Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 63

Eyrbyggja saga 63 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 63)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
626364

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Í þenna tíma bjó Þóroddur Þorbrandsson í Álftafirði. Hann
átti þá bæði löndin, Úlfarsfell og Örlygsstaði. En þá var svo
mikill gangur að um afturgöngur Þórólfs bægifóts að menn
þóttust eigi mega búa á löndum þeim. En Bólstaður var þá
auður því að Þórólfur tók þegar aftur að ganga er Arnkell var
látinn og deyddi bæði menn og fé þar á Bólstað. Hefir og engi
maður traust til borið að byggja þar fyrir þær sakir. En er
þar var aleytt sótti Bægifótur upp til Úlfarsfells og gerði
þar mikil vandræði. En allt fólk varð óttafullt þegar vart
varð við Bægifót.Fór þá bóndi inn á Kársstaði og kærði þetta vandræði fyrir
Þóroddi því að hann var hans landseti, sagði að það var ætlan
manna að Bægifótur mundi eigi fyrr létta en hann hefði eytt
allan fjörðinn bæði að mönnum og fé ef engra ráða væri í
leitað "mun eg eigi lengur þar við haldast ef eigi er að
gert."En er Þóroddur heyrði þetta þótti honum eigi gott til úrræða.Um morguninn eftir lét Þóroddur taka hest sinn. Hann kvaddi
með sér húskarla sína. Hann lét og fara menn með sér af
næstum bæjum. Fara þeir út til Bægifótshöfða og til dysjar
Þórólfs. Síðan brutu þeir upp dysina og fundu þar Þórólf. Var
hann þá enn ófúinn og hinn tröllslegasti að sjá. Hann var
blár sem hel og digur sem naut. Og er þeir vildu hræra hann
þá fengu þeir hvergi rigað honum. Lét Þóroddur þá færa undir
hann brot og við þetta komu þeir honum upp úr dysinni. Síðan
veltu þeir honum á fjöru ofan og kvistuðu þar bál mikið,
slógu síðan eldi í og veltu þar í Þórólfi og brenndu upp allt
saman að köldum kolum og var það þó lengi að eigi orkaði
eldur á Þórólf. Vindur var á hvass og fauk askan víða þegar
brenna tók en þeirri ösku er þeir máttu sköruðu þeir á sjó
út. Og er þeir höfðu þessu verki lokið fóru þeir heim og voru
þá náttmál er Þóroddur kom heim á Kársstaði, voru þá konur að
mjöltum.Og er Þóroddur reið á stöðulinn hljóp kýr ein undan honum og
féll og brotnaði í fóturinn. Þá var kýrin tekin og var svo
mögur að eigi þótti dræp. Lét Þóroddur þá binda fótinn en
undan kúnni tók nyt alla. En er fóturinn kýrinnar var festur
var hún færð út í Úlfarsfell til feitingar því að þar var
hagi góður sem í eylandi væri. Kýrin gekk oft ofan í fjöruna
þar sem bálið hafði verið og sleikti steinana þar sem askan
hafði fokið.Það er sumra manna sögn að þá er eyjamenn fóru utan eftir
firði með skreiðarfarm að þá sæju þeir kúna upp í hlíðina og
naut annað apalgrátt að lit en þess átti engi maður von.En um haustið ætlaði Þóroddur að drepa kúna. Og er menn
skyldu sækja hana fannst hún eigi. Þóroddur lét oft leita
hennar um haustið og fannst hún aldrei. Hugðu menn eigi annað
en kýrin mundi dauð eða stolin ella.Er skammt var til jóla var það einn morgun snemma þar á
Kársstöðum að nautamaður gekk til fjóss eftir vanda að hann
sá naut fyrir fjósdyrum og kenndi að þar var þá komin kýrin
hin fótbrotna er vant hafði verið. Leiddi hann kúna á bás og
batt og sagði síðan Þóroddi. Hann gekk til fjóss, sá kúna og
