Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 19

Fljótsdæla saga 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 19)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Sunnan undir hálsinum stendur bær er heitir á Bakka. Sá er
næst, hyggja þeir. Þar bjó sá maður er Sveinungur hét. Hann
var kraftamaður mikill og átti góða peninga, kvongaður maður
og átti einn son, níu vetra gamlan þá er þetta varð tíðinda.
Ekki var þar fleira karla. Voru þar fleira konur nokkrar.
Sveinungur var einrænn maður og var mál manna að hann væri
eigi allur þar er hann var sénn. En þó var hann góður þá er
hann vildi en gerði við fá eiga. Sveinungur var þennan dag
farinn að torfi þá leið sem Gunnar var á för. Hann er þá að
gera hlassið er Gunnar hleypur þar hjá. Hann hafði þá borið í
hripin en eigi hlaðið í milli.Gunnar hleypur að Sveinungi og mælti: "Bjargaðu mér."Sveinungur svarar: "Hvers þarftu við?"Gunnar svarar: "Fjandmenn mínir hlaupa eftir mér og vilja
drepa mig ef þeir ná mér."Sveinungur spyr hver hann væri.Hann svarar: "Eg heiti Gunnar og er eg kallaður
Þiðrandabani."Sveinungur spurði: "Hverjir hlaupa eftir þér?"Gunnar svarar: "Eg veit það eigi víst. Þó ætla eg að þeir séu
Droplaugarsynir.""Það er vel," segir Sveinungur, "og mun hér eigi að sökum að
spyrja. Er það gott að vita þó að þú fáir hegning fyrir þann
glæp er þú hefir unnið, drepið þann mann er allir hugðu best
til."Gunnar svarar: "Ei dyl eg að verkið sé illt orðið. Er ekki
þörf að minnur. Er það öllum boðið að bjarga sér meðan hann
má."Sveinungur mælti: "Leggstu niður á milli hripanna ef þú vilt
en ekki mun þér þetta fyrir slíkum köppum sem eftir sækja."Sveinungur steypir af sér kuflinum og færir hann í. Gunnar
leggst nú í sleðann milli hripanna en Sveinungur þrífur í
tauma hestsins og léttir eigi fyrr en hann kemur heim á
Bakka. En þá er Gunnar lagðist niður í sleðann bar hálsinn í
milli þeirra. Voru þeir Droplaugarsynir þá vestan í hálsinum
en torfin eru austan í hálsinum og sáu þeir eigi fyrir því.
Sveinungur ekur fyrir þver dyr hlassinu. Sveinninn ungi stóð
í dyrum. Hann var í hvítum stakki og söluvoðarbrókum.Sveinungur mælti við sveininn: "Taktu staf þinn og hlaup
suður og upp í fjall og safna saman fé okkru því að veður
gerir illilegt og rek í hús."Sveinninn mælti: "Fara mun eg inn í stofu og taka hött minn
og vöttu."Nú hleypur sveinninn slíkt er hann má fara því að hann var
hræddur við föður sinn. Sveinungur beitir hestinn frá
hlassinu og leiðir til brunns, lætur síðan inn í hús. Eftir
það gengur hann heim. Hann leysir þá úr sleðanum reipin og
reisir hann við vegg upp.Í þessu bili koma þeir Droplaugarsynir þar í tún. Sveinungur
heilsar þeim glaðlega. Þeir tóku því vel. Hann spyr hversu af
stæðist um ferðir þeirra. Helgi spyr hvort hann hefði nokkuð
manna séð hlaupa hjá sér áðan "er þú ókst torfinu.""Öngvan sá eg nema sjálfan mig en heimill er greiði við ykkur
sá sem þér viljið þiggja."Helgi kvaðst einskis við þurfa "er dags mikið enn eftir. Er
mér miklu meiri forvitni á um þennan mann er áðan hljóp um
torfgrafirnar. Þykir mér það eigi vera mega að þú sæir hann
eigi."Sveinungur svarar: "Aldrei veit eg hvort eg sá eigi áðan mann
hlaupa fyrir ofan torfgrafirnar í ljósum klæðum og sá hinn
sami hleypur nú þar suður í fjallið."Hann réttir til höndina og vísar þeim til. Þeir sjá nú hvar
maðurinn hleypur. Eggjar Helgi nú að þeir skyldu leggja eftir
manninum. Þeir gera nú svo. En er hann hljóp í burt þá hafði
Sveinungur velt hlassinu inn í anddyrið. Varð Gunnar þá undir
en hripin á hann ofan. Þar lá hann þá er þeir komu
Droplaugarsynir og nú þegar er þeir voru burt þá ryður hann
af honum torfinu. Hann tekur hníf úr skeiðum, ristir af honum
klæðin. Eftir það fylgir hann Gunnari í fjóshlöðuna, kemur
honum á heystál upp. Eftir það gengur Sveinungur inn og
hleður upp torfinu.Droplaugarsynir gengu suður yfir Brunnlækjarbrunna. Það er á
sunnanverðum vellinum.Þá stingur Helgi við fótum og nemur staðar og mælti: "Þó fer
þessi maður frálega er áður er nýkominn af sundi er hér
hleypur í fjallinu. Þætti mér sem hann mundi nú mjög hrymdur
er hlaupið hefir berfættur á klaka í allan dag. Eða hvort
æpir hann eigi að fé?"Gunnsteinn Þorbjarnarson svarar: "Hvað muntu það mega marka?
