Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 9

Fljótsdæla saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 9)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Svo er sagt að Droplaug kunni illa fráfalli Þorvalds og
annaðist mjög sjálf um fjárvarðveislu. En er Bessi spurði
þessi tíðindi þá gerði hann heimanför sína út á Arneiðarstaði
en Droplaug tók við honum forkunnar vel sem hún var vön.



Bessi mælti: "Það er sem þú veist að vinskapur mikill var með
okkur Þorvaldi svo að hvor unni öðrum. Vil eg nú bjóðast til
fjárforræðis með þér. Þar með býð eg Helga syni þínum til
fósturs og því heiti eg þér með að kenna honum slíkt mannvit
sem eg kann."



Droplaug kvaðst eigi nenna að drepa hendi við sæmd sveinanna
"en þó er mér nú að þeim mest yndi allra manna."



Þá var Helgi sex vetra gamall en Grímur fjögra vetra.
Hvortveggi þeirra var snemma roskinn.



Þá svarar Helgi: "Svo ann eg mikið Grími bróður mínum að eg
má eigi við hann skilja. Munum við annaðhvort vera heima
báðir eða fara burt báðir."



Bessi svarar: "Gott þykir mér það að vita að ástúðugt sé með
ykkur. Vil eg að þið séuð þeim stundum með mér er ykkur þykir
það betra. Ann eg ykkur þess jafnvel báðum."



Helgi segir að þeir mundu ýmist vera með honum eða heima til
yndis við móður sína. Nú fara þeir upp með Bessa og er hann
ástsamlegur til þeirra bræðra en lagði þó meira stund á að
kenna Helga íþróttir. Þeir voru þar löngum meðan þeir voru
ungir en því lengrum heima sem þeir voru eldri. Sinn veg var
hvor þeirra bræðra yfirlits. Grímur var hvítur og hrokkinhár
og að öllu sjálegur en Helgi var mikill maður vexti,
ljósjarpur á hár og rauðlitaður, breiðleitur og hinn
kurteisasti, en það þótti helst að yfirlitum Helga að hann
var munnljótur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.