Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 8

Finnboga saga ramma 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 8)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
789

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Á einhverju hausti gerðist það vandi Urðarkattar að hann gekk
út hvert kveld er yfir kom en eigi inn fyrr en langt er af
nótt. Vita menn nú eigi hvað hann gerir.



Einn aftan kom hann inn. Þá var Ásbjörn kominn í sæng og allt
fólk hans. Urðarköttur gekk að sænginni og spurði: "Hvort
sefur faðir minn eða eigi?"



Hann kveðst vaka "eða hvað viltu?"



Hann segir: "Eg hefi gengið út sjö kveld í samt og séð hina
sömu sýn hvern aftan. En það veit eg eigi hvað það er. Nú
vildi eg að þú gengir út og hygðir að, því að þú ert skyggn
maður."



Ásbjörn stóð upp og gekk út með honum.



Urðarköttur mælti: "Eg sé lýsu nokkura til hafsins svo sem eg
sé lengst. Þykist eg vita að það er nokkurs konar eldur."



"Hvers getur þú til," segir Ásbjörn, "að vera muni?"



"Eigi veit eg," segir Urðarköttur, "því að eg er ungur og
kann eg á fá skyn. En heyrt hefi eg sagt af þeim mönnum er
illa eru staddir á sjó að þeir brenni vita og sjái þar langt
til. Eg þóttist í fyrsta kveld gerst sjá en svo hefir minnkað
sem á leið."



Ásbjörn segir: "Þetta er líklega getið eða hversu viltu nú
með fara?"



Hann segir: "Það vildi eg að þú léðir mér skútu þína og menn
með. Vil eg forvitnast til hvað þetta er."



Ásbjörn kvað svo vera skyldu. Urðarköttur bjóst þegar í stað
og bar út á ferjuna það er honum þótti nauðsynlegast þurfa að
hafa. Fara húskarlar þrír og hann hinn fjórði. Þeir róa út á
Skjálfanda en Urðarköttur stýrði.



Þá er þeir hafa róið um stund þá mælti Urðarköttur: "Nú
skuluð þér stýra en eg skal róa og vita hvort nakkvað vill
fram ganga."



Þeir gerðu svo. Fór einn til stjórnar en Urðarköttur reri
einn. Það sjá þeir að honum gengur miklu meira en hinum
þremur. Hann rær lengi og gekk mikið.



Þá mælti Urðarköttur: "Nú skuluð þér róa en eg mun stýra."



Þeir gerðu svo. Þeir taka að róa en hann stýrði. Og er þeir
höfðu róið um stund þá hljóp upp einn þeirra og mælti: "Þar
er bæði er vér þolum hart til er vér róum í alla nótt enda
mun nú mikið eftir taka því að eg hygg að vér sjáum hval
nýsprunginn."



Urðarköttur kveðst ætla að það væri eigi hvalur "en þó munum
vér eigi upp gefa róðurinn."



Og er þeir nálgast kenna þeir að það er kaupskip og er þá
harla mjög sigið. Þeir stinga að stafni og bera festar upp í
skipið. Síðan ganga þeir upp í skipið. Sjá þeir að vitinn
hefir brenndur verið og var þá brunnið mjög tréið. Þeir
þykjast sjá að þar mun hörð aðkoma. Tekur Urðarköttur í höfuð
manni einum og finnur að sá er dauður. Allir menn á skipinu
eru dauðir. Hann gengur fram eftir skipinu og á þiljunum sér
hann hvar stendur silkitjald og vel búið húðfat er í
tjaldinu. Urðarköttur gengur að og tekur á manninum er þar lá
í húðfatinu. Hann kennir að sjá maður mun lifa.



Hann fréttir þá: "Hvort lifir þú góður maður?"



Hann kvað það satt vera.



Urðarköttur segir: "Hvert er heiti þitt eða hvaðan eruð þér?
En það þykist eg sjá að þér munuð af hafi komnir vera þótt
eigi hafi greitt til tekist."



Hann segir: "Eg heiti Finnbogi en Bárður faðir minn og er
hann víkverskur maður. Eða hver er sjá maður er oss er kominn
að finna?"



Hann segir: "Eg heiti Urðarköttur."



Finnbogi mælti: "Það er undarlegt nafn."



Þá frétti Urðarköttur: "Hvað mun fleira lifa manna yðvarra á
skipinu en þú?"



Hann kvað þá níu á lífi er hann fór að sofa.



Urðarköttur frétti: "Hvað hefir yður mest angrað?"



Hann segir að fyrst hefði þeim angrað stórviðri en síðan bæði
drykkleysi og matleysi "hefir og mart að bilað reiða vorum,
brutum stýrið en skipið fullt af austri."



Urðarköttur lét nú bera menn þá er lifðu út í skútuna. Svo
margir voru þeir sem Finnbogi hafði sagt. Skorti þar eigi
mjólk og aðra hluti þá er þeim voru skjótastir til lífs þótt
hann hefði vitað fyrir hvers við þurfti.



Þá mælti Urðarköttur: "Nú skaltu Finnbogi fá mér lukla þá sem
að ganga kistum yðrum og skal taka gripi þá alla er bestir
eru."



Þeir gerðu svo. Urðarköttur var mikilvirkur svo að hann hljóp
aftur og fram eftir skipinu og valdi það af öllu sem honum
þótti best og bar út í skútuna svo sem hún mátti við taka.
Síðan þeir voru búnir reru þeir brott og halda sama logni þar
til er þeir koma heim á Eyri. Gengur Ásbjörn mót þeim og
fagnar þeim vel, þótti þetta hafa orðið hin mesta gæfuferð og
lætur þeim veita hjálpir og skipar þeim á bæi.



Finnbogi fór á Eyri og tveir menn aðrir. Sat Urðarköttur dag
og nótt að næra þá. Er það sagt að allir menn deyja þeir er á
skipinu voru nema Finnbogi. Hann hresstist og er hinn vænsti
maður, bæði mikill og sterkur. Hann átti ágæt vopn, sverð og
skjöld, hjálm og brynju. Var hann stýrimaður og átti að taka
fé allt eftir háseta. Er hann þar um veturinn vel haldinn.
Urðarköttur er honum fylgjusamur. Þeir selja varnaðinn um
Flateyjardal og norður um Kinn. Líður af veturinn og verður
ekki fleira til nýlundu á þeim misserum.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.