Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 34

Finnboga saga ramma 34 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 34)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
333435

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Grímur hét maður er bjó á Torfustöðum. Hann var ungur maður
og ókvongaður. Var faðir hans dauður. Hann var vel ættaður og
var gervilegur maður. Þau voru skyld mjög og Véfríður kona
Sigurðar að Gnúpi. Grímur bað systurdóttur þeirra bræðra að
Hofi og þau ráð skyldu takast um veturinn. Er þar boðið
mönnum til. Grímur var og mjög skyldur Möðruvellingum og
fyrir því bauð hann þeim Finnboga og öllum þeim sem þau vildu
með sér fara láta. Þeir bræður, Þórir og Þorsteinn, buðu og
Finnboga. Hann kvað mága sína hafa boðið sér áður en kvaðst
kunna þeim þökk fyrir.



Líða nú stundir og vetrar. Gerir veður hörð svo að rekur á
hríðir. Og þann sama dag er til boðsins skyldi koma búast
þeir frændur, Finnbogi og Bergur, en ekki var áreitingur að
fleira mætti fara. Síðan ráðast þeir til ferðar. Gekk
Finnbogi fyrir þar til er þeir koma að Vatnsdalsá. Var hún
allólíkleg til yfirferðar. Var krapaför á mikil en lögð frá
löndum. Þeir binda saman vopn sín og höfðu loðkápur fótsíðar.
Bergur hafði engi orð um en þótti ólíklegt að þeir mundu yfir
komast. Og eftir það leggjast þeir til sunds báðir. Bað
Finnbogi Berg halda undir belti sér. Leggst hann svo að
hrýður um krapið og með færleik hans komast þeir yfir ána og
ganga þar til er þeir koma til Hofs.



Voru boðsmenn allir komnir. Ganga þeir inn. Eldar voru stórir
í eldskálanum og sátu þar nokkurir menn á langhnökkum. Voru
þeir þar allir bræður. Kolur hét maður. Hann var ráðamaður að
Hofi, mikill maður og sterkur og hinn ódælasti. Þeir ganga nú
innar hjá eldinum. Gekk Finnbogi fyrir. Og er þeir koma gegnt
þar sem Jökull sat þá stingur hann höndum við Bergi og
hrindir honum og stakar hann að eldinum og ber hann að honum
Kol er hann annast um eldana. Hann hrindur Bergi þegar og bað
hann eigi hlaupa á sig. Finnbogi sér það og þrífur annarri
hendi loðkápuna milli herða Bergi og réttir hann upp annarri
hendi með öllum vopnum en annarri hendi styður hann á herðar
Jökli og steðjar upp yfir hann með öllum sínum búnaði og kom
standandi niður og undruðust allir þenna færleik. Þeir hljópu
þá upp bræður og tóku við vopnum þeirra og vosklæðum en fengu
þeim þurr klæði. Og eftir það gengu þeir til bekkjar Gríms
brúðguma. Sat Finnbogi á aðra hönd honum. Fór veislan fram
hið besta og að lokinni voru gjafir gefnar. Þórir gaf
Finnboga stóðhross þau er eigi voru í Vatnsdal önnur betri en
Þorsteinn gaf honum hjálm og spjót, góða gripi. Finnbogi
þakkaði þeim vel.



Og er menn voru búnir gekk Bergur hinn rakki að Kol og slær
exarhamarshögg í höfuðið og féll hann þegar í óvit. Hlaupa þá
hvorirtveggju til vopna. En með því að margir urðu
meðalgöngumenn þá skilja þeir að sinni.



Og um sumarið eftir kemur skip af hafi það hið sama sem
Bergur átti. Og þetta sama sumar skorar Jökull Finnboga á
hólm en Þorsteinn Bergi hinum rakka og þessu játa þeir og
ákveða dag nær þeir skulu finnast.



Og er að þeirri stundu kemur segir Dalla þeim frændum að
henni gast ekki að þessi ætlan "skal eg gera það veður að
hvorki yður né öðrum mönnum sé úti vært."



Finnbogi bað hana eigi það gera, kvað þá skömm mundu alla ævi
uppi vera ef þeir gengju á heit sín og mundi þeim virt til
hugleysis. Dalla kvaðst á það hætta mundu heldur en hún
missti bónda síns. Og eigi varð að hégóma. Svo mikil hríð kom
á að það var með miklum ólíkindum hver stormur var eða
snjáfall. Var og svo sagt að Finnboga þótti allillt en það
ætlaði hann að engi þeirra mundi koma. Þá sitja þeir heima.
Veðrið hélst þrjár nætur og er upp létti þóttust menn engan
stað sjá snjóvarins. Það spurðist og að þeir Hofssveinar
höfðu komið á mótið og það með að Jökull hafði reist Finnboga
níð allhæðilegt þar sem þeir skyldu fundist hafa.



Spyrjast nú þessi tíðindi og þykir mönnum allmjög þetta hafa
á orðið fyrir Finnboga og afturdrepa mikil hans virðingar.
Sjálfum honum þótti þetta svo illt að engan hlut hafði honum
þann til handa borið að hann yndi verr við og lagði hina
mestu fæð á Döllu.



Líður nú af veturinn. Þau Finnbogi áttu þrjá syni. Hét einn
Gunnbjörn, annar Þórir, þriðji Eyjólfur og voru allir hinir
vænlegustu menn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.