Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 32

Finnboga saga ramma 32 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 32)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
313233

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það er eitthvert sinn að Þorkell mælti til Þóru: "Nær ætlar
þú að finna föður þinn sem þú hést honum?"Henni kvaðst harðla gott þykja hann að finna en kvað það
hugboð sitt að hún sæi eigi síður fyrir hans kosti þó að þau
sætu eigi síður heima þar en rækjust annars staðar.Þorkell segir: "Veit eg að þú mælir þetta sakir vinar þíns
Jökuls en eg óttast hann alllítið og skal ekki fara að
síður."Og einn morgun snemma var Þorkell á fótum og spurði Finnbogi
hvað hann skyldi. Hann kveðst skyldu ríða með Þóru norður í
Bólstaðarhlíð.Finnbogi kvað það ráð að ríða hvergi "veit eg að Þóra vinkona
mín mun mig ráða láta."Hún kvað það satt. Þorkell kvaðst ráðinn til að fara ef
Finnbogi bannaði eigi.Hann kvaðst eigi banna vilja "en spurt hefi eg að Jökull reið
norður til Skagafjarðar fyrir fám nóttum. Þykir mér eigi vita
mega hversu ferðir yðrar ber saman."Eftir þetta ríða þau vestan tvö saman og einn hlaupandi
sveinn með þeim, ríða þar til er þau koma í Hlíð. Var við
þeim tekið harðla vel.Maður er nefndur Þórarinn. Hann bjó á Víðimýri í Skagafirði.
Hann var mikilmenni og goðorðsmaður og átti son er Vilmundur
hét. Þórarinn var skyldur þeim Hofssveinum og var hin mesta
vinátta með þeim Jökli en öllum öðrum þótti Þórarinn hið
mesta illmenni og ofmetnaðarmaður mikill. Jökull var þá
kominn á Víðimýri.Og er hann hafði þar eigi lengi verið spyr hann af hlaupandi
mönnum að Þorkell og Þóra kona hans voru komin í
Bólstaðarhlíð. Og litlu síðar býst hann heim að ríða.
Þórarinn undraðist er hann vildi svo skjótt ríða, kvað hann
slíkt gera undarlega og ófrændsamlega við sig. Jökull kvaðst
þá fara vilja. Þórarinn reið þá á leið með þeim vestur í
skarðið til bæjar þess er í Vatnshlíð heitir og eftir það
hverfur hann aftur en þeir ríða þrír saman þar til er þeir
koma í Bólstaðarhlíð. Var þá áliðinn dagur nokkuð. Ein kona
var úti og heilsaði vel Jökli því að hún hafði oft séð hann.
Hann spurði hvort Þorkell væri þar. Hún kvað svo vera."Þá skaltu," segir Jökull, "biðja hann út ganga. Seg að eg
vil finna hann."Hún gerði svo. Sátu þeir mágar í stofu. Var fátt manna heima.
Svartur hét nautamaður Þorgríms bónda, bæði mikill og
sterkur. Þorgrímur bað Þorkel fara varlega. Þeir tóku vopn
sín báðir og gengu út. Þorgrímur var þá gamlaður mjög.
Þorkell heilsaði Jökli.Hann segir: "Þess skaltu nú vís verða hversu heilan eg vil
þig" og lagði til hans spjóti og stefndi á hann miðjan.Og í því hljóp út Svartur nautamaður og hafði stálhúfu á
höfði mikla og ákaflega forna og skjöld fyrir sér en ekki
hafði hann höggvopn annað en hann reiddi mykireku sína um
öxl. Og er Svartur sér athöfn Jökuls slær hann þegar til hans
með rekunni og í sundur spjótskaftið milli handa Jökli.
Jökull bað hann fara þræla armastan.Svartur mælti: "Ef þú ríður eigi skjótt á brott skal eg slá
annan við eyra þér."Þorkell lagði þá spjóti til Jökuls og í skjaldarsporðinn svo
að hann klofnaði og hljóp spjótið í rist Jökli og varð það
allmikið sár. Fylgdarmenn Jökuls sóttu að Þorgrími. Jökull
hljóp þá að baki Þorgrími og hjó með sverði í höfuð honum.
Hann hafði hjálm á höfði og beit eigi sverðið heldur en með
skíði væri slegið. Jökul undraði þetta mjög því að það sverð
hafði hann reynt áður allvel bíta. Þorkell lagði þá til
fylgdarmanns Jökuls og þegar í gegnum hann.Þá mælti Þorgrímur: "Það er ráð Jökull að ríða heim. Mun þér
þetta verða engi sæmdarför að sinni."Jökull sá að þetta mundi svo fara með því að hann mæddi mjög
blóðrás og það að Svartur stóð með reidda rekuna og var búinn
að slá hann með og þótti honum það mest svívirðing. Og við
þetta allt saman stígur Jökull á bak og ríður brott við annan
mann og unir stórilla við sína ferð, kemur heim og er lengi
áður en hann verður græddur. Spyrjast nú þessi tíðindi og
þykir Jökull hafa illt af beðið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.