undir Kiðjafell á þingvöll. Þú skalt
segja Helga að hann komi heim sem hann má fyrst og fari eigi
fámennur. Seg að þeir eru hér gestir komnir að eg þykist eigi
fulla sæmd veita mega nema hann sé við því að eg á öngum
manni meira sóma að veita en Bjarna bróður mínum. Eg veit að
hann mun skjótt við bregða. Ríð nú mikið og far ákaft því að
eg heiti þér því að þú skalt eigi sauðreki þurfa að vera
héðan af meðan við lifum bæði ef þú gerir nú vel þetta
erindi."



Hann tekur hest og ríður upp á hálsa og léttir eigi fyrr en
hann kemur á þing. Hann ríður til búðar Helga og stígur af
baki. Hann gengur inn í búðina og að þar er Helgi hvíldi.
Hann fagnar vel húskarli og spurði tíðinda en hann sagði
erindi sín þau er Þórdís bauð honum. Þá var í næturelding.
Hann býst skjótt og kveður upp menn sína og biður reka að
hesta. Ríður hann þegar burt af þinginu með hálft annað
hundrað manna og út eftir hálsum og svo heim í Mjóvanes.



En um morguninn snemma í Mjóanesi þá stendur Bjarni upp og
lætur menn sína brátt reka að hesta sína "vil eg ríða á
burt."



Þórdís gengur að honum og bað að hann skuli eta dagverð "áður
þér ríðið."



Bjarni kvaðst eigi nenna að rannsaka hana sem þjófa fyrir
frændsemis sakir "en hefur þú maklegleika til. Viltu alls
kostar illa til mín gera. Mundi eg finna hann ef eg vildi
leita með harðindum því að þar mun hann vera sem eg sagði þér
í nótt."



Eftir þetta ríður Bjarni á burt með menn sína. Skiljast þau
systkin með lítilli blíðu að sinni. Síðan ríður Bjarni út með
vatni. Og er þeir eru komnir út með vatni sjá þeir jóreyk
ofan að garði í Mjóvanesi. Ríður Helgi ákaft. Hann kemur í
tún. Er Þórdís þá eigi inn gengin. Hún snýr að Helga bónda
sínum og fagnar honum vel.



Hún segir honum allar viðræður þeirra Bjarna og hversu farið
hafði allt með þeim "hefi eg þig meira metið en alla aðra."



Hann þakkar henni allan góðvilja "vissi eg að eg var vel
kvongaður en eigi vissi eg að þú varst slíkur skörungur sem
þú ert. Hefur þú miklu betur þetta gert en þú hést. Nú mun eg
ríða aftur á þing ef þú þykist birg heima."



Hún segir Helga þá hvað Bjarni hafði fram lagið og hvað hann
hafði um mælt. Eftir þetta ríður Helgi til þings. Þórdís
stjórnar búi heima. Bjarni ríður norður til Hofs en þau
Þórdís og Helgi höfðu Gunnar með sér og gerðu vel til hans.
Er hann þar um sumarið í góðum fagnaði og fæddur þó á laun.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.