Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 27

Finnboga saga ramma 27 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 27)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
262728

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Svo er sagt að á öndverðum vetri bjóst Finnbogi heiman og
Hrafn hinn litli með honum og ætluðu út á Eyri. Þorgeir kvað
óvarlegt að fara þannig einslega við slíkan þykkjudrátt sem
þeirra í milli var. Finnbogi kvaðst óhræddur fyrir það fara.
Síðan fóru þeir tveir samt. Gekk Finnbogi með vopnum, hafði
hjálm á höfði, skjöld á hlið og gyrður sverði, spjót í hendi.



Og er þeir komu á utanverða heiðina mælti Hrafn: "Sérð þú
nokkuð til tíðinda Finnbogi?"



Hann kvaðst eigi það sjá að honum þætti tíðindum gegna "eða
hvað sérð þú til tíðinda?"



"Eg sé," segir hann, "fram undir brekkuna að upp taka
spjótsoddar fimmtán og er það ætlan mín að fyrir þér muni
setið vera. Og er það mitt ráð að við snúum annan veg. Mun
engi á þig leita meðan þú veist eigi hvað fyrir er."



Finnbogi segir: "Eigi munum við það af ráða. Má það vera að
það sé glens þeirra sveina að vilja hræða okkur."



"Viltu þá," segir Hrafn, "að eg hlaupi á Eyri og segi eg
föður þínum?"



"Það vil eg eigi", segir Finnbogi, "meðan þú veist eigi hvað
þú skalt segja."



Síðan hljóp Finnbogi fram á kamb einn. Hann var stórlega hár
og mátti einum megin að sækja. Finnbogi hefir nú leyst upp
steina nokkura. Þá komu þeir synir Brettings og synir Inga,
voru þeir allir sterkir að afli og fullhugar, og með þeim tíu
menn aðrir, frændur þeirra og vinir, og allir hinir
hraustustu menn. Finnbogi heilsar þeim öllum glaðlega og spyr
hvert þeir ætluðu.



Þorsteinn kveðst ætla að þá skyldi verða fundur þeirra sá að
hann þyrfti eigi að spyrja "skal nú vita hvort þú ert því
hraustari sem þú þykist fyrir öðrum mönnum."



Finnbogi bað þá að ganga fimm bræður og reyna með sér. Þeir
neituðu því. Finnbogi bað þá gera það er þeir vildu.
Þorsteinn hljóp þá fram og lagði til Finnboga með spjóti.
Hrafn hinn litli hljóp fram og laust í sundur spjótskaftið.
Þorsteinn brá sverði og hjó til Finnboga. Hann klauf
skjöldinn öðrum megin mundriða og hljóp sverðið á rist
Finnboga. Hann sló Þorstein með steini og féll hann þegar í
óvit. Finnbogi hjó þá á hálsinn og af höfuðið. Og í því lagði
Sigurður Brettingsson til Finnboga þar sem hann var
hlífarlaus fyrir og kemur það í lærið og sker út í gegnum.
Það verður mikið sár. Finnbogi leggur þá í skjöldinn og í
gegnum hann og nístir hann niður við klakann. Grímur hljóp þá
fram með exi harðla mikla og ætlaði að færa í höfuð Finnboga.
Hann brá við skjaldarbrotinu og drepur undir höggið en slær
sverðinu á öxl Grími og klýfur hann í herðar niður. Síðan
gengu þeir fram synir Inga, Þórir og Grímur. Þeir báðu menn
að sækja drengilega.



Þá mælti Finnbogi til Hrafns: "Far þú nú á Eyri til Ásbjarnar
því að nú veistu hvað þú skalt segja."



Hann brá við skjótt og fór slíkt sem fætur mega af taka.



Þeir sækja að Finnboga en hann verst vel og drengilega. Er
það sagt að þeir falla báðir synir Inga. Þeir sækja hann nú
tíu en hann verst einkar vel og drengilega.



Það er nú að segja frá Hrafni. Hann kom á Eyri og sagði
Ásbirni þau tíðindi sem orðið höfðu. Hann brá við skjótt og
fór með sétta mann þar til er þeir börðust. Var svo komið að
Finnbogi sat á kambinum og varðist svo með sverðinu. Þeir
sóttu þá að honum þrír og allir sárir mjög. Þegar þeir sáu
Ásbjörn forðuðu þeir sér og leituðu undan. Finnbogi var mjög
yfirkominn bæði af sárum og mæði. Hafði hann drepið þá tólf
en þrír komust undan og mjög sárir. Heitir þessi kambur síðan
Finnbogakambur. Eftir það færði Ásbjörn Finnboga á Eyri og
græddi hann. Fréttist þessi atburður og þótti mönnum undarleg
vörn sjá og lofuðu mjög hans vörn og hans fræknleik. Þessa
menn kölluðu þeir fallið hafa óhelga en Finnbogi verið
saklaus og varið hendur sínar. Síðan fór Finnbogi heim til
Ljósavatns og sátu þar um veturinn í góðum náðum. Var nú allt
kyrrt og tíðindalaust.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.