Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 16

Fljótsdæla saga 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 16)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
151617

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Á sjöundu viku sumars býr Þiðrandi heimanferð sína. Hann
ríður við hinn sjöunda mann út með Lagarfljóti og ofan eftir
Hróarstungu og þar yfir fljótið er heitir að Bakkavaði, ríða
út eftir héraði og koma um kvöldið á Kóreksstaði til
Þorbjarnar. Þorbjörn gekk á móti þeim Þiðranda og synir hans
með mikilli blíðu og bauð honum þar að vera svo lengi sem
hann vildi. Hann var þar þessa nótt og gera þeir til hans
ágæta vel. Þeir bræður báðu Þiðranda að hann mundi vilja fara
út til Njarðvíkur og biðja Ketil að hann léti lausan Ásbjörn
en gyldi þó sumarkaup eða ella tæki hann við liði sínu.Þiðrandi kvaðst skyldur að leggja orð til "en eigi nenni eg
að ríðast í meira þar er Ketill frændi minn er til annarrar
handar."Þeir segja að þeim þætti það vorkunn.Eftir nóttina afliðna búast þeir til ferðar tuttugu saman.
Þeir ríða út yfir Ós og ofan í heiði þar er heitir Gönguskarð
í víkinni. Var þá miður aftann er þeir komu í víkina. Þá var
fátt manna heima. Þá var eigi lokið heyverkum en þar var
heyland mikið. Var mannfólk á verknaði en Ketill var einn
heima karlmanna og konur nokkrar. Ketill sat í skála.Nú var sagt í þann mund kæmi að honum skjálfti, sem jafnan
var vant, að hann hrökk af fótum upp svo að gnötraði í honum
hver tönn. Honum var og sá hrollur sem vatni væri ausið milli
skinns og hörunds. Þá mælti hann við konu eina að gera skyldi
eld fyrir honum og vildi hann bakast. Hann kastaði undir sig
gæru einni. Ketill bakast við eldinn.En Þiðrandi og hans menn ríða ofan eftir víkinni. Og er þeir
koma á víkina mjög að bænum þá sjá þeir að maður var upp í
hlíðinni að garðlagi. Hann var í grám kyrtli. Hann hafði
hneppt upp blöðunum á axlir en lykkjurnar héngu niður að
hliðunum og í hvítum torfstakki yfir utan. Hann hafði drepið
á höfuð sér hött. Þeir kenna þennan mann að þar var Ásbjörn
vegghamar. Hann kveður þá ekki. Þeir ríða svo ofan með
garðinum. Mæltu hvorugir við aðra.Þá ríður Gunnsteinn Kóreksson ofan að Þiðranda og mælti:
"Allvænlega lætur sjá maður. Muntu leyfa mér að eg taki
geirnagla úr spjóti mínu og taki af spjótið af skaftinu og
skjóti til hans og viti hversu hann verður við."Þiðrandi mælti: "Gerðu það eigi því að það er fornt mál að
oft hlýst illt af illum og vil eg eigi að þú eigir við hann."Þá snýr hann í halaferðina og af götunni. Þá tekur hann úr
geirnaglann úr spjótinu og skaut til hans með hlátri miklum.
En er Ásbjörn sér að spjótið fer að honum þá hleypur hann upp
við. Skotið kom í kyrtilsblaðið og í lykkjuna og svo út í
blautan garðinn og svo að hann fellur út af garðinum. Hann
sprettur upp skjótt og tekur spjótið og kastar niður en hann
hleypur upp á garðinn og þegar inn yfir. Hann tekur þegar
skeið heim til bæjar. En þegar er hann kemur í túnið þá
hleypur hann í eldaskálann þar er Ketill bakast. Hann kastar
sér upp í sætið gegnt eldinum. Ketill spyr hvað honum væri.Hann svarar: "Vant er að vita hverjum vér skulum fagna.