Má hann það gera til ólíkinda."Helgi svarar: "Ei sýnist mér sjá maður svo vera sem mér væri
von að Gunnar mundi vera. Munu eigi þau töfl í vera að
Sveinungi muni hafa sent heiman son sinn að safna heim fé en
hafi borgið hinum og komið undan? Nú skulum vér ekki elta
þennan mann. Skal nú snúa af og eiga við Sveinung bónda."Þeir ganga nú heim til bæjarins en Sveinungi er inni í
anddyri og hleður upp torfinu og mælti: "Hví farið þér svo
hverft?"Helgi svarar: "Því, að það er vor ætlan að maðurinn muni vera
í þinni varðveislu en eigi í fjalli uppi sem þú sagðir. Er
þar son þinn."Hann svarar: "Eg ætlaði að hann mundi í stofu inni. En þó
veit eg eigi hversu eg mundi nú fara að fela hann."Helgi svarar: "Þú munt hafa látið hann í milli hripanna og
velt honum af sleðanum með torfinu. Munum við hafa gengið á
hann. Nú viljum vér rannsaka hér."Sveinungi svarar: "Hafið þér nú ríki til þess fyrir liðfjölda
sakir en aldrei hef eg fyrr rannsakaður verið sem þjófar."Nú ganga þeir inn og rannsaka hús öll og finna hann eigi
inni.Þá mælti Helgi: "Bæði skal koma í fjós og hlöðu."Sveinungur svarar: "Það er víst að þar sé Austmaðurinn því að
hún baula er jafnan taðdrjúg."Helgi svarar: "Aldrei hirði eg um skrýtyrði yðar."Sveinungur gengur til rúms síns og tekur ofan sax eitt mikið.
Það var níu álna hátt. Hann festir það á sig. Síðan gengur
hann til fjóss og lýkur upp fjósinu.Hann snýst þá við honum Helga og mælti: "Vita munuð þér Helgi
hvað lög eru því að þú ert lagamaður mikill, að eigi skulu
fleiri menn inn ganga en fyrir eru. Nú er eg einn. Vil eg að
einn yðar gangi inn því að ekki eru hér fleiri fylgsni en
brátt munu ratast í básum mínum og stíum hjá geitfé mínu. Vil
eg ekki hark manna að fé mitt skemmist af vopnum þeirra. En í
hlöðu eru dregnar geilar umhverfum hey. Myrkt er þar því að
eg lét þar inn færa mikið úthey á hausti og byrgja öll
vindaugu með myki, en frosin hart. Láttu menn þína höggva upp
vindaugu en Helgi gangi með mér og rannsaki."Helgi svarar: "Svo skal vera sem þú leggur ráð til."Hann gengur inn í fjósið. Helgi gengur með honum en þeir
Grímur og hans menn höggva upp vindaugun. Þeim gengur seint
því að hart var mjög frosið. Helgi rannsakar fjósið í básum
og stíum. Eftir það ganga þeir til hlöðu.Þá mælti Sveinungur: "Nú skaltu standa í dyrum en eg mun
ganga í hlöðuna og umhverfum heyið. Eg mun og ganga upp á
heyið og velta af ofan því er vott er. Er þér ófært að fara
upp á heyið fyrr en eg hefi hreinsað áður því að þú ert
skartsmaður mikill. Vil eg eigi að saurgist klæði þín."Sveinungur fer nú upp á heyið, leggur Austmanninn niður á
stálið innanvert, vefur nú að honum flögu mikla og þurra,
veltir nú öllu saman út af stálinu og lætur liggja flögurnar.
