Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 41

Finnboga saga ramma 41 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 41)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
404142

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú skal þar til taka að maður kom á Finnbogastaði til
gistingar sem oft kunni til að bera. Finnbogi spurði þenna
mann að nafni en hann kvaðst Vermundur heita, austfirskur
maður að ætt, kvað föður sinn þar búa. Þessi maður var ekki
mikill vexti, kviklegur og skjótlegur.



Hann bað Finnboga viðtöku, kvaðst vera sekur maður og kvað
Brand hinn örva Vermundarson hafa sektan sig fyrir það er
hann veitti manni áverka honum skyldum "en eg á nú hvergi
traust eða halds von."



En Finnbogi kvaðst lítið gerast um hlaupandi menn og þóttist
illa á brenndur lygðum þeirra "en þó heyrði eg getið þessa á
sumri að maðurinn hafði sekur orðið. Er Brandur ágætur maður
og vinsæll og mun þykja sér misboðið í ef þú ert haldinn."



Þessi maður sótti mjög eftir og bað sér líknar og ásjá og
kvað marga sér þangað hafa vísað en kvaðst lítt að tekinn ef
engi hjálpaði honum. Finnboga þótti lítilmannlegt að synja
honum en leist maður ekki geigvænlegur þó að hann lygi og bað
hann dveljast þar nokkura stund ef hann vildi, kvaðst ætla að
Brandur mundi taka fé fyrir manninn og mundi eigi með kappi
sækja er maður var ekki mikils háttar. Varð hann þessu feginn
og var hægur og fylgjusamur Finnboga.



Líður sumarið og mjög á veturinn og gerði færðir góðar.
Fréttir Brandur þetta að Finnbogi hefir tekið við manninum og
sendir þegar menn á fund hans og bað hann lausan láta manninn
og halda eigi með kappi fyrir sér, kvaðst vilja góðu við hann
skipta og upp gefa sakarstaðinn þann sem til heyrir ef
Finnbogi gerði þetta eftir hans bæn. Finnbogi kvaðst eigi
nenna að láta hann lausan á vetrardegi, kvaðst vilja bjóða fé
fyrir manninn svo að Brandur þættist vel sæmdur af og kvað þá
vel semja mundu þá er þeir fyndust. Fara nú sendimenn aftur
með þessum erindum og verður Brandur stórlega reiður og lét
þau orð um fara að Finnboga skyldi eigi duga að halda þann
mann er hann vildi sækja. Var hann hinn bráðasti og
kappsmaður mikill þegar honum þótti móti sér gert, kvað þá
svo finnast skyldu að Finnboga þætti þessu verr ráðið.
Finnbogi lét sem hann vissi eigi þó að hann heyrði slíkt
talað og gerði enga breytni á háttum sínum.



Líður af veturinn og mjög svo sumarið og situr Finnbogi um
kyrrt. Hann hafði jafnan mannmart með sér og lét flesta
nokkuð stunda, lét mjög sækja sjóinn. Var það auðvelt því að
skammt þurfti undan að róa.



Það var einn dag um haustið að menn voru allir í brottu af
bænum, sumir á sjó en sumir til annarra nauðsynja. Finnbogi
var heima og Vermundur hjá honum og ekki fleira karla.



Þá mælti Finnbogi: "Svo er mér þungt í dag sem þá jafnan er
að sækir nokkuð og skal nú sofa í dag."



Vermundur mælti: "Svo segir mér hugur um sem Brandur muni
eigi ljúga stefnuna og mun honum eigi úr minni munað hvar eg
er niður kominn. Og er það illt bóndi ef þér komið í nokkura
hættu fyrir mínar sakir."



Finnbogi kvað ekki það vera mundu. Kastar hann sér niður og
sefur þegar. Þar var ekki langt mjög meðal fjalls og fjöru.
Voru þar hjallar þrír upp gegnt bænum og mátti þar einum
megin að ríða. Vermundur gekk út og sjást um. Hann sá upp á
hinn efsta hjallann að annaðhvort var hvirfilvindur ella riðu
menn mjög margir saman. Hann gekk þá inn og gerði nokkuð
glamm og vaknaði Finnbogi og spurði hvað hann vildi. Hann
sagði hvað hann hafði séð. Finnbogi bað hann að hyggja og
kvaðst sofa verða enn. Vermundur gekk út og inn og sá þá
mannareiðina. Voru þeir þá komnir á miðhjallann. Hann gekk þá
inn og sagði Finnboga mannareiðina.



Hann kvað það vel vera mega "er hingað jafnan mikil ferð á
haustum að skreiðarkaupum og er nú von þeirra sem mest enda
má eg ekki annað en sofa sem mig lystir."



