Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 40

Finnboga saga ramma 40 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 40)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
394041

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Á næsta ári eftir dráp Þorgríms kom maður til gistingar á
Finnbogastaði. Hann var bæði mikill og sterklegur, svartur og
heldur illmannlegur. Hann gekk fyrir Finnboga og kvaddi hann.
Finnbogi tók kveðju hans og spurði hver hann væri.



Hann kvaðst heita Þorbjörn og vera allra sveita maður
"kannast þá margir við ef heyra viðurnefni mitt. Er eg
kallaður sleggja."



Finnbogi spurði hvert hann skyldi fara.



Hann kvaðst eigi vita gerla, kvað heldur harka fyrir sér "er
eg sekur orðinn og fer eg nú svo sem leitandi þess höfðingja
er mig vildi halda."



Finnbogi spurði hver hann hafði sektan.



Hann kvað þá hafa það gert Vatnsdæla, syni Ingimundar, kvaðst
hafa barnað frændkonu þeirra "er eg því hér kominn að mér er
mikið sagt af stórmennsku þinni. Vil eg biðja þig viðtöku og
ásjá."



Finnbogi segir: "Þú ert grunbrúslegur maður og veit eg eigi
hvort þú lýgur eða segir satt. Verða oss vandsén ráð þeirra
Vatnsdæla og er mér ekki um að taka við þér."



Þorbjörn segir: "Það er svo sem þér segið. Er eg og ekki
dællegur maður kallaður og heldur gildur í flestum hlutum og
óvæginn. Hafa og margir það fundið að mig hefir eigi áræði
bilað en gjörla veit eg hver maður þú ert Finnbogi. Er það
ekki mitt færi að stríða við þig. Er og ekki það í ætlan
heldur hitt að þiggja að yður nokkuð heilræði og ásjá um mitt
mál."



Finnbogi mælti: "Hvað er þér helst lagið til íþrótta?"



Þorbjörn segir: "Íþróttalaus er eg utan það er eg þykist
miklu gildari í verki en aðrir menn."



Finnbogi mælti: "Hvað er þér best hent að vinna?"



Þorbjörn segir: "Slá þykist eg eigi minna en þrír aðrir þeir
er þó eru gildir í verki. Þykir mér og það best að vinna."



Finnbogi segir: "Hvað mun varða þó að þú dveljist hér um hríð
og takir til sláttar? Er hér töðuverk mikið og gengur
húskörlum stórlega lítt."



Þorbjörn kvaðst það gjarna vilja, bað hann búa sér ljá og orf
sterklegra en öðrum húskörlum. Finnbogi gerði svo og tók
Þorbjörn til sláttar og þótti mönnum það með miklum ólíkindum
hvað hann gat slegið. Sá Finnbogi það að hann hafði ekki í
hóli gilt í frásögn um sláttinn. Sló hann bæði mikið og vel.
Var taðan svo loðin að eigi varð minna af að bera. Sló
Þorbjörn jafnan að tveim megin og þótti líkari atgangur hans
tröllum en mönnum.



Og er hann hafði lokið heimatöðunni spurði hann hvað hann
skyldi þá að hafast. Finnbogi bað hann fara þá á gerðið. Kvað
hann það flestum mest við taka. Fór hann á gerðið og lét þar
ganga sem heima. Öllum þótti heldur ódælt við hann en við
Finnboga var hann hinn mjúkasti og aldrei fann hann það að
Þorbjörn mundi um svikræði sitja.



Og þess er getið einnhvern dag að Finnbogi gekk á gerðið og
fagnaði Þorbjörn honum vel. Var þá slegin mjög taðan og
töluðust þeir við um stund.



Þá mælti Finnbogi: "Nú er enn sem fyrr. Svo syfjar mig hér að
eg má víst eigi upp standa. Og víst sækir að nokkuð og skal
sofa."



Þorbjörn mælti: "Gangið heim bóndi og sofið þar."



