Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 4

Finnboga saga ramma 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 4)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Gestur kom á Eyri og sagði Þorgerði að Syrpa fóstra hennar
hefði barn fætt og kvað hvorki vera mat né hvíluklæði.
Þorgerður undraði þetta mjög og hugði að fóstra hennar mundi
svo gömul að hún mundi eigi barn mega eiga, hefir um þetta
fátt orða en lætur fara slíkt er hún þurfti. Syrpa var hin
hraustasta og vildi ekki að aðrar konur þjónuðu henni. Tekur
hún af allan búnað af barninu þann sem á var og var sá miklu
ágætari en hún þyrði að hafa. Tók hún tötra og bjó um sem
herfilegast.



Það fréttist nú hvorttveggja að barn þeirra Ásbjarnar og
Þorgerðar var út borið og þótti það óheyrilegt bragð svo
ríkra manna og göfugra sem þau voru, svo það að Syrpa hafði
barn fætt og þótti þeim mönnum það ólíkindi er vissu aldur
hennar. Ásbjörn kom heim af þingi og voru honum sögð þessi
tíðindi. Lét hann vel yfir og var nú gott samþykki með þeim
hjónum.



Svo er sagt að þau Gestur og Syrpa ala upp barnið. Vex hann
svo skjótt að varla þótti líkindi á. Svo var það barn fagurt
og frítt að allir hugðu það að aldrei ættu þau Gestur það
barn. Þá spurði Gestur Syrpu hvað sveinn þeirra skyldi heita.
Hún kvað það maklegt að hann héti Urðarköttur þar sem hann
var í urðu fundinn. Hann óx dagvöxtum. Syrpa gerði honum
söluvoðarbrækur og hettu. Hana gyrti hann í brækur niður.
Krækil hafði hann í hendi og hljóp svo úti um daga. Hann var
þeim þarfur í öllu því er hann mátti. Þau höfðu mikla ást á
honum. Þá er hann var þrevetur var hann eigi minni en þeir að
sex vetra voru gamlir. Urðarköttur rann oft til fjöru og voru
fiskimenn vel til hans og hentu mikið gaman að honum. Hafði
hann jafnan góðar hjálpir heim til fóstru sinnar Syrpu. Oft
kom hann á Eyri og var þar óvinsæll fyrir griðkonum
Þorgerðar. Barði hann á þeim eða krækti fætur undan þeim með
staf sínum en þær báðu honum ills og voru harðorðar mjög. Oft
sögðu þær Þorgerði. Hún lagði fátt til og bað að hann skyldi
njóta fóstru sinnar Syrpu og vera vel við hann. Aldrei ber
hann svo fyrir augu Ásbjarnar að hann láti sem hann sjái hann
og æmtir honum hvorki vel né illa. En allir aðrir undruðu
hann ef hann væri sonur þeirra Gests og Syrpu svo ámátleg sem
þau voru bæði en hann var bæði mikill og fríður og vel knár.



Oft bað Syrpa að hann skyldi eigi koma á Eyri "því að mér
segir það hugur að þar muni eg nokkuð illt af hljóta en mér
tjóar það eigi að banna þér."



Urðarköttur kvað eigi svo vera mundu. Líður nú þar til að
hann var sex vetra. Þá var hann eigi minni en þeir að tólf
vetra voru og að engu óþroskulegri.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.