Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 65

Eyrbyggja saga 65 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 65)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
646566

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Snorri goði bjó í Tungu tuttugu vetur og hafði hann fyrst
heldur öfundsamt setur meðan þeir lifðu stórbokkarnir,
Þorsteinn Kuggason og Þorgils Hölluson, og enn fleiri hinir
stærri menn þeir er óvinir hans voru. Kemur hann og víða við
sögur aðrar en þessa. Hann kemur við Laxdæla sögu sem mörgum
er kunnigt. Hann var hinn mesti vinur Guðrúnar Ósvífursdóttur
og sona hennar. Hann kemur og við Heiðarvíga sögu og veitti
mest manna Barða eftir Heiðarvíg annar en Guðmundur hinn
ríki.



En er Snorri tók að eldast þá tóku að vaxa virðingar hans og
vinsældir og bar það til þess að þá fækkuðust öfundarmenn
hans. Það bætti um vinsældir að hann batt tengdir við hin
mestu stórmenni í Breiðafirði og víðar annars staðar.



Hann gifti Sigríði dóttur sína Brandi hinum örva
Vermundarsyni. Hana átti síðar Kolli Þormóðarson Þorlákssonar
á Eyri og bjuggu þau í Bjarnarhöfn. Unni dóttur sína gifti
hann Víga-Barða. Hana átti síðar Sigurður, sonur Þóris hunds
úr Bjarkey á Hálogalandi, og var þeirra dóttir Rannveig er
átti Jón, sonur Árna Árnasonar Arnmóðssonar, og var þeirra
sonur Víðkunnur úr Bjarkey er einn hefir göfgastur verið
lendra manna í Noregi. Snorri goði gifti Þórdísi dóttur sína
Bolla Bollasynir og eru af þeim komnir Gilsbekkingar.
Hallberu dóttur sína gifti Snorri Þórði, syni Sturlu
Þjóðrekssonar. Þeirra dóttir var Þuríður er átti Hafliði
Másson og er þaðan komin mikil ætt. Þóru dóttur sína gifti
Snorri Kerru-Bersa, syni Halldórs Ólafssonar úr Hjarðarholti.
Hana átti síðan Þorgrímur sviði og er þaðan komin mikil ætt
og göfug.



En aðrar dætur Snorra goða voru giftar að honum dauðum.
Þuríði hina spöku Snorradóttur átti Gunnlaugur, sonur
Steinþórs af Eyri. Guðrúnu dóttur Snorra goða átti Kolfinnur
af Sólheimum. Halldóru Snorradóttur átti Þorgeir úr
Ásgarðshólum. Ólöfu Snorradóttur átti Jörundur Þorfinnsson,
bróðir Gunnlaugs úr Straumfirði.



Halldór var göfgastur sona Snorra goða. Hann bjó í
Hjarðarholti í Laxárdal. Frá honum eru komnir Sturlungar og
Vatnsfirðingar. Þóroddur var annar göfgastur sonur Snorra
goða. Hann bjó að Spákonufelli á Skagaströnd. Máni sonur
Snorra bjó á Sauðafelli. Hans sonur var Ljótur er kallaður
var Mána-Ljótur. Hann var kallaður mestur sonarsona Snorra
goða. Þorsteinn sonur Snorra goða bjó að Laugarbrekku og eru
frá honum komnir Ásbirningar í Skagafirði og mikil ætt.
Þórður kausi sonur Snorra goða bjó í Dufgusdal. Eyjólfur
sonur Snorra goða bjó á Lambastöðum á Mýrum. Þorleifur sonur
Snorra goða bjó á Meðalfellsströnd. Frá honum eru komnir
Ballæringar. Snorri sonur Snorra goða bjó í Sælingsdalstungu
eftir föður sinn. Kleppur hét sonur Snorra goða, og vita menn
eigi bústað hans og eigi vitum vér manna frá honum komið svo
að sögur gangi frá.



Snorri goði andaðist í Sælingsdalstungu einum vetri eftir
fall Ólafs konungs hins helga. Hann var þar jarðaður að
kirkju þeirri er hann hafði sjálfur gera látið. En þá er þar
var kirkjugarður grafinn voru bein hans upp tekin og færð
ofan til þeirrar kirkju sem nú er þar. Þá var þar við stödd
Guðný Böðvarsdóttir, móðir þeirra Sturlusona, Snorra, Þórðar
og Sighvats, og sagði hún svo frá að það væru meðalmanns bein
og ekki mikil. Þar kvað hún þá og upp tekin bein Barkar hins
digra, föðurbróður Snorra goða, og sagði hún þau vera
ákaflega mikil. Þá voru og upp tekin bein Þórdísar kerlingar,
dóttur Þorbjarnar súrs, móður Snorra goða, og sagði Guðný þau
vera lítil kvenmannsbein og svo svört sem sviðin væru. Og
voru þau bein öll grafin niður þar sem nú stendur kirkjan.



Og lýkur þar sögu Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.