Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 35

Finnboga saga ramma 35 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 35)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
343536

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Um sumarið býr Bergur skip sitt og ætluðu þau að sigla. Lætur
Finnbogi flytja varnað þeirra til skips. Þorkell og Þóra voru
þá með Finnboga. Og er Bergur er búinn ríða þeir Finnbogi og
Þorkell með honum. Hrafn hinn litli fór og með nokkura
klyfjahesta. Ríða þeir þar til er þeir koma mjög svo vestur
af hálsinum Hrútafjarðarhálsi. Hrafn hafði farið fyrir. Og er
þeir ríða ofan fyrir hálsinn bíður Hrafn þeirra.Finnbogi spurði hví hann færi eigi "eða sérð þú nokkuð til
tíðinda?"Hann kvað heldur það "eg sá hér undir brekkuna ofan fyrir oss
að hestar tveir komu fram með söðlum. Þá hljópu fram tveir
menn með vopnum og tóku hestana og leiddu upp undir brekkuna.
Er það ætlan mín að fyrir yður muni setið og mun vera fleira
manna en eg hefi séð. Er það ráð mitt að snúa aðra leið og
eiga ekki við þá."Finnbogi segir: "Þeir einir munu vera að eigi munu fúsari mig
að finna en eg þá. Verður fundur vor sem má. Eigi skulum vér
bera níðingsorð þetta sinni svo að vér flýjum fyrr en vér
þurfum eða þolum óheyrilegar skammir."Eftir það ríða þeir á einn grjóthól. Sjá þá hvorir aðra. Var
þar kominn Jökull Ingimundarson og Þórarinn frændi hans,
Vilmundur son hans og Kolur ráðamaður. Voru þeir tólf saman
og allir hinir víglegustu. Þeir Finnbogi leystu upp steina
nokkura þar til er þeir koma að.Jökull mælti þá: "Það er nú ráð að minnast exarhamarshöggsins
Kolur."Þá hljóp Kolur fram og lagði spjóti til Bergs og kom í
skjöldinn. Bergur bar af sér skjöldinn við og í því lagði
Jökull til Bergs og í hálsstefnið frammi fyrir hóstinn. Þetta
sá Finnbogi og brá sverði og hjó í sundur spjótskaftið.
Þórarinn sótti að Þorkatli og tveir menn með honum. Þorkell
varðist vel og drengilega og féll við góðan orðstír. Bergur
lagði til Kols í gegnum skjöldinn og fyrir brjóst Kol og féll
hann á bak aftur og í því sló Finnbogi hann með steini í
höfuðið svo að í smán mola lamdist hausinn og fékk hann
bráðan bana. Finnbogi lagði þá til Jökuls í gegnum skjöldinn
og svo lærið og varð það allmikið sár. Vilmundur sótti þá að
Bergi ákaft mjög og tveir menn með honum. Bergur lagði til
annars og í gegnum hann. Í því var annar kominn upp að baki
honum. Bergur snaraðist þá við og slæmdi til hans sverðinu
annarri hendi og tók sundur í miðju. Vilmundur lagði þá til
Bergs og það sér Finnbogi að hann var hlífarlaus og snýr þar
til og í því leggur Vilmundur í gegnum Berg og kippir að sér
sverðinu.Bergur leit til og brosti að og mælti: "Minni verður nú
liðveisla mín við þig Finnbogi frændi en eg vildi og vel
hefir þú alið mig í vetur."Hann vefur að sér klæðin og sest niður. Finnbogi hleypur þá
að Vilmundi og klýfur hann í herðar niður. Jökull leggur þá
til Finnboga en annarri hendi slær hann með sverðinu og af
Bergi höfuðið. Finnbogi hjó til Jökuls svo að í beini nam
stað. Hrafn litli var sár mjög og hafði drepið einn af
fylgdarmönnum Þórarins goða. Þeir sóttu þá fimm að Finnboga.