hafði á hendur. Þeir kenndu kálf í kúnni og þótti þeim þá
eigi dræp. Hafði Þóroddur þá og skorið í bú sitt sem hann bar
nauðsyn til.En um vorið er lítið var af sumri þá bar kýrin kálf. Það var
kvíga. Nokkuru síðar bar hún kálf annan og var það griðungur
og komst hún nauðulega frá, svo var hann mikill. Og litlu
síðar dó kýrin.Kálfur þessi hinn mikli var borinn inn í stofu. Var hann
apalgrár að lit og alleigulegur. Var þá hvortveggi kálfurinn
í stofunni og sá er fyrr var borinn.Kerling ein gömul var í stofunni. Sú var fóstra Þórodds og þá
sjónlaus. Hún þótti verið hafa framsýn á fyrra aldri en er
hún eltist var henni virt til gamalóra það er hún mælti. En
það gekk þó mart eftir sem hún sagði. En er kálfurinn sá hinn
mikli var bundinn á gólfinu kvað hann við hátt. Og er
kerlingin heyrði það þá varð henni illt við og mælti: "Þetta
eru trölls læti en eigi annars kvikindis og gerið svo vel,
skerið vábeiðu þessa."Þóroddur kvað það eigi fært að skera kálfinn, segir
allælilegan og kvað verða mundu ágæta naut ef upp væri alinn.
Þá kvað kálfurinn við í annað sinn.Þá mælti kerling og flugði öll: "Fóstri minn," sagði hún,
"láttu skera kálfinn því að vér munum illt af honum hljóta ef
hann er upp alinn."Hann svarar: "Skera skal kálf ef þú vilt, fóstra."Var þá borinn út hvortveggi kálfurinn. Lét Þóroddur þá skera
kvígukálfinn og bera hinn út í hlöðu og bauð Þóroddur varnað
á að engi skyldi segja kerlingu að kálfurinn lifði.Kálfur þessi óx dagvöxtum svo að um vorið er kálfar voru út
látnir þá var hann eigi minni en þeir er alnir voru á
öndverðum vetri. Hann hljóp mikið í töðunni er hann kom út og
beljaði hátt sem griðungur gylli svo að gjörla heyrði í hús
inn.Þá mælti kerlingin: "Það var þó að tröllið var eigi drepið og
munum vér meira illt af honum hljóta en vér mættum orð eftir
senda."Kálfurinn óx skjótt og gekk í túni um sumarið. Var hann um
haustið svo mikill að færri veturgömul naut voru stærri. Hann
var hyrndur vel og allra nauta fríðastur að sjá. Griðungurinn
var kallaður Glæsir. Er hann var tvævetur var hann svo mikill
sem fimm vetra gamlir yxn. Hann var jafnan heima með
kúneytum. Og hvert sinn er Þóroddur kom á stöðul gekk Glæsir
að honum og daunsaði um hann og sleikti um klæði hans en
Þóroddur klappaði um hann. Hógvær var hann bæði við menn og
fé sem sauður en jafnan er hann beljaði lét hann stórum
afskræmilega. En er kerling heyrði hann brá henni jafnan mjög
við. Þá er Glæsir var fjögurra vetra gamall gekk hann eigi
undan konum, börnum eða ungmennum en ef karlar gengu að honum
reigðist hann við og lét ótrúlega en gekk undan þeim í þraut.Það var einn dag er Glæsir kom heim á stöðul að hann gall
ákaflega hátt að svo gjörla heyrði inn í húsin sem hjá væri.
Þóroddur var í stofu og svo kerling.Hún andvarpaði mjög og mælti: "Eigi virðir þú mikils orð mín
í því að láta drepa griðunginn fóstri," segir hún.Þóroddur svarar: "Uni þú nú vel við fóstra mín, nú skal
Glæsir lifa til hausts en þá skal hann drepa er hann hefir
fengið sumarholdin.""Þá mun of seint," sagði hún."Vant er það að sjá," sagði Þóroddur.Og er þau töluðu þetta kvað griðungurinn við og lét enn verr
en fyrr.Þá kvað kerling vísu þessa:Haus knýr hjarðar vísi,