Vermundur gekk brott og var úti um stund, kom inn og sagði
Finnboga að þeir voru þá komnir á hinn neðsta hjallann "og eg
kenndi Brand hinn örva Vermundarson með hálfan þriðja tug
manna, vel búna að vopnum. Hefir þú vel og stórmannlega mér
veitt sem guð þakki þér. Nú er eg lítils verður hjá yðru
sundurþykki. Vil eg miklu heldur ganga á vald Brands. Er hann
drengur góður og mun honum nokkurn veg vel fara. En hann er
hinn mesti kappsmaður þegar er þrályndir menn eru í móti."



Finnbogi segir: "Ekki munum við hvata að því að gefast upp
fyrir Brandi. Munum vér áður hafast orð við og mun Brandur
þiggja sæmileg boð. En ef hann vill eigi það þá er slíkt
sjáanda. En eg er nú fullsvefta og skal eigi liggja lengur,"
sprettur upp og tekur vopn sín og þeir báðir og ganga út og
upp að brekkunum.



Var þar gil mikið og kambur að ofanverðu og mátti einum megin
að sækja. Gengu þeir Finnbogi þar á upp. Þeir Brandur sáu
mennina er heiman gengu og þóttust þegar vita að Finnbogi
mundi vera er bæði var mikill og sterklegur og víkja þegar
eftir þessum mönnum. Kvaðst Brandur ætla að auðveldleg mundi
verða þeirra ferð.



Hallfríður hafði heyrt viðtal þeirra Finnboga áður þeir gengu
heiman og sendi hún pilt á næstu bæi að biðja menn þangað
koma svo og mátti heyra kall á skipin. Bað hún segja að
Finnbogi mundi manna við þurfa.



Svo er sagt áður þeir koma að Finnbogi hafði leyst upp steina
nokkura. Og er Brandur kom að fagnaði Finnbogi honum harðla
vel. Brandur tók kveðju hans. Finnbogi spurði að erindum.



Brandur kvað honum þau áður kunnig vera, kvaðst sækja mann
þann er hann hafði sektan en kvað Finnboga hafa haldið með
kappi móti sér, kvaðst nú ætla eftir að leita þó að hann
vildi halda "en með því Finnbogi að þú ert ágætur maður fyrir
margra hluta sakir þá vil eg bjóða þér nú sem í fyrstu að þú
látir manninn lausan og nú í mitt vald. Mun eg þá ekki kæra
við þig um bjargir við hann heldur heita þér minni vináttu og
liði ef þú kannt þurfa."



Finnbogi segir: "Þetta er boðið vel og drengilega sem von er
að þér. En þar sem eg lét hann eigi lausan í fyrstu er yður
orð komu til þá vil eg þessu skjótt neita. Vil eg bjóða nú
sem þá, gjalda fé fyrir mann þenna og það umfram að þú ráð
sjálfur féskuldinni. Nenni eg eigi fyrir metnaði, með því er
hann hefir áður verið með mér, að skilja nú ódrengilega við
hann. Mun yður ekki svo mikil slægja að drepa mann þenna þó
að þér fýsist þess."



Brandur segir, kvað mann ekki mikils háttar "en með því að
vér höfum riðið heiman allt hingað til þín þessa erindis en
maður mjög kominn á vort vald er það vænst Finnbogi er þú
leggur mikið kapp á við þenna mann er þér dragi þetta til
dauða. Mun þá eigi þykja ekki vort erindi er vér leggjum þig
við velli."



Finnbogi kvaðst ekki það óttast "er það ráð mitt Brandur að
þú gangir eigi fyrstur til atsóknar í móti mér. Lát heldur
menn þína í frammi meðan húskarlar mínir vinnast til."



"Hvað húskörlum er það?" segir Brandur. "Sé eg ekki menn
fleiri en ykkur tvo þar upp standa."



Finnbogi segir: "Eru hér þó húskarlar mínir aðrir sex, ekki
óknálegir, og eru samnafnar miklir því að steinar heita
allir. Nú láttu í móti þeim jafnmarga þína húskarla og vitum
hvorir þar láti undan öðrum."



Brandur segir, kvaðst ekki mundu bleyðast fyrir því þó að
hann hótaði þeim grjóti.



Er svo sagt að til varð einn af fylgdarmönnum Brands og rann
upp að þeim nöfnum eða ei síður að Finnboga með fagran skjöld
og spjót og ætlaði að leggja til Finnboga. Hann tekur við
einum steini. Þessi maður var sterkur og ætlaði að bera frá
sér skjöldinn. En húskarl Finnboga var skjótleikinn og fór að
snarpt. Getur hann eigi staðist atfarar hans og fellur á bak
aftur og tumbar ofan í gilið og fékk sá þegar bana. Finnbogi
spurði Brand hversu farið hefði með þessum. Brandur kvað sinn
mann hafa ekki gott af fengið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.