Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 10

Finnboga saga ramma 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 10)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
91011

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Það sama sumar kom skip af hafi. Því skipi stýrði sá maður er
Bárður hét, víkverskur að kyni. Þetta skip kom á Knarrareyri.
Bárður stýrimaður fór til Ljósavatns og þá vist með Þorgeiri
goða.Þenna tíma réð Hákon jarl fyrir Noregi. Var þá virðing hans
sem mest og ríki.Þenna vetur var Bárður á vist með Þorgeiri. Finnbogi var þar
jafnan því að frændsemi þeirra var hin besta. Um vorið sagði
Finnbogi Þorgeiri frænda sínum að hann vildi utan fara um
sumarið með Bárði stýrimanni.Þorgeir mælti: "Þó að oss þyki góð hérvist þín frændi þá mun
ekki tjá að telja þig því að það mun fyrir liggja. En það
hygg eg þig hafa af frændum þínum að þeir hafa mjög orðið
fyrir áleitni af mönnum og öfund en þó muntu þykja hinn
frægasti maður hvar sem þú kemur."Síðan riðu þeir á Eyri og bera þetta upp fyrir Ásbirni. Hann
kveðst gjarna vildu að hann væri heima heldur hjá honum "nú
af því að hann mun ráða vilja ferðum sínum þá vil eg eigi
gera þetta móti honum heldur en annað."Þeir réðu honum fari með Bárði stýrimanni. Gerðist hann
stýrimaður að hálfu skipinu. Þá er þeir voru búnir fluttu
þeir Ásbjörn og Þorgeir til skips það er Finnbogi átti. Hann
hefir ekki mikið fé. Skiljast þeir nú með kærleikum miklum.Kippa þeir nú upp akkerum og sigla í haf. En þá er þeir höfðu
siglt nokkur dægur tekur af byri og gerir á fyrir þeim
hafvillur og vita þeir eigi hvar þeir fara.Þar kemur er haustar og stærir sjóinn. Og einn tíma ber þá úr
hafi og að landi. Var það síð dags. Þeir sáu ekki nema björg
og boða stóra svo að brast í björgunum. Nú með því að veður
stóð að landi harðla mikið keyrir þar að skipið og brýtur í
spón. Týnast menn allir utan Finnbogi kemur einn á land með
vopnum sínum og húðfati. Þar var forlendi lítið og sér hann
ekki nema björg og hamra. Hann gengur nú með björgum þeim
nokkura hríð og þar að sem kljúfast björgin og þar féll ofan
lækur í sjó og þar leitar hann upp á björgin og við færleik
hans kemst hann upp og var þá myrkt af nótt. Hvorki skorti
frost né vind. Fraus að honum klæðin öll. Þar var harðla
snjámikið. Kastaði hann nú húðfatinu á bak sér og gengur á
land upp. Og er hann hefir gengið um hríð kennir hann
eldsdaun og litlu síðar kemur hann að bæ einum. Það var
mikill bær og veglegur. Hann setti niður húðfatið og gengur
heim að dyrum og heyrir hann það að mart er manna inni. Þeir
sitja við elda. Hann lýstur á dyrin. Maður tók til orða og
bað að einnhver sveina gengi til dyra. Þeir kváðust eigi
hirða þótt svo berði allar nætur. Finnbogi laust annað högg
og var það sýnu meira. Þessi bað þá lúka upp dyrum. Þeir
kváðust eigi það mundu gera þó að tröll berji allar nætur.
Hann sló höggið þriðja og svo hart að öllum brá við.Búandi hljóp upp við og kvað þá eigi meðalóvini vera er þeir
vildu eigi til hurðar ganga þó að menn kveddu "mun sá einn
úti vera er betra mun inni þykja í slíku sem nú er."Síðan tók hann exi í hönd sér og gekk til dyra. Hann heilsar
gestinum og frétti hann að nafni. Hann kvaðst Finnbogi heita
og vera Ásbjarnarson og íslenskur maður.Bóndi segir: "Hvenær komstu hér til lands?"Finnbogi segir: "Eg kom hér í kveld.""Þú munt haft hafa harða landtöku?" sagði bóndi.Finnbogi kvað brotið skipið "en týndust menn allir og fé en
eg kom einn á land eða hvar hefir oss að landi borið?"Bóndi segir: "Yður hefir borið að Noregi heldur norðarla, við
Hálogaland. En sá bær er þú ert að kominn heitir á Grænmó."Þá fréttir Finnbogi: "Hvað heitir bóndi sjá?"Hann segir: "Eg heiti Bárður.""Ertu hér formaður á Hálogalandi?"Hann kvað svo vera.Þá spurði bóndi: "Hversu gamall maður ertu Finnbogi?""Eg er nú sextán vetra."Bóndi mælti þá: "Engan hefi eg séð slíkan sextán vetra gamlan
og vera mun þér fleira vel gefið en vöxtur og vænleikur eða
er hann íslenskur faðir þinn?""Nei," segir Finnbogi, "hann er héðan af Hálogalandi
ættaður."Bóndi mælti: "Ertu son Ásbjarnar Gunnbjarnarsonar dettiáss?""Það er satt," kvað hann.Bóndi segir: "Þaðan er mér úlfs von er eg eyrun sé. Er það þó
ráð að ganga inn og vera hér í nótt."Finnbogi gerði svo. Var tekið við vopnum hans og klæðum og
voru honum fengin þurr klæði. Var allt fólk við hann vel
kátt.Um morguninn var Bárður snemma á fótum og vakti Finnboga upp
"er það sýnna að fé sé upp rekið nokkuð."Finnbogi stóð upp og gengu til sjóvar og var sem Bárður gat
að mestur þorri var á land rekinn fjárins. Lét Bárður allt
heim færa og svo að duga sem hann ætti sjálfur og var það
stórmikið fé.Bárður bauð Finnboga þar að vera svo lengi sem hann vill. Var
hann þar um veturinn, sat í góðu haldi að eigi vantaði.
Bárður veitti honum harðla vel. Þar var mannmart og hin mesta
gleði. Finnbogi var góður af fénu enda skorti þá eigi til með
því að hann var stýrimaður og tók fé allt eftir skipara sína
sem þá voru lög til þann tíma.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.