Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Finnb ch. 1

Finnboga saga ramma 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Finnb ch. 1)

Anonymous íslendingasögurFinnboga saga ramma
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Ásbjörn hét maður. Hann var kallaður dettiás. Hann var
Gunnbjarnarson Ingjaldssonar. Mikill maður var hann og
sterkur og vænn að áliti. Hann bjó í Flateyjardal á bæ þeim
er heitir á Eyri. Ásbjörn var kvæntur maður og átti Þorgerði
systur Þorgeirs Ljósvetningagoða. Hún var kvenna vænst og
skörungur mikill. Var þá ríki Þorgeirs bróður hennar sem mest
og sona hans. Ásbjörn var norrænn að ætt og hinna ágætustu
manna. Hann hafði stokkið út hingað fyrir valdsmönnum og
þoldi eigi þeirra ójafnað og endemi sem margur annar gildur
maður. Ásbjörn hafði goðorð um Flateyjardal og upp til móts
við Þorgeir mág sinn.



Brettingur hét maður. Hann bjó á Brettingsstöðum í
Flateyjardal. Hann átti þá konu er Þóra hét. Þeirra son hét
Þorsteinn, annar Grímur, þriðji Sigurður.



Maður hét Ingi. Hann bjó að Jökulsá í dalnum. Sigríður hét
kona hans. Þau áttu tvo sonu. Hét annar Þórir en annar
Grímur. Þessir voru allefnilegir og gervilegir menn og
hraustra manna. Var Ásbjörn landnámsmaður og svo þeir er fyrr
voru nefndir.



Ásbjörn átti dóttur er Þórný hét. Hennar bað Austmaður sá er
Skíði hét. Ásbjörn vildi eigi gifta hana. Þá er Ásbjörn var
riðinn til þings um sumarið hafði Skíði tekið í brott meyna
með ráði Þorgerðar móður hennar. Hann flutti hana til Noregs
og gerði þar brullaup til hennar. Var hann mikilhæfur maður
og átti frændur ágæta og hina bestu kosti. En þá er Ásbjörn
kom heim af þingi varð hann reiður mjög að mærin var brott
tekin, bæði Þorgerði og Austmanninum. Var hann fályndur og
fastlyndur og hinn mesti ólundarmaður ef hann yrði reiður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.