Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 29

Finnboga saga ramma 29 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 29)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
282930

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þorvaldur hét maður. Hann var kallaður moðskegg. Hann bjó svo
nær Borg að nær var ekki á milli og var það kallað í
Garðshorni. Hann var gamall og óvinsæll mjög. Hann þótti vera
illmenni mikið og kallaður eigi einhamur. Finnboga var lítið
um hann og ætlaði þá og þá að reka hann á brott og fórst það
fyrir. Var hann torsóttur við að eiga og leiðendur mjög.
Öllum var lítið um byggð hans.Líða nú stundir þar til er Finnbogi hefir búið að Borg svo
lengi að son hans var annar fimm vetra en annar þrevetur.
Voru þeir báðir efnilegir. Var Álfur hávaði mikill en
Gunnbjörn kyrrlátur mjög. Það höfðu þeir til gamans jafnan að
þeir fóru í Garðshorn og glettust við Þorvald og gerðu honum
marga bellvísi. Hann var skapillur móti og kveðst skyldu
berja þá. Þeim þótti því meira gaman sem hann var verri
viðfangs. Ragnhildur bannaði þeim þetta oft og gerði henni
það ekki.Það var einn dag er þeir komu í Garðshorn og var hurð aftur
en Þorvaldur var inni og gerði hornabrækju mikla.Álfur kallaði hátt: "Er Moðskegg inni? Lúktu upp hurðu."Hann segir: "Þið skuluð aldrei hér inn koma."Álfur mælti: "Nú muntu gera nokkuð illt og ertu hinn versti
maður sem sagt er og eigi einhamur og ertu tröll þó að þú
sýnist maður."Það þolir hann eigi og hljóp út og tók sinni hendi hvorn
sveininn, slær niður við steininum svo að rýkur heilinn um.
Þetta sér Finnbogi og hleypur að þangað. Þorvaldur ræðst í
mót honum og verður þar atgangur bæði langur og harður. Þótti
Finnboga hann bæði illur og harður undir höndum svo að honum
þótti tvísýnt hversu fara mundi. Það varð þó um síðir að
Moðskegg féll. Svo var Finnbogi þá móður orðinn að hann náði
eigi sverðinu og var þó harðla skammt frá honum. Síðan varð
honum það fyrir að hann lagðist niður að honum og beit í
sundur barkann í honum og svo hefir hann sagt síðan að hann
hafi eigi við meira fjanda átt en honum þótti Moðskegg vera.
Þá er hann hefir fyrir honum séð fór hann heim og sagði
Ragnhildi þessi tíðindi. Hún kvað þá farið hafa eftir hugboði
sínu þá er hún fór frá Ljósavatni. Síðan tók hún sótt og lá í
rekkju allan veturinn. Og þetta allt saman þröngdi hana þar
til er hún deyr af. Eftir þetta unir Finnbogi lítt. Síðan fór
hann norður til Ljósavatns og segir Þorgeiri frænda sínum
þessi tíðindi.Það sumar kom skip af hafi og þau tíðindi af Noregi að Ólafur
konungur var kominn í land og boðaði sanna trú en Hákon af
lífi tekinn. Þá er þetta spurðist fýstist Finnbogi utan og
hugðist svo mundu helst af hyggja þeim harmi er hann hafði
beðið. Þorgeir latti hann utanferðar, bað hann heldur
kvongast og staðfesta ráð sitt "vil eg að þú biðjir dóttur
Eyjólfs á Möðruvöllum er Hallfríður heitir. Mun þá yðvar í
milli verða góð vinátta."Finnbogi bað hann ráða. Síðan safnast þeir saman frændur og
riðu á Möðruvöllu. Þeir biðja dóttur Eyjólfs til handa
Finnboga. Hann svarar þeim málum vel því að hann vissi hvert
afbragð hann var annarra manna og hverja sæmdarför hann hafði
farið til Hákonar jarls og fengið hina ágætustu hans
frændkonu. Tekur hann þessu glaðlega og heitir konunni. Síðan
bjuggust þeir við veislu. Eru öxn felld og mungát heitt,
mjöður blandinn og mönnum boðið. Fór sú veisla vel fram og
stórmannlega og gáfu þeir frændum sínum og vinum góðar
gjafir.Og að liðinni veislunni ríður Finnbogi vestur til Borgar í
Víðidal með konu sinni. Takast nú ástir með þeim hjónum. Var
hún kvenna vænst og skörungur mikil. Þá er þau höfðu verið
ásamt ein misseri áttu þau son þann er Gunnbjörn hét. Hann
var harðla vænn snemmendis að áliti. Finnbogi hafði aldrei
færri menn með sér en tólf þá er vel voru vígir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.