Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 15

Fljótsdæla saga 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 15)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
141516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Maður hét Ásbjörn. Hann var sunnlenskur og þá nýkominn í
Fljótsdalshérað. Hann var fæðingi suður í Flóa. Hann fór
þaðan austur á Rangárvöllu, þá austur á Síðu og léttir eigi
fyrr en hann kemur austur í Fljótsdal. Hann tekur sér þar
vist. Ásbjörn var mikill maður vexti, dökkur á hárslit,
ljótur í andliti og heldur óþokkulegur. Þó slægði marga menn
til að taka við honum því að hann var garðlagsmaður svo
mikill að enginn lagði lag við hann. Ásbjörn átti viðnefni og
var kallaður vegghamar. Ásbjörn hafði verið fimm vetur í
Fljótsdalshéraði er þetta varð til tíðinda og hafði lagið
garða um tún manna og svo merkigarða. Ásbjörn var svo mikill
meistari á garðlag að það er til marks að þeir garðar standa
enn í Austfjörðum er hann hefur reista.



Þorbjörn hét maður. Hann var kallaður kórekur. Hann bjó á
þeim bæ í Fljótsdalshéraði er heitir á Kóreksstöðum fyrir
austan Lagarfljót. Það er í Útmannasveit við hin eystri
fjöll. Þorbjörn átti sér konu. Hún var skyld þeim
Njarðvíkingum. Hann átti tvo sonu. Hét annar Gunnsteinn en
Þorkell hinn yngri. Þorkell var þá átján vetra en Gunnsteinn
hafði tvo vetur um tvítugt. Þeir voru báðir miklir menn og
sterkir og allvasklegir. En Þorbjörn var nú gamlaður mjög.
Hafði Ásbjörn vegghamar verið þar tvo vetur og grætt fé
nokkuð en á hinum þriðja vetri gerir hann bú því að hann átti
ólétta konu. Átti hann áður nokkur börn. Hann leigir land þar
fyrir utan læk það er nú heitir á Hlaupandastöðum en þá að
Sauðlæk. Hann var þar ein misseri. Honum varð illt til fjár
og varð óhægt búið.



Á þessu sumri gerir Ásbjörn vegghamar heimanferð sína út í
Njarðvík á fund Ketils og bað að hann mundi taka við honum
til húskarls. Ketill spyr hví hann vill eigi búa lengur.
Honum kvað þykja óefnilegt að búa við óhægindi mikil.



Ketill svarar: "Of liðmargur þykir mér þú vera."



Ásbjörn kvaðst ekki fleirum leita vistar en sér einum, lést
annað mundu sjá fyrir liði sínu. Ketill spyr hvað hann ætlar
að sjá fyrir liðinu.



Hann kvaðst ætla að hlaupa burt frá "og hingað til þín því að
eg ætla að mér sé lítill ágangur veittur fyrir ríki þínu. Mun
eg konuna láta kjalast við börnin."



Ketill svarar: "Það hafði eg oft ætlað að taka við þér. Mun
eg gera þér á kost. Þú skalt gera garð ofan úr fjalli undan
hömrum og út í sjó. Þetta skaltu vinna til tveggja missera
vistar."



Ásbjörn kvaðst ætla að hann mundi þetta fá fullvel unnið
"munum við þessu kaupa en þú skalt sitja fyrir að eigi sé
fylgt á hann."



Ketill játar þessu. Síðan gerir hann ferð sína upp yfir
heiði, fer eftir rekkjuklæðum sínum en þar hleypur hann frá
liðinu og skyldi af því heita á Hlaupandastöðum. Þá tóku þeir
á Kóreksstöðum við ómegð hans en misstu landsleigu sinnar við
hann og sátu fyrir öllum vandkvæðum.



Ásbjörn tekur til garðlags út í Njarðvík ofan úr fjalli. Hann
vinnur mikil verk á um sumarið en ekki hefur hann venjubrigði
í skapsmunum því að öllum líkaði illa við hann nema Katli
einum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.