Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 37

Finnboga saga ramma 37 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 37)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
363738

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Á einu sumri kom skip í Hrútafjörð og átti sá maður hálft er
Loðinn hét en hálft átti Gunnbjörn Finnbogason. Fer hann
þegar heim til Borgar og verða þau hjón honum stórlega fegin.
Loðinn fer til Hofs með annan mann og þá vist með Jökli.
Gunnbjörn var hverjum manni meiri og vænlegri og líkur mjög
föður sínum. Var hann þá fimmtán vetra gamall.



Svo er sagt að leikar voru í Hvammi að Bersa er fyrr var
getið. Svo var og jafnan leikið að Hofi. Gunnbjörn reið
jafnan til leika í Hvamm og þótti Finnboga það hvergi betur
er hann fór jafnan einslega, bað hann gera annaðhvort að fara
eigi eða margmennari ella. Bersi var jafnan í illu skapi er
hann kom og lét sem dólglegast.



Það var einn dag er Gunnbjörn reið vestan til Hvamms til
leiks og fjórir húskarlar með honum. Komu þeir í Hvamm og var
kominn fjöldi leikmanna. Þar var kominn Jökull frá Hofi og
hans menn og var talað mart um glímur.



Spurði Jökull ef Gunnbjörn vildi glíma "muntu vera sterkur
maður sem faðir þinn."



Hann kvað lítinn knáleik sinn, kvaðst og eigi vera gamall
mjög.



Þá mælti Bersi: "Það þykir oss ráð að þeir Gunnbjörn glími og
Jökull. Mun hann vera vel knár þar sem hann er son hans
Víðdælagoða að engir skulu nú þora til jafns að leika við.
Finnum vér það Vatnsdælar að Ingimundur er allur en synir
hans þola bæði sínar skemmdir og annarra frænda sinna."



Eftir þetta taka menn til leiks. Var Gunnbirni skipað í mót
Jökli. Gengust þeir að fast og gerðu langa lotu og féll
Jökull á kné. Þá var um rætt að þeir mundu hætta og kalla
jafni. Jökull vill það eigi og gerðu þeir lotu aðra og féll
þá Gunnbjörn á kné. Þá gengu menn að og báðu þá hætta. Jökull
kvað ekki reynt vera. Eftir það taka þeir til hið þriðja
sinn. Gunnbjörn leysir þá til og hleypur undir Jökul og
þrífur hann upp á bringu sér og setur niður innar við pallinn
mikið fall. Þeir Jökull og Bersi hljópu til vopna og voru
haldnir. Eftir það skilja þeir leikinn. Ríða þeir Hofsmenn
þegar í brott og svo Bersi. Gunnbjörn býst og heim.



Ingibjörg hét heimakona þar í Hvammi, væn og vinnugóð og af
góðum ættum. Hún hafði jafnan vel tekið við Gunnbirni og
þjónað honum jafnan er hann kom. Gerði hann og jafnan
margtalað við hana.



Hún gekk að Gunnbirni og bað hann eigi ríða hina sömu leið
aftur sem hann hafði þangað riðið "er það ætlan mín að þeir
sitji fyrir þér."



Hann kveðst það eigi hirða "mun eg ríða sem leið liggur bæði
um Vatnsdal og Víðidal hvort sem eg er lengur eða skemur á
Íslandi."



Ríða þeir brott og þar til er gatnamót er og liggur þá önnur
vestur til Víðidals. Þar hlaupa menn upp fyrir þeim. Var þar
Jökull með hinn níunda mann.



Hann bað Gunnbjörn af baki stíga "skal nú vita hvort þú ert
betur vopnfimur eða glímufær."



Gunnbjörn kvað hvorttveggja með litlu móti. Hleypur hann af
baki og hans menn. Jökull lagði þegar til hans í skjöldinn en
skjöldur hans var öruggur svo að ekki gekk á. Gunnbjörn brá
sverði og hjó til Jökuls og klauf allan skjöldinn öðrum megin
mundriða. Jökull varð ekki sár.



Þar er til að taka sem Finnbogi er heima að Borg. Hallfríður
spurði um daginn hvar Gunnbjörn væri. Finnbogi kvað hann
farið hafa til leiks. Hún kvað slíkt undarlegt að láta son
sinn fara svo einslega í hendur óvinum sínum "við slíka
ójafnaðarmenn sem að eiga er."



Finnbogi kvað þetta satt vera, bað Hrafn litla taka hest
sinn. Það gerði hann. Ríður Finnbogi en Hrafn hljóp fyrir.
Ríður hann vestan sem leið liggur þar til er hann sér
bardagann og í því er hann kom að leggur Gunnbjörn til Bersa
í gegnum skjöldinn og svo í lærið og varð það mikið sár. Þá
lagði Jökull til Gunnbjarnar í skjöldinn en hann var svo
harður að ekki bítur á og stökk af upp spjótið og í
viðbeinað. Og í því kom Finnbogi að og leggur til Jökuls svo
að þegar stóð í beini.



Þá mælti Finnbogi: "Það er nú ráð Bersi að ganga vel fram og
gjalda kinnhestinn."



Hann hjó þá til Bersa og af höfuðið svo snöggt að það kom
milli herða húskarli hans svo að hann féll þegar í óvit.
Eftir það er Finnbogi svo ákafur að hann höggur á tvær hendur
og eigi létta þeir fyrr en fallnir eru fimm fylgdarmenn
Jökuls en hann með öllu óvígur.



Þá mælti Gunnbjörn til Finnboga: "Látum nú vera fyrir því að
þeir eru nú yfirkomnir og með öllu sigraðir. Er þér gott við
það að una að Jökull hefir jafnan með fjölmenni að þér farið
og látið menn sína en borið sig aldrei heilan af ykkrum
fundi. Mundi það og mál manna í Noregi eða annars staðar þar
sem þú ert mest ágættur af hreystiverkum að þér væri
lítilræði í að skipta höggum við Vatnsdæla þó að þú dræpir
hvern að öðrum."



Finnbogi gerir þetta eftir bæn Gunnbjarnar að þeir skilja.
Eru þeir Jökull eftir fjórir lífs og allir mjög sárir. En
þeir feðgar ríða heim með sína menn. Spyrjast nú þessi
tíðindi og er Jökull heim fluttur sár mjög með sína menn.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.