Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 51

Eyrbyggja saga 51 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 51)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
505152

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Sumar var heldur óþerrisamt en um haustið komu þerrar góðir.
Var þá svo komið heyverkum að Fróðá að taða öll var slegin en
fullþurr nær helmingurinn. Kom þá góður þerridagur og var
veður kyrrt og þunnt svo að hvergi sá ský á himni.Þóroddur bóndi stóð upp snemma um morguninn og skipaði til
verks. Tóku þá sumir til ekju en sumir hlóðu heyinu en bóndi
skipaði konum til að þurrka heyið og var skipt verkum með
þeim og var Þórgunnu ætlað nautsfóður til atverknaðar. Gekk
mikið verk fram um daginn.En er mjög leið að nóni kom skýflóki svartur á himininn
norður yfir Skor og dró skjótt yfir himin og þangað beint
yfir bæinn. Þóttust menn sjá að regn mundi í skýinu. Þóroddur
bað menn raka upp heyið en Þórgunna rifjaði þá sem óðast sitt
hey. Tók hún eigi að raka upp þótt það væri mælt.Skýflókann dró skjótt yfir. Og er hann kom yfir bæinn að
Fróðá fylgdi honum myrkur svo mikið að menn sáu eigi úr
túninu á brott og varla handa sinna skil. Úr skýinu kom svo
mikið regn að heyið varð allt vott það er flatt lá. Flókann
dró og skjótt af og lýsti veðrið. Sáu menn að blóði hafði
rignt í skúrinni.Um kveldið gerði þerri góðan og þornaði blóðið skjótt á
heyinu öllu öðru en því er Þórgunna þurrkaði. Það þornaði
eigi og aldrei þornaði hrífan er hún hafði haldið á.Þóroddur spurði hvað Þórgunna ætlar að undur þetta muni
benda. Hún kvaðst eigi það vita "en það þykir mér líklegast,"
segir hún, "að þetta muni furða nokkurs þess manns er hér
er."Þórgunna gekk heim of kveldið og til rúms síns og lagði af
sér klæðin þau hin blóðgu. Síðan lagðist hún niður í rekkjuna
og andvarpaði mjög. Fundu menn að hún hafði sótt tekið.Skúr þessi hafði hvergi víðar komið en að Fróðá.Þórgunna vildi engum mat bergja um kveldið. En um morguninn
kom Þóroddur bóndi til hennar og spurði að um sótt hennar
hvern enda hún hyggur að eiga mundi.Hún kvaðst það ætla að hún mundi eigi taka fleiri sóttir.Síðan mælti hún: "Þig kalla eg vitrastan mann hér á bæ,"
segir hún. "Vil eg því þér segja mína tilskipan hverja eg vil
á hafa um fé það er eg á eftir og um sjálfa mig því að það
mun svo fara sem eg segi," sagði hún, "þó að yður þyki fátt
merkilegt um mig að eg get lítt duga munu af því að bregða
sem eg segi fyrir. Hefir þetta þann veg upp hafist að eg get
eigi til mjórra enda þoka munu ef eigi eru rammar skorður við
reistar."Þóroddur svarar: "Eigi þykir mér lítil von að þú verðir
nærgæt um þetta. Vil eg og því heita þér," sagði hann, "að
bregða eigi af þínum ráðum."Þórgunna mælti: "Það er skipan mín að eg vil láta færa mig í
Skálaholt, ef eg andast úr þessi sótt, því að mér segir svo
hugur um að sá staður muni nokkura hríð verða mest dýrkaður á
þessu landi. Veit eg og," segir hún, "að þar munu nú vera
kennimenn að veita mér yfirsöngva. Vil eg þess biðja þig að
þú látir mig þangað flytja. Skaltu þar fyrir hafa af minni
eign svo að þig skaði eigi í. En af óskiptri minni eigu skal
Þuríður hafa skarlatsskikkju þá er eg á. Geri eg það til þess
að hún skuli létta á leggja þótt eg sjái fyrir öðru mínu fé
slíkt er mér líkar. En eg vil að þú takir í kostnað þann er
þú hefir fyrir mér það er þú vilt eða henni líkar af því er
ég læt til. Gullhring á eg og hann skal fara til kirkju með
mér en rekkju mína og rekkjutjald vil eg láta brenna í eldi
því að það mun engum manni að nytjum verða. Og mæli eg þetta
eigi fyrir því að eg unni engum að njóta gripanna ef eg vissi
að að nytjum mætti verða. En nú mæli eg því svo mikið um,"
segir hún, "að mér þykir illt að menn hljóti svo mikil þyngsl
af mér sem eg veit að verða mun ef af er brugðið því sem eg
segi fyrir."Þóroddur hét að gera eftir því sem hún beiddi. Eftir þetta
megnaðist sóttin við Þórgunnu. Lá hún eigi mörg dægur áður
hún andaðist. Líkið var fyrst borið í kirkju og lét Þóroddur
gera kistu að líkinu.Um daginn eftir lét Þóroddur bera út rekkjuklæðin í veður og
færði til viðu og lét hlaða þar bál hjá. Þá gekk að Þuríður
húsfreyja og spyr hvað hann ætlar að gera af rekkjuklæðunum.