Hann hjó þá til beggja handa og gekk í móti þeim hið
drengilegasta. Þórarinn gekk fast að móti. Var hann fullhugi
og rammur að afli. Finnbogi sló hann með steini og kom utan á
vangann og steyptist hann þegar. Finnbogi hjó eftir honum og
tók hann sundur í miðju. Varð hann þá mannskæður.Og er þeir höfðu barist um hríð þá sáu þeir tíu manna reið og
riðu ákaflega mikið. Voru þeir þar komnir bræður Jökuls og
gengu þegar í milli þeirra. Jökull var þá óvígur og harðla
mjög sár. Stóðu þeir fimm upp og allir mjög sárir. Finnbogi
var móður mjög en ekki sár.Þórir mælti: "Hér eru orðin tíðindi mikil og óþörf."Finnbogi svaraði: "Orðin eru þau að eg mun aldrei bætur bíða
og það hafði eg ætlað nú að við Jökull mundum eigi oftar
finnast þurfa. En nú mun það á yðru valdi."Þórir kvað þá hætta skyldu. Duga þeir þá að þeim mönnum er
lífs var von. Finnbogi flytur heim Berg frænda sinn og heygir
hann skammt frá Borg. Stendur þar enn haugur hans.Spyrjast nú þessi tíðindi og þykir fundur hinn harðasti
orðinn og Finnbogi hafa enn sýnt það að hann er afburðarmaður
annarra manna í sinni framgöngu.Döllu þótti mikill skaði um bónda sinn. Hún bað Finnboga fá
sér Gunnbjörn son sinn til fósturs, þótti sér það yndi að
hafa með sér nokkurn Bergi skyldan. En með því að Finnbogi
vissi að hún var rík mjög og stórauðig og það annað að hún
hafði sárt af beðið og mikið af hlotið þeirra fundi þá lætur
hann þetta eftir hennar bæn, fær henni í hendur Gunnbjörn son
sinn. Var hann þá sex vetra eða sjö. Hann fékk henni og í
hendur fimmtán hundruð mórend og fimmtán vararfeldi og sendi
Bárði á Grænmó. Eftir það fór hún utan og átti hinn besta
garð. Skar hún Gunnbirni þegar skrúðklæði og skarlat. Hún fór
norður á Grænmó og færði Bárði bónda gjafirnar. Leist Bárði
allvel á sveininn.Og það var einn dag að Bárður spurði hvort Gunnbjörn vildi
glíma við annan pilt. Hann bað Döllu ráða. Síðan glíma þeir
þrjár lotur og þótti Bárði mjög jafni og bað þá hætta.
Gunnbjörn kvaðst eigi hætta vilja og hleypur undir og rekur
niður svo að þegar gengu í sundur þrjú rifin í piltinum. Hann
kvaðst þá hætta vilja. Bárður kvað eigi logið til föðurins og
gaf honum gullhring er stóð sex aura og kvað gott í vonum
síðar að hann mundi afbragðsmaður verða, kvað þenna verið
hafa fimmtán vetra og þó hinn knáasta en Gunnbjörn var þá
átta vetra. Eftir það fara þau á brott með hinum bestum
gjöfum.Vex Gunnbjörn upp með Döllu þar til að hann er tólf vetra.
Var hann þá svo mikill og sterkur og mikið afbragð annarra
manna.Rauður hét víkingur er beðið hafði Döllu og hafði Gunnbjörn
fyrir sest skarplega og hafði Rauður brott farið í illu
skapi. Nú er svo komið að Dalla fær Gunnbirni skip og leggst
hann í hernað og er hverjum fræknari í framgöngu. Herjar hann
á víkinga hvar sem hann kemur fram. Og að áliðnu sumri
finnast þeir Rauður víkingur undir ey einni. Slær þegar í
bardaga með þeim. Hafði Rauður dreka ágætan. Var hann bæði
harður og illur viðureignar. Fellur lið af hvorumtveggjum.Þá mælti Gunnbjörn: "Viltu glíma við mig Rauður?""Hversu gamall ertu?" segir Rauður."Eg er nú tólf vetra," segir hann."Þá þykir mér til lítils vera eða engis að glíma við þig en
þó skaltu ráða."Eftir það taka þeir að glíma lengi og er Gunnbjörn aflaminni
og forðar sér meir. Rauður sækir með ákefð og þar til að hann
mæðist. Gunnbjörn sækir þá eftir megni þar til er Rauður
fellur. Gunnbjörn hafði einn tygilkníf á hálsi er fóstra hans
hafði gefið honum og með því að hann hafði ekki vopn til þá
tekur hann þenna litla kníf og sker af Rauði höfuðið með.
Eftir það tekur Gunnbjörn dreka þann hinn góða og allt það
góss er Rauður hafði átt en lætur fara menn í friði með sitt
góss og kalla þeir hann hinn besta dreng. Fer hann um haustið
til fóstru sinnar, sitja þar um veturinn glaðir. Skortir eigi
fé og gott yfirlæti.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.