Og er hann er að velta hinni þriðju flögunni þá hafa þeir
uppi vindaugað og var þá ljóst í hlöðunni. Þá sjá þeir að þar
eru öngvir afkimar.Þá stendur Sveinungur upp af heyinu og mælti: "Nú hafið þér
séð hér fylgsni öll. Er nú að leita í heyinu og fletta öllu
upp í flögum. Mun annaðhvort að hann mun eigi hér vera eða í
heyinu. Ella farið út til og brjótið upp heyið ef þér viljið
en eg mun standa hjá."Helga fannst fátt um og mælti: "Aldrei nenni eg að brjóta það
upp. Ætla eg að eigi þurfi hér lengur að leita."Eftir þetta fara þeir burtu og biðja ekki Sveinunga vel lifa.
Þaðan á leið fara þeir sem fyrr og er þeir koma suður í garð
þá rekur sveinninn féð þar í móti þeim. En þegar þeir
Droplaugarsynir eru á braut þá tekur Sveinungur Austmanninn á
braut en lætur liggja flögurnar. Hann fylgir honum til sjóar
og til nausts síns. Þar var velt fyrir framan skip er
Sveinungur átti er hann sótti sér farm á suður í fjörðu um
haustið. Voru grafnir stafnarnir niður í jörð en nú fokinn
undir snjór hið neðra með borðunum. Þar var og inni sauðfé er
Sveinungur átti þá er illt var úti. Sveinungur tekur nú pál
og grefur nú inn undir skipsborðið. Hann lætur Gunnar koma
inn undir skipið. Síðan mokar hann að snjónum og sauðamyki en
í þessu kemur sveinninn með féð og reka inn og byrgja aftur
hrófið. Treður féð svo að ekki sér nývirki á. Sveinungur
brokkar þar eftir en sveinninn fer heim.Droplaugarsynir fara suður frá garðinum. Þá stingur Helgi við
fótum og mælti: "Þar kemur að því sem mælt er að eftir koma
ósvinnum manni ráð í hug. Þykir mér sem vér munum enn hafa
vanleitað hér."Grímur svarar: "Hvar ætlar þú hann muni verið hafa?""Flögur þrjár velti Sveinungur utar af heyinu. En mér þótti
sem sú fyrsta væri þyngst en þá var myrkt að og þá sagði hann
að eg skyldi til ganga."Grímur svarar: "Hví sástu eigi þetta þá sem nú?"Helgi svarar: "Því mér þótti þá eigi jafnlíklegt sem nú. Nú
skal þó aftur hverfa að sinni," sagði Helgi.Sjá hlutur er sá að mörgum aflar tvímælis á að Helga muni
áræðisfátt orðið hafa þá er þeir voru tveir inni og muni hann
þá séð hafa en þótt eigi til ráðanda.Grímur mælti: "Skulum vér nú til fjóss ganga?""Nei," sagði Helgi, "eigi get eg þess við þurfa."Þeir ganga nú ofan eftir vellinum. Þá er Sveinungur kominn
upp úr klifum neðan úr fjörunni.Og er þeir finnast þá tekur Sveinungur til orða: "Enn stýrir
þú hverft Helgi."Hann svarar: "Svo mun þér það þykja.""Hvert skal nú á leita?" sagði Sveinungur.Helgi svarar: "Mér þykir vanleitað enn í þínum herbergjum."Sveinungur svarar og brosti að: "Hvar mun hann nú verið
hafa?"Helgi svarar: "Það get eg að hann hafi verið í flögu þeirri
er þú veltir fyrst, sú valt þunglegast."Sveinungur svarar: "Þá mundi eg nú ganga þangað og grípa hann
í klær þér."Helgi svarar: "Hafa muntu slægð til þess að koma honum þaðan
á braut og í annað leyni."Sveinungur mælti: "Hvert viltu þá þess leita?"Helgi svarar: "Nú vil eg leita hans niðri í naustahúsi þínu."Sveinungur mælti: "Þetta er miklu ráðlegast að þær gymlur
muni hafa tekið við honum því að þær hafa ráð undir hverju
rifi. Eg á þar fé mart inni og hefi eg byrgt en ef þér látið
hrófið upp þá fel eg yður alla ábyrgð á hendi því að fénaður
er þegar í fjöru en nú er hafrænlegt. Kann hér jafnan það á
að verða í Borgarfirði að flæði féð sem áður er kunnugt. Nú
ef þér látið út féð en eigi inn þá ætla eg yður að ábyrgjast
bæði við hríðum og sjávargangi. Eg á þar skip inni er eg
hvelfdi að hausti. Það eitt er þar fylgsni. Nú munuð þér það
verða úr stað að færa ef þér viljið þar rannsaka. Nú fel eg
yður þar slíka ábyrgð á hendi sem öðru ef nokkuð verður að."Helgi svarar: "Það hirði eg aldrei. Veit eg eigi hvað að
ábyrgð verður. Allt skal nú leita að nýju."Helgi gengur ofan í einstigið en Sveinungur sest niður á
bakkanum og horfir út á sjóinn. Þeir ganga nú að hrófinu og
hleypa út fénu.Þá mælti Helgi: "Jafnt er sem Sveinungur segir, ekki eru hér
fylgsni fleiri en undir skipinu. Skuluð þér höggva hjá
umhverfum skipið. Síðan skal færa úr stað skipið."Þá mælti Grímur: "Ei munum vér þess við þurfa bróðir," sagði
hann. "Stingum vér heldur spjótum vorum inn undir borðin.
