Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 6

Finnboga saga ramma 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 6)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
567

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Svo er sagt að vinskapur mikill var með þeim Ásbirni og
Þorgeiri goða og mágsemd. Gerði hvor öðrum veislur og
skiptust þeir góðum gjöfum við. Og svo ber að eitthvert haust
að Ásbjörn bauð Þorgeiri mági sínum til sín og hann kemur með
marga menn og tók Ásbjörn við honum vel með mikilli blíðu.
Var þar veisla hin besta.



Urðarköttur hafnar ekki vanda sínum um komur á Eyri. Hleypur
hann þangað hvern dag og svo gerði hann enn þenna dag er þeir
sátu að veislunni. Hann er nú umfangsmikill og glímir við
griðkonur. Þær taka nú fast á móti honum og ganga að honum
fjórar og varð nú mikið hark. Hann dregur þær innar í stofuna
og gangast þar að fast. Þetta þótti mönnum mikið gaman að sjá
atgang þeirra. Svo lauk hann við að hann felldi þær allar og
lék þær illa. Og þá er þau höfðu lokið leik sínum stóð hann á
gólfinu í búnaði sínum. Var það skinnstakkur og krækill er
hann hafði hvern dag í hendi.



Þorgeir horfði á hann langa stund og mælti síðan við Ásbjörn:
"Hver er sveinn sjá er hér er kominn?"



Ásbjörn segir: "Það ætla eg son þeirra Gests og Syrpu frá
Tóftum."



Þorgeir mælti: "Það er ólíklegt og má það ekki vera."



Þá kallar hann á Urðarkött. Hann gekk þegar til hans og
settist niður á einn stokk er stóð fyrir honum.



Þorgeir mælti: "Hver ertu skinnstakkssveinn?"



Hann segir: "Eg heiti Urðarköttur og er eg son þeirra Gests
og Syrpu er búa hér út að Tóftum."



Þorgeir segir: "Hversu gamall maður ertu Urðarköttur?"



Hann sagði, hann kveðst vera tólf vetra gamall.



Þorgeir mælti: "Þú ert mikill maður og gervilegur og svo vel
skapaður að jöfnum aldri að eg hefi engan höfðingjason séð
jafnan þér fyrir allra hluta sakir."



Þá mælti Ásbjörn bóndi: "Það muntu þá mæla mágur er þú sérð
Syrpu og Gest, feðgin hans, að þau séu allóhöfðingleg því að
engi mun séð hafa slík svín sem þau eru bæði. Og er það undur
er þú talar við engan mann nema Urðarkött. Skil eg það að þér
þykir mikils um vert það er hann er fagurt skapaður."



Þorgeir roðnaði mjög og mælti: "Það hygg eg mér mikla þörf að
tala hér um nokkuð en þó er það mitt hugboð að þér liggi eigi
minna við hér um að tala."



Þorgeir frétti enn Urðarkött: "Viltu fara eftir þeim Gesti og
Syrpu? Seg að eg vil finna þau."



Hann kveðst eigi fara mundu "veit eg að þú lætur sem þú munir
fá mér aðra móður eða föður. Munu þau þér enga þökk fyrir
kunna enda veit eg eigi að mér sé önnur móðir betri eða faðir
en þessi þótt það væri meir til metnaðar."



Síðan var maður sendur eftir þeim og vildu þau eigi fara.



"Mun nú það fram koma," segir Syrpa, "sem mér hefir lengi
hugur sagt að hann Urðarköttur mundi illt af því hljóta er
hann hljóp þangað á Eyri hvern dag og lét sem það eitt væri
að gera að harkast þar."



Nú er Þorgeiri sagt að þau vildu eigi fara.



Þá mælti Þorgeir: "Ger nú fyrir mína bæn að þú lát þau hingað
koma en eg skal veita þér það er þú biður mig."



Urðarköttur mælti: "Eigi mun eg það gera nema þú heitir því
að þau fari eigi hryggri af þínum fundi en þau koma."



Þorgeir jáði því að kaupa vel við þau. Eftir það fór hann
heim og bað þau fara með sér "skal eg því heita meðan eg er á
dögum að ykkur skal eigi fé skorta ef eg verð nokkurt sinn
meira góss ráðandi en nú er eg."



Syrpa segir: "Ekki mun gera við að sporna. Það mun fram koma
sem betur er þó að okkur þyki móti skapi og skal fara víst."



Og er þau komu á Eyri settust þau niður á einn stól fyrir
Þorgeiri og Urðarköttur milli þeirra.



Þá mælti Þorgeir: "Það er hugarboð mitt Syrpa að Urðarköttur
sé ekki ykkar son. Er hér ekki seinna um að gera. En
annaðhvort seg sem háttað er, og hafið þar fyrir þökk og
vináttu mína, ella verður þú að þola harðindi og verður þó
satt að segja."



Syrpa mælti: "Svo fremi er upp komið að sá mun nú grænstur að
segja satt og eftir því sem farið hefir."



Síðan sögðu þau sem orðið var en allir hlýddu vel til þeir
hjá voru.



Þorgeir mælti: "Það ætla eg að þið munið nú satt segja."



Þá frétti Þorgeir Þorgerði hversu langt frá því væri er hún
fæddi barn. Hún kvað liðið hafa tólf vetur. Hann spyr hvort
hún léti út bera. Hún kvað svo verið hafa.



"Hví gerðir þú það?" segir Þorgeir.



Hún sagði að hún þyrði eigi "fyrir reiði og grimmleik bónda
míns Ásbjarnar. Voru þetta hans ráð og unni eg svo mikið
sveininum að eg vildi gjarna hafa upp fætt."



Þorgeir mælti til Ásbjarnar: "Viltu mágur við ganga þessum
unga manni að hann sé þinn son og taka hann heim til þín og
halda hann sem sjálfan þig?"



Ásbjörn segir: "Það veit eg eigi hver hann á en það má eg að
gefa honum mat sem öðrum mönnum ef þér sýnist það ráð."



"Ertu eigi föðurlega við hann eða lætur hann hafa það er hann
vill þá skilur það okkra vináttu því að eigi kann eg að sjá
ef hann ber eigi snöggt af þínum frændum og mínum. En þeim
Syrpu skal fá tólf hundruð fríð fyrir fúlgu Urðarkattar. Skal
eg gjalda hálft en þú hálft. Skal þeim að þessu hafa orðið
hin mesta sæmd og gæfa."



Fara þau Gestur heim og líkar allvel. Urðarköttur er nú eftir
á Eyri og upp dubbaður og rifið af honum það er hann hafði
áður og fengin bestu klæði. Og þóttist engi hafa séð
jafnfríðan mann og að öllu vel skapaðan. Þótti nú öllum
Þorgeir hafa aflað þeim hinnar mestu sæmdar og gæfu. Og eftir
þetta fer Þorgeir heim með föruneyti sitt. Skiljast þeir
mágar vel.



Er Urðarköttur nú heima á Eyri. Er Ásbjörn fár við hann og þó
vel en móðir hans veitir honum allt það er hann vill með
hinni mestu blíðu. Venst hann nú við íþróttir allar þær er
karlmann má prýða. Svo fer fram um hríð. Líða af þau misseri.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.