Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 47

Eyrbyggja saga 47 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 47)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
464748

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Sumar þetta hið sama eftir sættina bauð Þóroddur
skattkaupandi Snorra goða mági sínum til heimboðs þangað til
Fróðár og fór Snorri þangað við hinn níunda mann.En er Snorri var að heimboðinu þá kærði Þóroddur fyrir honum
að hann þóttist hafa bæði skömm og skapraun af ferðum Bjarnar
Ásbrandssonar er hann fór að finna Þuríði, konu hans en
systur Snorra goða. Sagði Þóroddur að honum þótti Snorri eiga
að ráða bætur á þeim vandræðum.Snorri var að heimboðinu nokkurar nætur. Leiddi Þóroddur hann
á brott með sæmilegum gjöfum. Reið Snorri goði þaðan suður
yfir heiði og gerði það orð á að hann mundi ríða til skips í
Hraunhafnarós. Þetta var um sumarið um túnannir.En er þeir komu suður á Kambsheiði þá mælti Snorri: "Hér
munum vér ríða af heiðinni ofan að Kambi. Vil eg yður það
kunnigt gera," segir hann, "að eg vil hafa tilfarar við Björn
og taka hann af lífi ef færi gefur en eigi sækja hann í hús
inn því að hús eru hér sterk en Björn er hraustur og
harðfengur en vér höfum afla lítinn. En þeim mönnum hefir
lítt sóst að sækja afarmenni slíkt í hús inn er með meira
afla hafa til farið sem dæmi finnast að þeim Geir goða og
Gissuri hvíta þá er þeir sóttu Gunnar að Hlíðarenda inn í hús
með átta tigu manna en hann var einn fyrir og urðu sumir
sárir en sumir drepnir og léttu frá atsókninni áður Geir goði
fann það af skyni sjálfs síns að honum fækkuðust skotvopnin.
Nú með því," sagði hann, "að Björn sé úti, sem nú er von með
því að þerridagur er góður, þá ætla eg þér Már frændi að sæta
áverkum við Björn. Og sjá þú svo fyrir að hann er engi
klektunarmaður og er því fangs von að frekum úlfi er hann er
ef hann fær eigi þann áverka í fyrstunni er honum vinnist
skjótt til bana."Og er þeir riðu ofan af heiðinni að bænum þá sáu þeir að
Björn var úti á túnvelli og smíðaði vögur og var ekki manna
hjá honum og engi vopn nema lítil öx og tálguhnífur mikill er
hann hafði tekið með úr vagaborunum. Hann var spannar fram
frá hefti.Björn sá að þeir Snorri goði riðu ofan af heiðinni og á
völlinn. Hann kenndi þegar mennina. Snorri goði var í blárri
kápu og reið fyrstur.Það var fangaráð Bjarnar að hann tók hnífinn og gekk snúðigt
í móti þeim. Hann tók annarri hendi í kápuermina er þeir
Snorri fundust en annarri hendi hnefaði hann hnífinn og hélt
sem honum var hægst að leggja fyrir brjóst Snorra ef honum
sýndist það ráð.Björn heilsaði þeim þegar þeir fundust en Snorri tók kveðju
hans en Mávi féllust hendur því að honum þótti Björn
skjótlegur til meins við Snorra ef honum væri nokkuð gert til
ófriðar. Síðan sneri Björn á leið með þeim Snorra goða og
spurði almæltra tíðinda og hélt þeim tökum er hann fékk í
fyrstunni.Síðan tók Björn til orða: "Svo er háttað Snorri bóndi að eg
dylst eigi við að eg hafi gert þá hluti til yðvar er þér
megið vel sakir á gefa og mér er það sagt að þér hafið þungan
huga til mín. Nú er mér best að skapi," segir hann, "ef þér
eigið nokkur erindi við mig önnur en að koma hér um farinn
veg að þér lýsið yfir því. En ef það er eigi þá vil eg að þér
játið mér griðum og vil eg snúa aftur því að eg er eigi
leiðifífl."Snorri svarar: "Svo hefir þú fangsæll orðið á fundi vorum að
þú munt grið hafa að sinni hversu sem áður var ætlað. En þess
vil eg biðja þig að þú heft þig að héðan af að glepja Þuríði
systur mína því að eigi mun um heilt gróa með okkur ef þú
heldur þar um teknum hætti."Björn svarar: "Því einu vil eg heita þér er eg efni en eg
veit eigi hversu eg fæ það efnt," segir hann, "ef við Þuríður
erum sams héraðs."Snorri svarar: "Þig heldur hér eigi svo mart að þú megir eigi
vel bægja hér héraðsvist."Björn svarar: "Satt er það er nú segir þú. Skal og svo vera,
er þú ert sjálfur kominn á minn fund og þann veg sem fundur
vor er orðinn, að eg mun því heita þér að þið Þóroddur skuluð
eigi hafa skapraun af fundum okkrum Þuríðar hina næstu
vetur.""Þá gerir þú vel," segir Snorri.Eftir þetta skildu þeir. Reið Snorri goði til skips og síðan
heim til Helgafells.Annan dag eftir reið Björn suður í Hraunhöfn til skips og tók
sér þar þegar far um sumarið og urðu heldur síðbúnir. Þeir
tóku út landnyrðing og viðraði það löngum um sumarið en til
skips þess spurðist eigi síðan langan tíma.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.