Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 62

Eyrbyggja saga 62 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 62)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
616263

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þessa sömu nótt sendi Snorri goði mann vestur á Staðarhól og
bað Sturlu Þjóðreksson að koma til móts við sig í Tungu
norður í Bitru um daginn eftir. Snorri sendi og menn á næstu
bæi og stefndi að sér mönnum. Fóru þeir þaðan um daginn eftir
norður um Gaflfellsheiði með fimm tigu manna, komu í Tungu í
Bitru um kveldið. Var Sturla þar fyrir með þrjá tigu manna,
fóru þaðan út á Eyri um nóttina.Og er þeir komu þar gengu þeir Óspakur út á virkið og spyrja
hverjir fyrir flokkinum réðu.Þeir sögðu til sín og báðu þá upp gefa virkið en Óspakur
kvaðst eigi mundu upp gefast "en gera munum vér yður slíkan
kost sem Strandamönnum," segir hann, "að fara á brott úr
sveit ef þér farið frá virkinu."Snorri kvað þá eigi skyldu gera sér neina etjukosti.Um morguninn eftir þegar er ljóst var skiptu þeir virkinu með
sér til atsóknar. Hlaut Snorri goði þann hlut virkisins til
atsóknar er Hrafn víkingur varði, en Sturla þar sem Óspakur
varði. Synir Barkar hins digra, Sámur og Þormóður, sóttu að
einum megin en synir Snorra sóttu að einum vegginum, Þóroddur
og Þorsteinn þorskabítur. Þeir Óspakur höfðu mest grjót til
varnar svo að þeir mættu við koma. Létu þeir það og óspart
við þá því að þar voru hinir röskustu menn fyrir. Þeir Snorri
og Sturla höfðu mest til atsóknar skotvopn, bæði bogaskot og
handskot. Höfðu þeir því mart að flutt að þeir höfðu lengi
við búist að vinna virkið. Atsókn varð hin harðasta. Urðu því
margir sárir af hvorumtveggjum en hvorigir féllu.Þeir Snorri skutu svo títt að þeir Hrafn hrukku inn af
vegginum.Þá gerði Þrándur stígandi skeið að vegginum og hljóp svo
langt í upp að hann fékk krækt öxi sinni á virkið en síðan
las hann sig upp eftir öxarskaftinu þar til að hann kom upp á
virkið. En þegar er Hrafn sá að maður var kominn í virkið
hljóp hann að Þrándi og lagði til hans með spjóti en Þrándur
laust af sér lagið og hjó á höndina Hrafni uppi við öxlina og
tók þar af höndina. Eftir það komu þeir margir að honum. Lét
hann þá fallast út af virkisvegginum og kom svo til sinna
manna.Óspakur eggjaði sína menn til varnar og barðist sjálfur
alldjarflega. Hann gekk mjög út á virkið er hann kastaði
steinunum. Það var eitt sinn er hann varði sér mjög til og
kastaði steini í flokk Sturlu en í því skaut Sturla
snærispjóti til hans. Það kom á hann miðjan og féll hann út
af virkinu. Sturla hljóp þegar að honum og tók hann til sín
og vildi eigi að fleiri menn ynnu á honum því að hann vildi
að það væri einmælt að hann yrði banamaður hans. Hinn þriðji
maður féll af þeim vegginum er Barkarsynir sóttu.Eftir þetta buðu víkingar að gefa upp virkið en þeir skyldu
hafa lífs grið og lima og buðu þar með allt sitt mál á dóm
þeirra Snorra goða og Sturlu. En með því að þeir Snorri goði
voru farnir mjög að skotvopnum þá játtu þeir því. Var þá
virkið upp gefið og gengu virkismenn á vald Snorra goða en
hann lét alla hafa lífs grið og lima sem þeir höfðu skilið.
Þeir létust þegar báðir, Óspakur og Hrafn, og hinn þriðji
maður enn af þeirra liði en margir urðu sárir af
hvorumtveggjum.Svo sagði Þormóður í Hrafnsmálum:Böð varð í Bitru,

bráð hygg eg þar fengu

gervi gnógs styrjar

gjóðum sigrfljóða.

Lágu lífs vanir

leiðendr hafreiðar

þrír fyr þrekstæri.

Þar fékk hrafn væri.


Snorri goði lét konu Óspaks hafa þar bú eftir og Glúm son
þeirra. Glúmur fékk síðan Þórdísar, dóttur Ásmundar
hærukolls, systur Grettis hins sterka, og var þeirra son
Óspakur er deildi við Odd í Miðfirði Ófeigsson. Þeir Snorri
goði og Sturla stökktu á brott öllum víkingum sinn veg
hverjum og dreifðu svo óaldarflokki þessum og fóru heim
síðan. Þrándur stígandi var skamma stund með Snorra goða áður
hann fór heim út til Ingjaldshvols og þakkaði Snorri honum
vel góða fylgd. Þrándur stígandi bjó lengi síðan á
Ingjaldshvoli en eftir það á Þrándarstöðum og var hann mikill
maður fyrir sér.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.