Munum vér þá varir við verða ef nokkuð verður fyrir en vér
megum eigi upp koma skipinu nema vér brjótum nokkuð að. Er
það skaði mikill ef brotinn verður svo góður gripur."Þá taka þeir þetta bragð, stanga spjótum alla vega undir
skipið. Þá verður Gunnar var við og þrífur upp innviðuna en
spyrnir í bitana og þar hrökkvist hann að upp en þeir lögðu
fyrir neðan. Fékk Gunnar mikinn þykk af eins manns vopni.
Hann fékk lagið í gegnum lærið fyrir neðan þjóhnappana. Þetta
var mikið sár. Við þennan áverka brá Gunnar sér ekki og ekki
fann sá er hélt annað en hann hefði stungið í snjóinn. Og er
þeir höfðu leitað sem þeir vildu þá ráðast þeir á burt, ganga
úr naustinu og láta eigi féð inn. Þeir ganga upp einstigið.
Situr Sveinungur þar á bakkanum. Hann mælti ekki orð við þá.
Sveinungur var þústinn mjög og litverpur. Stundum var hann
bleikur sem bast en stundum svartur sem jörð. Nær horfðu fram
öll hárin eftir hans haus. Þeir þóttust þá mega sjá að honum
var mikið í skapi og áttu þar ekki við hann fyrir það að þeir
höfðu það fyrir satt að þá mundi Sveinungur hafa tryllst að
þeim ef þeir hefðu Austmanninum náð. Eftir það fara þeir
Droplaugarsynir á burt en Sveinungur vitjar Austmannsins og
færir hann heim á því kvöldi í sín herbergi og bindur sár
hans. Eftir það færir hann Gunnar í jarðhús er hann átti. Það
var eigi heima á bænum.Þeir héldu suður með hlíðinni og stefndu suður til
Dysjarmýrar, komu þar svo að liðið var dagsetur. Þar drápu
þeir á dyr. Þar bjó sá maður er Gunnsteinn hét. Hann var goði
þeirra Borgfirðinga og hafði þar mannaforráð. Gunnsteinn var
samborinn bróðir Sveinunga. Gunnsteinn var manna mestur og
sterkastur, búþegn góður og hinn harðasti í skapi við hvern
sem hann átti. Var það enn og orðtak manna að hann væri í
þvílíkri náttúru sem Sveinungur, að hvorgi væri einhamur.
