Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Flj ch. 7

Fljótsdæla saga 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Flj ch. 7)

Anonymous íslendingasögurFljótsdæla saga
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Hallsteinn hét maður. Hann bjó á þeim bæ er í Jórvík heitir.
Hann var ungur maður og var þá nýkvongaður. Hann var skyldur
þeim mjög Njarðvíkingum. Við þennan mann var Þorvaldur
ástúðugastur áður hann fór utan. Hann reið til skips þegar
hann spurði útkomu Þorvalds og bauð honum með sér að þiggja
um veturinn með allt sitt föruneyti. Það þekktist Þorvaldur
og fór þangað með fjórða mann, þjónustumann hans og
þjónustumær hennar, en aðrir skiparar vistuðust í hérað upp.
Skipið var upp sett og umbúið.Líður veturinn og situr Þorvaldur í Jórvík með yndi miklu. Og
um vorið réðu frændur hans honum að hann skyldi kalla til við
Ketil bróður sinn að taka við goðorði sínu og mannaforráði.En Þorvaldur kvaðst eigi það mundu gera "því að mér mun það
lítið tjá þó að eg geri það og vinn eg það eigi til virðingar
að deila við frændur mína."Það er sagt að Þorvaldur reið heiman við nokkra menn upp í
hérað og vestur yfir Lagarfljót og upp á strönd og allt þar
til er hann kom á þann bæ er á Vallholti heitir. Þetta land
var lítið að húsum en þó fullbýlisland. Það kaupir Þorvaldur
með fé. Hann húsaði landið og efldi bústað þann og er sá bær
góður kallaður síðan jafnan. Eftir það tekur Arneiður móðir
hennar við búi fyrir innan stokk og allri umsjá. Er þá snúið
nafni bæjarins og kallað á Arneiðarstöðum. Sest Þorvaldur þar
í bú og fékk hann brátt vinsældir miklar. Droplaug skipti sér
ekki af ráðum. Var hún ríkilát mjög. Þótti mönnum mikils um
hana vert. Enginn var Þorvaldur goðorðsmaður, sem fyrr var
ritað, en þó var hann svo vinsæll að nálega vildi svo hver
maður sitja og standa sem hann vildi. Frændur hans hylltust
hann að mjög enda gerði hann sér alla menn að vinum.Maður hét Bessi og var Össurarson. Hann bjó í
Fljótsdalshéraði. Það er fyrir vestan Lagarfljót, þar er
heitir á Bessastöðum, við vatnsbotninn. Bessi átti tvö börn.
Hét son hans Ormsteinn en Þorlaug dóttir. Ormsteinn var
kvongaður og bjó á Víðivöllum hinum syðri en Þorlaug
Bessadóttir var þá ung að aldri. Bessi var spekingur mikill
og var kallaður Spak-Bessi og við hann er kenndur bærinn á
Bessastöðum. Við þennan mann leggur Þorvaldur heitt vinfengi
og svo hvor við annan.Flestir fóru utan með skipinu er út höfðu komið með Þorvaldi
því að hann sendi Björgólfi jarli skipið og þar með mikinn
íslenskan varning.Grímur Hallernuson var eftir á Íslandi því að hann vildi eigi
utan fara. Hann keypti sér land það er að Giljum heitir. Það
er í Jökulsdal neðanverðum. Hann bjó þar tvo vetur og þá tók
Grímur Hallernuson sótt og andaðist og tóku synir hans við
búi og fjárforráðum.En á hinum fyrstum misserum er þau Þorvaldur og Droplaug
bjuggu á Arneiðarstöðum þá fór hún kona eigi ein saman. Líða
stundir fram í líkindum og þar til að hún ól barn og var það
sveinn. Hann var vatni ausinn og nafn gefið og kallaður
Helgi. Sá sveinn óx þar upp með föður sínum og var hinn
efnilegasti. Og enn liðu stundir eigi langar áður þeim varð
annars sonar auðið og var sá nefndur Grímur eftir Grími
Hallernusyni. Uxu þeir nú þar upp báðir bræður og var þeirra
tveggja vetra munur, báðir mjög efnilegir.Fjóra vetur var Arneiður fyrir búi áður hún andaðist. Er þar
haugur hennar fyrir ofan garð og utan. Þá tók Droplaug við
öllum ráðum og varð henni það vel í hag.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.