Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 36

Finnboga saga ramma 36 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 36)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
353637

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Svo er sagt þá er kristni var boðuð á Íslandi, sá fagnaður er
öllum hefir mestur orðið, að engi varð fyrr til né skjótari
en Finnbogi hinn rammi að játa því með Þorgeiri móðurbróður
sínum. Var hann og jafnan síðan formælandi það að styrkja og
styðja sem hinir ágætustu menn boðuðu, varð og sjálfur vel
kristinn.Það er sagt eftir fall Bergs hins rakka að Hallfríður fæddi
barn. Lét Finnbogi þegar kalla eftir Bergi frænda sínum. Unni
hann honum einna mest sona sinna.Bersi hét maður. Hann bjó í Hvammi í Vatnsdal. Hann var
skyldur þeim Hofsmönnum. Höfðu þeir kvæntan hann og lagið til
fé með honum. Hafði hann áður verið hleypipiltur þeirra
bræðra en var nú orðinn gildur maður og lagamaður mikill.
Þessi maður eggjaði þá bræður jafnan til mótgangs við
Finnboga. Jökull lá lengi í sárum og varð þó heill.Þess er getið eitthvert sinn að Finnbogi hafði riðið til
Gnúps að finna Sigurð. Og áður hann riði á brott kemur hann í
Hvamm að finna Bersa og mælti: "Svo er mér sagt Bersi að þú
sért mjög spillandi um lyndi frænda þinna og mjög æsandi þá á
hendur mér. En þar sem þú ert lítils verður hjá þeim þá skal
eg svo finna þig eitthvert sinn að þú skalt aldrei þrífast."Bersi segir: "Eg hefi lítið að gert hér til en það skaltu
vita og til eiga að segja að engi skal þér grimmari en eg."Finnbogi sat á baki og reið að honum og sló hann kinnhest svo
að þegar féll hann í óvit og kvað Finnbogi ekki vopn á hann
berandi, bað hann svo annars verra bíða. Ríður hann heim og
lætur kyrrt um.Það var einn tíma að þau Finnbogi og Hallfríður ríða norður
til Ljósavatns. Tók Þorgeir við þeim báðum höndum og varð
þeirra komu stórlega feginn. Litlu síðar kom þar sendimaður
utan úr Vík og sagði Ásbjörn krankan mjög og bað Þorgeir koma
út þangað. En þau vissu eigi að Finnbogi væri þar kominn.
Eftir þetta ríða þau út öll saman. Verður allt fólk þeim
stórlega fegið og var Ásbjörn mjög sjúkur. Skipar hann til um
þá hluti sem hann vildi sín umráð standa láta, sagði að
Finnbogi átti fé að taka allt eftir hans dag og kvaðst honum
unna stórvel að njóta, bað þau hjón gera það tillæti við sig
að láta heita eftir honum, kvaðst þess vænta að nokkur
hamingja mundi fylgja. Eftir það fá þeir honum prest að veita
honum þá hluti er hann þurfti nauðsynlega og síðan þröngir
hann sóttin svo að þar af deyr hann, bjuggust síðan brott með
lík hans og fór fjöldi með utan þaðan.Og er þeir ríða utan um Flateyjardalsheiði og um kambinn
Almannakamb, en annar heitir Finnbogakambur, þá bað Þorgeir
þá stíga af hestum sínum. Var veðrið gott og heitt og mæddust
hestarnir undir börunum. Þeir gerðu svo.Þá mælti Þorgeir til Finnboga: "Með því frændi að það er
líkara að frestist komur þínar norður hingað þá viljum vér
biðja þig að þú sýnir hér nokkura aflraun er bæði eru hjá
frændur þínir og vinir."Finnbogi spurði hvað hann vildi helst að hann gerði "eða
viljið þér að vér glímum?"Þorgeir kvað það ekki gaman mundu vera. Finnbogi leggur þá af
sér kápuna. Var maðurinn bæði mikill og veglegur, miðmjór og
herðibreiður, limaður manna best og hærður vel, hverjum manni
fríðari og hinn kurteisasti og allra manna hermannlegastur
undir vopnum. Og það viljum vér segja að fáir eða öngvir muni
sterkari verið hafa á Íslandi þeirra er einhamir hafa verið.Finnbogi gengur þar að sem einn steinn mikill stóð
jarðfastur. Hann hnykkir upp steininum og sýndist flestum
mönnum ólíklegur til hafs fyrir vaxtar sakir. Hann tekur tvo
steina og leggur á hinn mikla steininn, tekur upp alla saman
á bringu sér og gengur með eigi allskammt og skýtur niður
síðan svo að steinninn gekk eigi skemmra niður en tveggja
álna niður í jörðina. Og heyrum vér það sagt að lítil merki
sjái nú þess hins mikla steinsins en hina sjái tvo er hann
lagði á ofan.Þorgeir bað hann hafa þökk fyrir "er það líkast að þessi
aflraun, þó að þú kallir eigi mikla, sé uppi meðan Ísland er
byggt og þitt nafn kunnigt hverjum manni."Eftir það búa þeir ferð sína og létta eigi fyrr en þeir koma
til Ljósavatns. Var Ásbjörn jarðaður og þótti verið hafa hið
mesta mikilmenni. En það varð ráð þeirra að vilja Þorgerðar
að hún skyldi búa á Eyri með umsjá Þorgeirs bróður síns.Og eftir það býst Finnbogi heim með sitt föruneyti. Þiggja
þau þar ágætar gjafir og skilja með mikilli vináttu og riðu
þá til Eyjafjarðar. Fann Hallfríður þar frændur sína og vini
og þágu góðar gjafir. Síðan ríða þau vestur til Víðidals og
koma heim til Borgar. Varð allt fólk þeim stórlega fegið.Þann sama vetur fæddi Hallfríður sveinbarn og skyldi heita
Ásbjörn og var hinn vænlegasti og þegar hann var nokkurra
vetra sendir Finnbogi hann norður á Eyri til Flateyjardals
Þorgerði móður sinni. Fæddist hann þar upp og kvongaðist og
var hið mesta hraustmenni. Er þar komin mikil ætt frá honum
og stórmenni. Þau Finnbogi áttu og son er Þorgeir hét og
kallaður eftir Þorgeiri goða. Og það vilja menn segja að þau
ættu sjö syni og alla hina efnilegustu menn og hina
hraustustu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.