Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 9

Finnboga saga ramma 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 9)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Hrafn hét maður. Hann var ungur maður og frændi Ásbjarnar og
heimamaður. Hann var frár mjög. Hann kom aldrei á hest hvert
sem hann fór. Það er sagt að þeir Finnbogi og Urðarköttur
ráðast heiman um vorið og ætluðu að heimta saman skuldir
þeirra norður um dali og riðu þeir tveir en Hrafn litli hljóp
fyrir. Ríða þeir til Ljósavatns um kveldið. Tekur Þorgeir við
þeim báðum höndum og býður þeim þar að vera svo lengi sem
þeir vildu. Þeir töluðu mart og voru glaðir og vel kátir. Sá
Þorgeir að Finnbogi var hinn ágætasti maður að öllu og vel
skapaður. Og um daginn eftir verða þeir síðbúnir og ríður
Þorgeir á leið með þeim ofan með Djúpá og ríða þeir Finnbogi
í Fell um kveldið. Þar bjó þá Drauma-Finni son Þorgeirs. Var
hann spakur maður og vitur. Hann var eigi sammæddur við aðra
sonu Þorgeirs. Hann var finnskur að móðurkyni og hét Leikný
móðir hans. Hann tók harðla vel við þeim. Marga hluti tala
þeir spaklega.



Um morguninn bað Finnbogi þá ríða snemma "skulum vér þá
dveljast hér hjá yður er vér fórum aftur því að mér virðist
Finnur vitur maður."



"Lítill kostur er nú við yður að taka en þó mun minni er þér
farið aftur."



Síðan riðu þeir út frá Felli. Og er þeir hafa skammt riðið
mælti Finnbogi: "Næsta gerir mér kynlegt."



Urðarköttur sá til hans og mælti: "Stígum af baki því að eg
sé að þú ert fölur mjög og má vera þá að af þér hefji."



Þeir gerðu svo, létu hestana taka niður. Og er stund leið bað
Finnbogi þá ríða og kvað af sér hefja, ríða út á fellið og
koma undir einn stein mikinn.



Þá mælti Finnbogi: "Hér munum vér við nema og má vera að hér
gerist nokkuð til tíðinda í vorri ferð," stíga af baki og
skjóta tjaldi af steininum fram. Sest Urðarköttur undir höfuð
honum.



Þá mælti Finnbogi: "Það er líkast að til eins dragi um oss
félaga að engi vor komist með lífi til Noregs. En þér
Urðarköttur hefir vel farið til mín og allra vor. Mundu það
sumir menn mæla í mínu landi að þig hefði happ hent í þessum
fundi. Með því að eg vinnst eigi til þér að launa þá skal
eigi af draga það er til er. Hér eru vopn þau er faðir minn
gaf mér. Vænti eg þóttú komir til Noregs eða á önnur lönd
nálæg færðu eigi betri. Nú vil eg þau gefa þér og þar með fé
það er þú hafðir af skipinu það er eg átti og það er eg tók
af hásetum að lögum. Þá vil eg gefa þér nafn mitt. Og er eg
ekki spámaður en þó get eg að þitt nafn sé uppi meðan
veröldin er byggð. Má mér það mest sæmd og mínum frændum að
svo ágætur maður taki nafn eftir mig sem eg skal ætla að þú
verðir með því að mér verður lítið ætlað."



Hann þakkaði honum vel þessa gjöf. Eigi sat hann lengi yfir
honum áður hann dó. Finnbogi sendi Hrafn til Fells. Kemur
Finnur þar og grófu hann niður undir steininum og er hann
síðan kallaður Finnbogasteinn. Síðan fóru þeir heim í Fell.



Kvað Finnur farið hafa eftir getu sinni "sá eg það þó að
maður væri vænn og velmenntur að þó var hann nú feigur."



Er Finnbogi þar nú með Finni frænda sínum nokkurar nætur.
Síðan ríða þeir upp til Ljósavatns og sögðu Þorgeiri frænda
sínum tíðindin og hverja sæmd hann hafði fengið. Varð Þorgeir
þessu harðla feginn. Hann kveðst fyrir löngu það hafa honum
spáð að hann mundi afbragð annarra manna verða. Sitja þeir
frændur nú harðla glaðir og vel kátir. Lét Þorgeir nú heimta
saman fé það er hann átti.



Síðan riðu þeir á Eyri allir samt. Kann þá maður manni að
segja hver afburðarmaður hann er annarra manna. Þykir þeim
Ásbirni og Þorgerði nú gott til að frétta því að honum vill
nú flest til virðingar og sæmdar. Ríður Þorgeir heim en
Finnbogi situr heima með föður sínum á Eyri og vel haldinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.