Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 50

Eyrbyggja saga 50 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 50)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
495051

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Sumar það er kristni var í lög tekin á Íslandi kom skip af
hafi út við Snæfellsnes. Það var Dyflinnarfar. Voru þar á
írskir menn og suðureyskir en fáir norrænir. Þeir lágu mjög
lengi um sumarið við Rif og biðu þar byrjar að sigla inn
eftir firði til Dögurðarness og fóru margir menn um Nesið til
kaupa við þá.Þar var á ein kona suðureysk er Þórgunna hét. Það sögðu
hennar skipmenn að hún mundi hafa gripi þá með að fara að
slíkir mundu torgætir á Íslandi.En er Þuríður húsfreyja að Fróðá spyr þetta var henni mikil
forvitni á að sjá gripina því að hún var glysgjörn og
skartskona mikil. Fór hún þá til skips og fann Þórgunnu og
spurði ef hún hefði kvenbúnað nokkurn þann er afbragðlegur
væri. Hún kveðst enga gripi eiga til sölu en hafa lést hún
gripi svo að hún væri óhneist að boðum eða öðrum mannfundum.
Þuríður beiddist að sjá gripina og það veitti hún henni og
sýndust henni vel gripirnir og sem best farandi en eigi
fémiklir.Þuríður falaði gripina en Þórgunna vildi eigi selja. Þá bauð
Þuríður henni þangað til vistar með sér því að hún vissi að
Þórgunna var fjölskrúðig og hugðist hún mundu fá gripina af
henni í tómi.Þórgunna svarar: "Gott þykir mér að fara til vistar með þér
en vita skaltu það að eg nenni lítt að gefa fyrir mig því að
eg er vel verkfær. Er mér og verkið óleitt en þó vil eg engi
vosverk vinna. Vil eg sjálf ráða hvað eg skal gefa fyrir mig
af því fé sem eg hefi."Talaði Þórgunna um heldur harðfærlega en Þuríður vildi þó að
hún færi þangað. Voru þá föng Þórgunnu borin af skipi. Það
var örk mikil læst, er hún átti, og sviptikista. Var það þá
fært heim til Fróðár.Og er Þórgunna kom til vistar sinnar bað hún fá sér rekkju.
Var henni fengið rúm í innanverðum skála. Þá lauk hún upp
örkina og tók þar upp úr rekkjuklæði og voru þau öll mjög
vönduð. Breiddi hún yfir rekkjuna enskar blæjur og silkikult.
Hún tók og úr örkinni rekkjurefil og allan ársalinn með. Það
var svo góður búningur að menn þóttust eigi slíkan séð hafa
þess kyns.Þá mælti Þuríður húsfreyja: "Met þú við mig rekkjubúnaðinn."Þórgunna svarar: "Eigi mun eg liggja í hálmi fyrir þig þó að
þú sért kurteis og berist á mikið."Þetta mislíkar Þuríði og falar eigi oftar gripina. Þórgunna
vann voðverk hvern dag er eigi var heyverk. En þá er þerrar
voru vann hún að þurru heyi í töðunni og lét gera sér hrífu
þá er hún vildi ein með fara.Þórgunna var mikil kona vexti, bæði digur og há og holdug
mjög, svartbrún og mjóeyg, jörp á hár og hærð mjög, háttagóð
hversdaglega og kom til kirkju hvern dag áður hún færi til
verks síns en eigi var hún glöð eða margmálug hversdaglega.
Það var áhugi manna að Þórgunna mundi sótt hafa hinn sétta
tug og var hún þó kona hin ernasta.Í þenna tíma var Þórir viðleggur kominn á framfærslu til
Fróðár og svo Þorgríma galdrakinn kona hans og lagðist heldur
þungt á með þeim Þórgunnu.Kjartan sonur bónda var þar svo manna að Þórgunna vildi flest
við eiga og elskaði hún hann mjög en hann var heldur fár við
hana og varð hún oft af því skapstygg. Kjartan var þá þrettán
vetra eða fjórtán og var bæði mikill vexti og skörulegur að
sjá.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.