Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 64

Eyrbyggja saga 64 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 64)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
636465

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Guðleifur hét maður. Hann var sonur Guðlaugs hins auðga úr
Straumfirði, bróðir Þorfinns er Sturlungar eru frá komnir.
Guðleifur var farmaður mikill. Hann átti knörr mikinn en
annan Þórólfur sonur Eyra-Lofts, þá er þeir börðust við Gyrð
son Sigvalda jarls. Þá lét Gyrður auga sitt.Það var ofarlega á dögum Ólafs hins helga að Guðleifur hafði
kaupferð vestur til Dyflinnar. En er hann sigldi vestan
ætlaði hann til Íslands. Hann sigldi fyrir vestan Írland og
fékk austanveður og landnyrðinga og rak þá langt vestur í haf
og í útsuður svo að þeir vissu ekki til landa. En þá var mjög
á liðið sumar og hétu þeir mörgu að þá bæri úr hafinu.Og þá kom þar að þeir urðu við land varir. Það var mikið land
en eigi vissu þeir hvert land það var. Það ráð tóku þeir
Guðleifur að þeir sigldu að landinu því að þeim þótti illt að
eiga lengur við hafsmegnið. Þeir fengu þar höfn góða. Og er
þeir höfðu þar litla stund við land verið þá koma menn til
fundar við þá. Þeir kenndu þar engan mann en helst þótti þeim
sem þeir mæltu írsku. Brátt kom til þeirra svo mikið
fjölmenni að það skipti mörgum hundruðum. Þessir menn veittu
þeim atgöngu og tóku þá höndum alla og bundu og ráku þá síðan
á land upp. Þá voru þeir færðir á mót eitt og dæmt um þá. Það
skildu þeir að sumir vildu að þeir væru drepnir en sumir
vildu að þeim væri skipt á vistir og væru þeir þjáðir.Og er þetta var kært sjá þeir hvar reið flokkur manna og var
þar borið merki í flokkinum. Þóttust þeir þá vita að höfðingi
nokkur mundi vera í flokkinum.Og er flokk þenna bar þangað að sáu þeir að undir merkinu
reið mikill maður og garplegur og var þá mjög á efra aldur og
hvítur fyrir hærum. Allir menn er þar voru fyrir hnigu þeim
manni og fögnuðu sem herra sínum. Fundu þeir þá brátt að
þangað var skotið öllum ráðum og atkvæðum sem hann var.Síðan sendi þessi maður eftir þeim Guðleifi. Og er þeir komu
fyrir þenna mann þá mælti hann til þeirra á norrænu og spyr
hvaðan af löndum þeir væru. Þeir sögðu að þeir væru flestir
íslenskir. Þessi maður spurði hverjir þeir væru hinir
íslensku menn. Gekk Guðleifur þá fyrir þenna mann og kvaddi
hann en hann tók því vel og spurði hvaðan af Íslandi þeir
væru. Guðleifur sagði að hann væri úr Borgarfirði. Þá spurði
hann hvaðan úr Borgarfirði hann væri. En Guðleifur segir
honum það. Eftir það spurði hann vandlega eftir sérhverjum
hinna stærri manna í Borgarfirði og Breiðafirði. Og er þeir
töluðu þetta spyr hann eftir Snorra goða og Þuríði frá Fróðá
systur hans og hann spurði vandlega eftir öllum hlutum frá
Fróðá og mest að sveininum Kjartani er þá var bóndi að Fróðá.Landsmenn kölluðu í öðrum stað að nokkuð ráð skyldi gera
fyrir skipshöfninni. Eftir það gekk þessi maður hinn mikli í
brott frá þeim og nefndi með sér tólf menn af sínum mönnum og
sátu þeir langa hríð á tali. Eftir það gengu þeir til
mannfundarins.Þá mælti hinn mikli maður til þeirra Guðleifs: "Vér landsmenn
höfum talað nokkuð um mál yður og hafa landsmenn nú gefið
yðvart mál á mitt vald en eg vil nú gefa yður fararleyfi
þangað sem þér viljið fara. En þó að yður þyki nú mjög á
liðið sumar þá vil eg þó það ráða yður að þér látið á brott
héðan því að hér er fólk ótrútt og illt viðureignar. En þeim
þykja áður brotin lög á sér."Guðleifur mælti: "Hvað skulum vér til segja, ef oss verður
auðið að koma til ættjarða vorra, hver oss hafi frelsi
gefið?"Hann svarar: "Það mun eg yður eigi segja því að eg ann eigi
þess frændum mínum og fóstbræðrum að þeir hafi hingað þvílíka
ferð sem þér munduð haft hafa ef þér nytuð eigi mín við en nú
er svo komið aldri mínum," sagði hann, "að þess er á engri
stundu örvænt nær elli stígur yfir höfðuð mér. En þó að eg
lifi enn um stundar sakir þá eru hér á landi ríkari menn en
eg, þeir er lítinn frið munu gefa útlendum mönnum, þó að þeir
séu eigi hingað nálægir sem þér eruð að komnir."Síðan lét þessi maður búa skipið með þeim og var þar við til
þess er byr kom sá er þeim var hagstæður út að taka.En áður þeir Guðleifur skildu tók þessi maður gullhring af
hendi sér og fær í hendur Guðleifi og þar með gott sverð. En
síðan mælti hann við Guðleif: "Ef þér verður auðið að koma
til fósturjarðar þinnar þá skaltu færa sverð þetta Kjartani,
bóndanum að Fróðá, en hringinn Þuríði móður hans."Guðleifur mælti: "Hvað skal eg til segja hver þeim sendi
þessa gripi?"Hann svarar: "Seg að sá sendi að meiri vinur var
húsfreyjunnar að Fróðá en goðans að Helgafelli, bróður
hennar. En ef nokkur þykist vita þar af hver þessa gripi
hefir átta þá seg þau mín orð að ég banna hverjum manni að
leita á minn fund því að það er hin mesta ófæra nema mönnum
takist þann veg giftusamlega um landtökuna sem yður hefir
tekist, því að hér er land vítt og illt til hafna en ráðinn
ófriður alls staðar útlendum mönnum nema svo beri til sem nú
hefir orðið."Eftir þetta skildu þeir. Þeir Guðleifur létu í haf og tóku
Írland síð um haustið og voru í Dyflinni um veturinn. En um
sumarið sigldu þeir til Íslands og færði Guðleifur þá af
höndum gripina og hafa menn það fyrir satt að þessi maður
hafi verið Björn Breiðvíkingakappi. En engi önnur sannindi
hafa menn til þess nema þau sem nú voru sögð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.