hann ræðr of fjör manna,

hallar hristi mjallar

hadds, blóðvita röddu.

Sá kennir þér sinna

svarðristið ben jarðar.

Það verðr að fé fjötrar

fjör þitt, en sé eg görva.


Þóroddur svarar: "Gamalær gerist þú nú fóstra og muntu eigi
það sjá."Hún kvað:Oft er auðar þófta

ær er tungu hrærir,

sá eg blóðgum búki

bengrát, er þér látið.

Tarfr mun hér, því að horfa

hann tekr reiðr við mönnum,

það sér gulls hins gjalla

Gerðr, þinn bani verða.


"Ekki mun svo verða fóstra," sagði hann."Því er verr að svo mun verða," sagði hún.Það var um sumarið að Þóroddur hafði látið raka töðu sína
alla í stórsæti að þá kom á regn mikið. En um morguninn er
menn komu út sáu þeir að Glæsir var kominn í tún og var
stokkurinn af hornum hans er á hafði felldur verið er hann
tók að ýgjast. Hann hafði týnt venju sinni því að hann var
aldrei vanur að granda heyinu þó að hann gengi í töðunni. En
nú hljóp hann að sátunum og stakk hornunum undir botnana og
hóf upp sætið og dreifði svo um völlinn. Tók hann þegar aðra,
er önnur var brotin, og fór svo beljandi um völlinn og lét
öskurlega og stóð mönnum svo mikil ógn af honum að engi þorði
til að fara að reka hann úr töðunni.Var þá sagt Þóroddi hvað Glæsir hafðist að. Hann hljóp út
þegar. En viðarbulungur stóð fyrir dyrum úti og tók hann þar
af birkiraft mikinn og reiddi um öxl svo að hann hélt um
skálmirnar og hljóp ofan á völlinn að griðunginum.En er Glæsir sá hann nam hann staðar og snerist við honum. Þá
herstist Þóroddur á hann en griðungurinn gekk eigi undan að
heldur. Þá hóf Þóroddur upp raftinn og laust milli horna
honum svo mikið högg að rafturinn gekk sundur í skálmunum. En
við höggið brá Glæsi svo að hann hljóp að Þóroddi en Þóroddur
fékk tekið hornin og veik honum hjá sér og fóru þeir svo um
hríð að Glæsir sótti eftir en Þóroddur fór undan og brá honum
á ýmsar hliðar sér allt þar til er Þóroddur tók að mæðast. Þá
hljóp hann upp á háls griðunginum og spennti höndum niður
undir kverkina en lá fram á höfuð griðunginum milli hornanna
og ætlar svo að mæða hann. En griðungurinn hljóp aftur og
fram um völlinn með hann.Þá sáu heimamenn Þórodds að í óefni var komið með þeim en
þeir þorðu eigi til að fara vopnlausir. Gengu þeir þá inn
eftir vopnum og er þeir komu út hljópu þeir ofan á völlinn
með spjót og önnur vopn. En er griðungurinn sá það rak hann
höfuðið niður milli fóta sér og snaraðist við svo að hann
fékk komið öðru horninu undir hann Þórodd. Síðan brá hann upp
höfðinu svo snart að fótahlutinum Þórodds sló á loft svo að
hann stóð nær á höfði á hálsi griðunginum. En er Þóroddi
sveif ofan vatt Glæsir undir hann höfðinu og kom annað hornið
á kviðinn svo að þegar stóð á kafi. Lét Þóroddur þá laust
höndunum en griðungurinn rak við skræk mikinn og hljóp ofan
til árinnar eftir vellinum.Heimamenn Þórodds hljópu eftir Glæsi og eltu hann um þvera
skriðuna Geirvör og allt þar til er þeir komu að feni einu
fyrir neðan bæinn að Hellum. Þar hljóp griðungurinn út á
fenið og sökk svo að hann kom aldrei upp síðan og heitir þar
síðan Glæsiskelda.En er heimamenn komu aftur á völlinn var Þóroddur á brott
þaðan. Hafði hann gengið heim til bæjar. En er þeir komu heim
lá Þóroddur inni í rúmi sínu og var þá andaður. Var hann
færður til kirkju.Kár sonur Þórodds tók við búi eftir föður sinn í Álftafirði
og bjó þar lengi síðan og við hann er kenndur bærinn á
Kársstöðum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.