Ætlaði eg á vori er eg réðist hingað að eg mundi eigi barður
til meiðinga eða með öllu til bana. Eru þeir komnir hér
Kórekssynir. Hefir Gunnsteinn skotið spjóti undir hönd mér og
kom út undir annarri. Nú ætlaði eg að eg mundi hafa heimsótt
höfðingja er þér eruð. En eg sé að enginn er í þér dugur að
þér rekið aldregi vorra harma þó að oss séu skammir gervar."Ásbjörn hafði hátt raddarlag og sárlegt andarlag.Ketill hleypur upp við bræði mikla. Hann þrífur ullskyrtu
sína og kemst í en áður í brókum leistalausum. Voru ilbönd
undir neðan. Ei höfðu menn þá línbrækur í það mund. Ketill
gengur þá þegjandi utar eftir eldhúsinu svo að alla vega
hrauð eldurinn um hann. Hann gengur utar til lokrekkju
þeirrar er hann var vanur að sofa, tekur ofan hjálm og setur
á höfuð sér og sverð í hönd sér, setur skjöld fyrir sig.Eftir það snýr hann út með brugðið sverðið en kastar eftir
umgjörðinni. En í því er hann kom í tún þá ríður Þiðrandi í
túnið og hans menn. Ketill snýr þegar að Þiðranda og höggur
til hans með sverðinu. Þiðranda bar svo nær höggið að hann sá
eigi ráðrúm til að skjóta fyrir sig skildinum. Hann hneppir
sig aftur úr söðlinum og kemur standandi niður. En Ketill
stöðvar ekki höggið að heldur. Þá riðu menn mjög í
standsöðlum smeltum. Ketill höggur um endilangan söðulinn og
tekur í sundur bogana báða og hestinn undir söðlinum. Ketill
höggur þegar annað sinn til Þiðranda. Hann kemur þá skildi
fyrir sig. Ketill klýfur þá skjöldinn fyrir utan mundriða svo
að sverðið nam í vellinum stað.Konur þær er á bænum voru hlupu út þangað er menn voru á
verki. Annar bær stóð þá í víkinni sá er að Virkihúsum
heitir. Þangað hlupu sumar konur því að þar voru enn karlar
nokkrir. Fóru þeir þangað. Þeir urðu alls tuttugu menn.Þiðrandi mælti við menn sína að enginn skyldi bera vopn á
Ketil "en ef nokkur gerir öðruvísu en eg mæli fyrir þá mun eg
bera vopn á hann þó að hann sé af mínum mönnum."Eftir þetta biður Þiðrandi Ketil frænda sinn allra samninga
"hef eg hér aðrar viðtökur en eg hugði til og ef nokkuð er
það í orðið vorum ferðum að yður þykir málþarfa þá vil eg
bótum upp halda svo að þér þyki sæmd í. Nú með því að þú vilt
einskis mín orð meta þá láttu mig njóta móður minnar en
systur þinnar og er meiri ábyrgðarhlutur að halda þessu fram
sem nú hefur þú upp tekið."Ketill þegir við ávallt en Þiðrandi biður hann vægðar einart.
Ketill lætur sem enginn væri annar, en Ketill sækir hann í
ákafa.Þiðrandi mælti: "Hví er nú eigi vel að nú vinni maður það er
má annað? En enginn maður skal bera vopn á Ketil því að hann
mun sefast brátt. En eigi bið eg að þér drepið menn hans."Sem þeir mega þá gera þeir svo. Þá hörfa þeir suður eftir
túninu. Tekur nú að líða aftanin mjög og lægir sólina en
hross þeirra voru hér og hvar því að þar hleypur hver af
hestum sínum sem kominn var. Þá ber suður eftir vellinum,
allt til þess er þeir koma að læk þeim er fellur fyrir utan
garð þann sem liggur fyrir neðan hlaðið. Þá stingur Þiðrandi
fram blóðreflinum og hleypur öfugur yfir lækinn. Þá var
höggvinn af Þiðranda skjöldurinn allur svo að enginn spónn
var eftir nema það er mundriðanum fylgdi. Í þessu höggur
Ketill til Þiðranda og kemur á öxlina hægri og leysir frá
herðarblaðið svo að sá inn í lungun. Þiðrandi hljóp þá ofan
yfir lækinn, tekur sverðið hinni vinstri hendi og höggur til
Ketils og í gegnum hann. Ketill fellur þá dauður til jarðar
en Þiðrandi gengur suður yfir lækinn og að þúfu þeirri er
stendur fyrir neðan götuna er nú heitir Þiðrandaþúfa. Hann
sest þar niður. Þá stóð ekki fleiri manna upp en þeir
Kórekssynir, Þorkell og Gunnsteinn. Allir voru fallnir aðrir
menn Þiðranda. Þeir Kórekssynir settust þá niður hjá honum á
sína hönd hvor. Þeir voru þá móðir mjög. Menn Ketils styrmdu
yfir honum og huldu hræ hans. Eftir það gengu þeir heim
vígmóðir og þó margir sárir.Nú tekur Þiðrandi til orða: "Svo jafnt Gunnsteinn, hversu
þykir þér að fara? Hvað mun nú tjá að lasta það er orðið er?
En farið hefur betur að hér megið þér sjá nú hversu einræðið
kann að gefast en ekki tjáir nú að ávíta þig. En hvað hefir
þú séð til Ásbjarnar félaga þíns um aftan?"Gunnsteinn svarar: "Átt hefi eg annað verkefni en hyggja að
þeim skelmi.""Ekki er mér það þó. Eg hefi ekki svo annríkt átt að eg hafi
eigi augu til sent hvað hann hefur að hafst. Þegar í kvöld er
Ketill gekk út og menn drifu að honum þá kom Ásbjörn út og
hafði hönd fyrir auga og skyggndi til hversu færi á milli
vor. En nú hefur hann farið eftir hermannlega og það hygg eg
nú að hann sé hér nú í vellinum fyrir utan lækinn og ætla eg
að hann fletti mannnáinn einn."Gunnsteinn sér nú hvar hann er og hleypur út yfir lækinn.
Hann hafði sverð í hendi og höggur á hrygginn og tekur hann í
sundur í miðju. Eftir þetta gengur hann til sætis síns.Kona ein gengur út um kvöldið. Það var griðkona.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.