Þeir bræður kalla út Gunnstein. Hann fagnar þeim vel og býður
þeim þar að vera og það þiggja þeir. Er þeim fylgt í stofu og
dregin af þeim klæði. Þar höfðu menn lokið náttverði. Var
þeim unninn beini góður. Þá sest Gunnsteinn framan að stóli
og spyr að ferðum þeirra og erindum. Helgi segir honum
léttilega frá öllum rekstri þeim er þeir höfðu haft við
Sveinunga um daginn. En er hann heyrði að Sveinungs var getið
þá spyr hann vandlega hversu með þeim hefði farið. En Helgi
segir jafnt sem farið hafði.Enginn maður hafði þá hníf á belti. Þá er menn fóru úti höfðu
þeir tygilhnífa og festu á háls sér. Helgi bregður hnífinum
og ætlar að matast. Hann tekur þann hlut sem eftir var á
diskinum. Það var skammrif eitt. Nú bregður hann hnífi og
ætlar að skera af.Hann mælti þá, Helgi: "Ei er ofsögur sagt um fé þetta er hér
gengur um Miðfjörðu því að mér þykir þetta líkara af nautum
muni vera."Gunnsteinn svarar alls öngvu. Hann seilist upp yfir borðið og
þrífur hönd hina hægri fyrir ofan úlfliðinn og kreistir
höndina svo fast að hann lýr alla hana og úr hrýtur hnífurinn
og niður á borðið. Þá kastar Helgi niður skammrifinu en
þrífur til handarinnar og lítur til Gunnsteins. Hann sér að
Gunnsteinn var svo bleikur í andliti sem nár og fram horfðu
öll hár á höfði honum.Helgi mælti þá við Gunnstein: "Hvort ætlar fjandi þinn að
hamast á oss?"Gunnsteinn svarar: "Ekki mun eg tryllast á þér en halda mun
eg þér þangað til er þú hefur sagt mér með röskleik hvort þú
hefir ekki mein gert bróður mínum."Helgi svarar: "Láttu mig lausan. Ekki mein hef eg gert honum.
Ei fyrir því, slíkur skratti er hann sem þú og eigi ætla eg
hann sé betri.""Trúa mun eg að þú hafir drengskap til að segja satt en ef
öðruvísi er skulum við eigi skildir."Gunnsteinn lætur þá lausa höndina en Helga var svo stirð
höndin að hann kenndi einskis fingurs á þeirri hendi. Hann
sprettur þá upp undan borðinu og allir þeir, ganga innar að
pallinum og setjast þar niður. Enginn þeirra tekur til matar.
Er þá fram borinn maturinn. Fóru heimamenn þá í rekkjur.
Enginn þeirra Helga manna þiggur þar greiða. Leggjast þeir
niður í klæðum sínum og eru þar um nóttina. Og er lifa mun
þriðjungur nætur þá gengur Helgi út. Er þá ljós vegur en
tungl óð í skýjum. Þá snýr Helgi inn og vekur upp menn sína,
segir að allgóður sé vegur.Þeir fara nú burt þaðan og biðja Gunnstein ekki vel lifa,
ganga upp á heiðina. En er þeir komu upp að bæ þeim er í
Fannstóði heitir, sá er efstur í Borgarfirði, þá lýsti af
degi. Þeir ganga upp heiðina. Helgi gekk fyrir en illt var að
fara mjög. Helgi vildi niður setjast og hvílast. Hann skaut
frá sér spjótinu en falurinn lá í knjám honum. Hann sér að
spjótið var allt blóðugt.Þá tekur Helgi til orða: "Satt er það sem mælt er að oft
verður lítils vant og get eg svo hér hafa orðið. Gefast
annarra ráð verr en mín. Þar hefur Austmaðurinn verið undir
skipinu. Hefur hann fengið geig nokkurn af spjóti mínu en
eigi veit eg hversu mikill er. Mundi yfir hafa tekið ef svo
hefði með verið farið sem eg gaf ráð til."Þeir svöruðu: "Förum vér aftur hvatlega og drepum Sveinung ef
vér náum eigi Austmanninum."Helgi svarar: "Hefði hann maklegleika til þess en eigi sýnast
mér þeir bræður hvers manns færi við að eiga. Get eg
Sveinungur muni hafa brögð undir brúnum. Munum vér eigi auðnu
til bera yfir höfuðsvörðum Gunnars að standa er dregur þá
undan er í hvekkingum var með oss. En það er nú satt að segja
að eg hygg að Gunnar sé fárra maki í hreysti og eljun. Mun nú
skilja með oss að sinni."Stendur Helgi þá upp og tekur til göngu. Léttu þeir eigi fyrr
en þeir komu á Arneiðarstaði. Hitta þeir Þorkel Geitisson.
Hann spyr hversu farið hafi en Helgi segir alla atburði svo
sem gengið hafði. Þorkell kvað mjög vaxa ófrið en ekki við
meðalmenn að eiga þar sem þeir voru bræður.Þorkell kvaðst þar hafa setið yfir nafna sínum til hádegis í
Djúpahvammi "en þá er eg lét hann lausan, sneri hann þá heim
til Njarðvíkur."Nú skiljast þeir. Fer Þorkell Geitisson heim í Krossavík en
Helgi fer heim á Arneiðarstaði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.