Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 17

Fljótsdæla saga 17 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 17)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
161718

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Gunnar hét maður. Hann var á vist með Katli. Hann var
Austmaður og hafði komið út um sumarið. Hann var háleyskur
maður að ætt, mikill maður og víglegur, ungur að aldri og
allvel menntur. Hann sat í útibúri fyrir ofan hús. Þar var
inni varningur hans. Ekki hafði hann verið við fund þennan og
ekki hafði hann vitað til að styrjöld sjá hafði verið. Konan
hleypur til búrsins. Þetta var vinnukona hans. Gunnar sat í
dyrum útibúrsins og fiðraði örvar.



Hún tekur til orða: "Satt er það er mælt er að eigi má mann
sjá, hver hvergi er. Mundi Ketill eigi það ætla að hausti er
hann bauð þér hingað að honum mundi enginn brautargangur að
þér verða ef hann þyrfti nokkurs við. En þú ert mannfýla því
meiri er þú liggur inni kyrr sem hundur á hvelpum þar sem
húsbóndi þinn er lagður við velli og margir hans menn. Er hér
kominn ófriðargangur og hafa þeir vegið Ketil."



Gunnar hljóp upp við þessa tíðindasögu og þrífur boga í hönd
sér, leggur ör á streng er hann hafði nýgert.



Hann gengur þá út og mælti: "Hvort eru þessir menn á burt
farnir frá óverkum sínum er þetta hafa gert?"



Hún svarar: "Eigi er það."



"Hvar eru þeir nú þá?" segir hann.



"Þar eru þeir er eftir lifa fyrir sunnan lækinn á vellinum."



Gunnar mælti: "Hvar er hann Þiðrandi? Eg vildi hann sjá."



"Það ætla eg," sagði hún, "að hann sitji á fuglþúfu milli
þeirra bræðra Kórekssona."



Gunnar bendir nú bogann og var það allt jafnskjótt að
strengurinn gall heima við bæinn og Þiðrandi féll á bak
aftur. Kom örin fyrir brjóst Þiðranda og út í millum
herðanna. Gunnar spurði hvað manna sjá hefði verið.



Hún svarar: "Það var Þiðrandi Geitisson."



"Seg allra kvenna örmust. Eigi fékk annan mann vinsælla né
betur að sér. Hefi eg þeim manni bana unnið er eg vildi
síst."



Þorkell Kóreksson spurði Gunnstein bróður sinn hvort hann
væri mjög sár.



Gunnsteinn kveðst hafa sár nokkur "en hvað líður þér
Þorkell?"



"Ekki sár er skaðlegt á mér."



Þá mælti Þorkell: "Nú munum við eigi þurfa Þiðranda að bíða
enda mun eigi ráð heim að leita til bæjarins. Eigi get eg að
við náum hestum okkrum. Munum við og eigi vera mjúkir til
göngu."



Þeir hvelfa skildi yfir Þiðranda þar á þúfunni, ganga síðan á
burt, fara upp til götu, rétta leið upp í brekkur. Þeim fórst
seint því að náttmyrkur var á mikið. Þeir gengu til þess er
þeir komu að brekkum þeim er efstar voru í skarðinu. Þar var
hvammur fyrir sunnan götur og heitir Kiðjahvammur. Á fellur
ofan úr skarðinu og ofan í hvamm. Þar er mikill foss í. Undir
fossinum er hellir mikill. Í þeim helli eru menn oft á
haustum er á fjall er gengið.



Þorkell mælti: "Förum við til hellisins því að mig gerir svo
móðan að eg má eigi lengra ganga."



Þeir fara til hellisins. Er þar hlaðið grjóti fyrir framan.
Gunnsteinn kastar sér niður þegar því að honum var heitt
mjög. Hann verpur af sér klæðum. Þorkell sprettir af sér
belti sínu. Eftir það flettir hann af sér klæðum. Þá falla út
iðrin. Hann sest þá niður og lét Þorkell þar líf sitt. Við
þetta hafði hann gengið allt neðan úr Njarðvík. Nú er
Gunnsteinn einn eftir hjá bróður sínum dauðum. Hann var sár
mjög. Gunnsteinn sá það af sínu ráði að ráðast á burt þaðan.
Hann stendur þá upp og er hann ætlar þaðan til göngu þá var
hann svo stirður að hann mátti hvorugan fót hræra yfir annan
fram. Sest hann þá niður. Verður hann nú þar að vera þó honum
þætti eigi gott.



Þorbjörn kórekur lét illa í svefni þessa nótt. En er hann
vaknar þá fer hann skundandi í klæði.



Hann vekur upp smalamann og mælti að hann mundi fara sendiför
hans "vil eg að þú takir hesta tvo. Vil eg að þú ríðir út til
Óss og ofan í Gönguskarð til hellis þess er þér eruð vanir að
hafa náttból um haustum þá er þér gangið á fjall og vit við
hvað þú verður þar var. En ef þú verður við nokkur tíðindi
var þá þigg eg að eg fengi."



Sauðamaður ríður ofan til Óss og ofan í Gönguskarð. Hann
leitar til ferðar. En er hann kemur ofan í Kiðjahvamm, þar
stígur hann af baki og gengur upp undir fossinn. Hann gengur
inn í hellinn. Þá var lýst af degi. Hann spurði hvort nokkuð
væri þar það sem honum mætti andsvar veita. Gunnsteinn segir
til sín. Sauðamaður spyr tíðinda. Gunnsteinn segir slík sem
orðin eru. Sauðamaður spyr hvort hann mundi fær með honum í
burt. Gunnsteinn kvað eigi annað til þess. Hann vildi þá
brátt út ganga og mátti eigi, nema hann styddist við axlir
honum, öðrum fæti. Hann kemur honum í söðul og ber að honum
klæði og býr um hann sem honum þótti vænlegast, ríður nú upp
yfir heiði og komu heim um hádegisskeið. Þá hafði Kórekur
búið laug. Tekur hann nú og fægir sár Gunnsteins og veitir
honum hægindi slík sem hann mátti.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.