Hann kveðst ætla að brenna þau í eldi sem Þórgunna hafði
fyrir mælt."Það vil eg eigi," segir hún, "að þvílíkar gersemar séu
brenndar."Þóroddur svarar: "Hún mælti mikið um að eigi mundi duga að
bregða af því er hún mælti fyrir."Þuríður mælti: "Slíkt er eigi nema öfundarmál eitt. Unni hún
engum manni að njóta, hefir hún því svo fyrir mælt. En þar
munu engi býsn eftir koma hversu sem slíku er breytt.""Eigi veit eg," segir hann, "að þetta takist annan veg en hún
hefir fyrir sagt."Síðan lagði hún hendur yfir háls honum og bað að hann skyldi
eigi brenna rekkjubúnaðinn. Sótti hún þá svo fast að honum
gekkst hugur við og kom þessu máli svo að Þóroddur brenndi
dýnur og hægindi en hún tók til sín kult og blæjur og
ársalinn allan og líkaði þó hvorigu vel.Eftir þetta var búin líkferð og fengnir til skilgóðir menn að
fara með líkinu og góðir hestar er Þóroddur átti. Líkið var
sveipað líndúkum en saumað eigi um og síðan lagt í kistu.
Fóru þeir síðan suður um heiði svo sem leiðir liggja. Og er
eigi sagt af þeirra ferð áður þeir fóru suður um
Valbjarnarvöllu. Þar fengu þeir keldur blautar mjög og lá oft
ofan fyrir þeim, fóru síðan suður til Norðurár og yfir ána að
Eyjarvaði og var djúp áin. Var bæði hregg og allmikið regn.Þeir komust að lyktum á bæ þann í Stafholtstungum er í Nesi
heitir hinu neðra, kvöddu þar gistingar en bóndi vildi engan
greiða gera þeim. En með því að þá var komið að nótt þóttust
þeir eigi mega fara lengra því að þeim þótti eigi friðlegt að
eiga við Hvítá um nótt. Þeir tóku þar af hestum sínum og báru
líkið í hús eitt fyrir dyrum úti, gengu síðan til stofu og
fóru af klæðum sínum og ætluðu að vera þar um nótt matlausir
en heimamenn fóru í dagsljósi í rekkju.Og er menn komu í rekkjur heyrðu þeir hark mikið í búrið. Var
þá farið að forvitnast hvort eigi væru þjófar inn komnir. Og
er menn komu til búrsins var þar sén kona mikil. Hún var
nökvin svo að hún hafði engan hlut á sér. Hún starfaði að
matseld. En þeir menn er hana sáu urðu svo hræddir að þeir
þorðu hvergi nær að koma.En er líkmenn vissu þetta fóru þeir til og sáu hversu háttað
var. Þar var Þórgunna komin og sýndist það ráð öllum að fara
eigi til með henni. Og er hún hafði þar unnið slíkt er hún
vildi, þá bar hún mat í stofu. Eftir það setti hún borð og
bar þar á mat.Þá mæltu líkmenn við bónda: "Vera má að svo lúki við áður vér
skiljum að þér þyki alkeypt að þú vildir engan greiða gera
oss."Þá mæltu bæði bóndi og húsfreyja: "Við viljum víst gefa yður
mat og gera yður annan greiða þann er þér þurfið."Og þegar er bóndi hafði boðið þeim greiða gekk Þórgunna fram
úr stofunni og út eftir það og sýndist hún eigi síðan.Eftir þetta var gert ljós í stofu og dregin af gestum klæði
þau er vot voru en fengin önnur þurr í staðinn. síðan gengu
þeir undir borð og signdu mat sinn en bóndi lét stökkva vígðu
vatni um öll hús. Átu gestir mat sinn og sakaði engan mann
þótt Þórgunna hefði matbúið, sváfu af þá nótt og voru þar í
allbeinum stað.Um morguninn bjuggu þeir ferð sína og tókst þeim allgreitt en
hvar sem þessi atburður spurðist sýndist flestum það ráð að
vinna þeim þann beina er þeir þurftu. Var þaðan af allt
tíðindalaust um þeirra ferð.Og er þeir komu í Skálaholt voru fram greiddir gripir þeir er
Þórgunna hafði þangað gefið. Tóku þá kennimenn glaðlega við
öllu saman. Var Þórgunna þar jörðuð en líkmenn fóru heim og
tókst þeim allt greitt um sína ferð og komu með öllu heilu
heim.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.