Finnbogi kastar sér niður á légarðinn og kastar á sig
feldinum og sofnar þegar og hrýtur fast. Þorbjörn sleggja
berst um fast á gerðinu. Hann gengur að brýna ljá sinn og er
hann hefir slegið um stund rennir hann til augum þar sem
Finnbogi lá og þykist vita að hann mun fast sofnaður vera,
gerir hark nokkuð og vaknar hann eigi. Eftir það tekur hann
að slá með ákefð. í annað sinn hvetur hann ljá sinn og gerir
enn hark nokkuð og sefur Finnbogi. Hann fer síðan og slær.
Hið þriðja sinn hvetur Sleggja ljá sinn og miklu mest. Var
léinn bæði mikill og sterkur sem hinir bestu knífar.



Þorbjörn þykist nú eigi þurfa betra færi, hefir ekki annað
vopn en ljáinn, sprettur nú upp og að Finnboga þar sem hann
lá og ætlaði skjótt um að ráða. Og í því hefur hann upp sitt
verkfæri og ætlaði að reka á honum miðjum. Þá hleypur
Finnbogi upp og þrífur um orfið og ætlaði að snara af honum
en það gekk eigi fyrr en þeir skipta því með sér, kasta þá
brotunum og rennast á. Verða þar harðar sviptingar. Skilur
Finnbogi það að hann mun hljóta að kosta afls í móti þessum.
Er þeirra atgangur bæði langur og harður en svo lyktast að
Þorbjörn fellur. Finnbogi spurði þá hvort eigi væri allt hið
trúasta um hans þarkomu. Þorbjörn kvaðst ætlað hafa að eigi
skyldi svo hafa um skipt með þeim.



Finnbogi mælti: "Skil eg að þetta munu annarra ráð fyrir
öndverðu."



Þorbjörn kvað svo vera og kvað Jökul hafa sendan sig og
heitið sér frændkonu sinni með miklu fé "ef eg kæmi fram
ferðinni. Nú vil eg og biðja lífsgriða fyrir það sem eg hefi
illa gert. Mun eg og eigi leita oftar yður að svíkja."



Finnbogi segir: "Þó að þú sért mikill og sterkur þá óttast eg
þó ekki að þú verðir mér að skaðamanni og mun annað fyrir
liggja. En þar sem þeir vilja enn eigi af láta svikræðum við
mig þá er það líkast að umskipti verði með okkur eftir
tilgerðum yðrum allra saman."



Þorbjörn segir: "Ekki skal og biðja lengur. Má enn aldrei
vita hverjir fyrir griðum eiga að ráða."



Hann tekur þá og veitir umbrot svo mikil að Finnbogi hugði
það að hann mundi upp komast undir honum en ekki var vopn til
reiðu. Finnboga var ekki um að láta hann upp, bregður
feldarblaði sínu að barka honum og bítur í sundur, snarar
síðan höfuð hans og brýtur á bak aftur og linast hann heldur
við slíkar byxingar. Síðan leitar Finnbogi að tygilknífi er
hann hafði á hálsi sér og getur veitt honum þar með bana. Og
var bæði að hann hafði unnið mikið enda hafði hann sláttukaup
mikið. Vottaði Finnbogi það síðan að honum þótti tvísýnt
verið hafa hversu fara mundi með þeim og þótti hann verið
hafa hið mesta tröllmenni við að eiga. Er það gerði síðan
kallað Sleggjufall.



Fréttist þetta skjótt víða þar sem Þorbjörn var kunnigur.
Þótti mönnum Finnboga þetta hafa auðnusamlega tekist við
slíkan heljarmann sem að eiga var. Unir Jökull illa við og
þykir mönnum hann því verra af fá sem þeir Finnbogi eigast
fleira við. Líða nú stundir og er allt kyrrt og tíðindalaust.
Situr Finnbogi nú í búi sínu með góðri virðingu. Gerðust nú
synir hans ágætir. Var Þórir jafnan með Möðruvellingum,
frændum sínum.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.