Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 42

Finnboga saga ramma 42 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 42)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
414243

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Svo er sagt að Finnbogi lét þá fara húskarla sína sex og
hafði hver mann fyrir sig. Finnbogi spurði þá Brand hversu
honum þætti að fara. Brandur kvað eigi mjög lasta þurfa.
Finnbogi kvaðst vilja bjóða honum hin sömu boð sem fyrr og
skildu þeir. Brandur kvað hann enn ekki óttast þurfa og kvað
hann koma í meiri raun mundu um það er þeir skildu. Finnbogi
kvað eigi það til bera að hann óttaðist. Brandur bað menn
sína fara kænlega og ganga upp fleiri jafnfram og sækja að
skarplegar og kvað það skömm að jafnmargir menn skyldu lengi
þurfa að sækja tvo eina menn.



Finnbogi brá þá sverði og varðist vel og drengilega. Varð
hann nokkuð skeinusamari en þeir hugðu til.



Og er þeir höfðu barist um hríð þá mælti Finnbogi: "Menn fara
þar neðan frá sjánum eigi allfáir, vopnaðir og ganga snúðigt.
Er það ætlan mín að þessir menn muni ætla til liðveislu við
mig en í móti yður Brandur og er þá sem ber að hvorir
drjúgari verða."



Brandur kvaðst aldrei hirða um fiskifýlur hans, hvort væru
fleiri eða færri.



Þá mælti Finnbogi: "Menn ríða þar enn og ei allfáir saman
innan með sjánum og heldur geyst. Mun það enn vera af vorum
mönnum. Nú er það bæn mín og boð við þig Brandur að þú þiggir
þann kost sem eg hefi boðið. Vil eg selja þér sjálfdæmi og
ráð einn sætt þann veg sem þér best þykir. Er það ætlan mín
um þá suma er þar eru í ferð að ærið fari geystir ef vér erum
eigi áður sáttir."



Brandur leit til og sá að öllum megin dreif lið að með
geysingi. Sumir hleyptu en sumir runnu, slíkt hver sem mátti.



Þá mælti Brandur: "Aldrei hirði eg um fjörudýr yður hvar þau
fara. En eigi ætla eg þetta spara þurfa að vér ráðum einir.
Mun það mælt að vort erindi verði þó gott ef vér tökum
sjálfdæmi af þvílíkum manni sem þú ert Finnbogi."



Hann kvaðst það gjarna vilja og bað hann þó hafa þökk fyrir,
gekk þegar í mót honum og tókust í hendur og sættust að
þeirra manna vitni er hjá voru.



Var það mjög jafnskjótt að þeir höfðu fyrir skilið og liðið
dreif að. Voru þar synir Finnboga og margir aðrir vinir og
frændur. Voru þeir þegar svo ákafir að þeir vildu veita
Brandi atgöngu og drepa alla. Finnbogi gekk þá í milli og
sagði að þeir voru sáttir, bað þá eigi veita sér ólið í sinni
tilkomu. Varð svo með umtali Finnboga að þeir sefuðust.



Finnbogi bauð Brandi þá til sín og það þá hann. Sátu þeir þar
nær viku glaðir og kátir. Veitti Finnbogi þeim stórmannlega.
Og eftir það bjóst Brandur í brott. Finnbogi spurði þá
Vermund hvort hann vildi heldur vera eftir eða fara með
Brandi.



Vermundur kvaðst heim fýsast "er Brandur svo góður drengur að
eg mun vel kominn í hans föruneyti héðan af. Hefir yður
stórlega vel til mín farið og höfðinglega sem guð þakki
yður."



Býst hann þá til ferðar með Brandi.



Finnbogi mælti þá til Brands: "Nær viljið þér lúka upp gerð
með oss?"



Hann segir: "Það vil eg gera á þingi í sumar. Þykir mér það
metnaðarsamlegast að segja þar upp sætt okkra."



Finnbogi bað hann fyrir ráða. Skilja þeir með blíðu. Ríður
Brandur heim í Austfjörðu og fór Vermundur með honum.



Líður af veturinn og um sumarið ríða menn til þings
fjölmennt. Komu þar Vatnsdælar, Þorsteinn og Jökull og þeir
allir bræður Ingimundarsynir. Þar kom Brandur hinn örvi og
Finnbogi hinn rammi og Eyjólfur halti mágur hans og mart
annað stórmenni.



Það var einn dag að þeir Brandur og Finnbogi fundust og
kvöddust blíðlega. Spurði Brandur um málaferli þeirra
Vatnsdæla. Finnbogi kvað kyrrt allt og ákærulaust. Sagði
Finnbogi honum allt svo sem farið hafði þeirra í millum.
Brandur bauð Finnboga að leita um sættir með þeim og kvað þá
alla fullkomna sína vini. Finnbogi kvaðst það þiggja vilja.
Og einn dag ganga þeir Brandur og Finnbogi og Eyjólfur með
mikla sveit manna til búðar þeirra Vatnsdæla. Fagnaði
Þorsteinn þeim harðla vel og tóku tal sín á milli. Hóf
Brandur þegar þetta mál við Þorstein og bað þá sættast við
Finnboga og kvað Jökul ekki hóf að kunna um áleitni við slíka
menn. Brandur flutti bæði vel og skörulega, kveðst þeim
fylgja vilja er sættast vildi en þeim mótsnúinn er í mót
mælti og bauð sig til umdæmis með þeim.



Jökull var tregur til. En þó við umtal Brands og þá mikla
vináttu er með þeim var og áeggjan bræðra sinna, en þó
þóttist hann illt hafa af beðið í þeirra skiptum en var
ofbeldismaður mikill og fullhugi, þá lyktast þó með því að
þeir sættast heilum sáttum. Skyldi Brandur þar einn skera og
skapa þeirra í millum. Gerði Brandur féskuld nokkura á hendur
þeim bræðrum og guldu skjótt og rösklega. Er svo sagt að
síðan hafi þeir haldið vináttu sinni og skiptust þeir Jökull
og Finnbogi gjöfum við.



Finnbogi mælti þá til Brands, kvað hann þá eigi fresta þurfa
lengur að lúka um gerð þeirra í millum, kvaðst það eigi vilja
undan draga eða seinka lengur.



Brandur segir þá: "Þó að þú sért vitur maður Finnbogi þá
þykist eg þar sjá sumt er þú sérð allt. Eigi var eg svo
heimskur að eg sæi eigi að eg var fanginn og allir mínir menn
þá er lið sótti að oss öllum megin með ákefð þar sem oss gekk
áður illa við þig einn og líkara að vér hefðum eigi sigrast.
Var það meir af ákefð minni og ofbeldi heldur en eg sæi eigi
hvar komið var eða hversu fara mundi. Nú ætla eg að eigi skal
svo mikill munur með okkur að eg geri fé af þér fyrir það er
þú gafst mér líf og mínum mönnum. Þóttist eg meira verður og
þeir allir en einn lítilsháttar maður þó að eg vildi fyrir
metnaðar sakir hafa sæmd af málum við yður. Nú mun eg eigi
minna launa lífgjöfina en heita þér fullkominni minni vináttu
og málafylgd við hvern sem þú átt eða þínir synir og skal
okkra vináttu aldrei skilja meðan við erum báðir uppi."



Finnbogi þakkaði honum sína fylgd og öll sín ummæli með
fögrum orðum. Hann gaf Brandi gripi þá sem honum hafði gefið
Jón Grikklandskonungur. Var það hringur, skjöldur og sverð.
Þakkaði Brandur honum stórlega vel og skiljast þeir þá allir
með hinum mesta kærleik og blíðu.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.