Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 44

Eyrbyggja saga 44 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 44)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
434445

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Snorri goði hafði sent nábúum sínum orð að þeir skyldu flytja
skip sín undir Rauðavíkurhöfða. Fór hann þegar þangað með
heimamenn sína er sendimaður Steinþórs var farinn brott. En
því fór hann eigi fyrr að hann þóttist vita að maðurinn mundi
sendur vera að njósna um athafnir hans.



Snorri fór inn eftir Álftafirði þrennum skipum og hafði nær
fimm tigu manna og kom hann fyrr á Kársstaði en þeir
Steinþór.



En er menn sáu ferð þeirra Steinþórs af Kársstöðum, þá mæltu
Þorbrandssynir að þeir skyldu fara í móti þeim og láta þá
eigi ná að komast í túnið "því að vér höfum lið mikið og
frítt." Það voru átta tigir manna.



Þá svarar Snorri goði: "Eigi skal þeim verja bæinn og skal
Steinþór ná lögum því að hann mun viturlega og spaklega fara
með sínu máli. Vil eg að allir menn séu inni og kastist engum
orðum á svo að af því aukist vandræði manna."



Eftir það gengu allir inn í stofu og settust í bekki en
Þorbrandssynir gengu um gólf.



Þeir Steinþór riðu að dyrum og er svo frá sagt að hann væri í
rauðum kyrtli og hafði drepið upp fyrirblöðunum undir belti.
Hann hafði fagran skjöld og hjálm og gyrður sverði. Það var
forkunnlega búið. Hjöltin voru hvít fyrir silfri og vafður
silfri meðalkaflinn og gylltar listur á.



Þeir Steinþór stigu af hestum sínum og gekk hann upp að dyrum
og festi á hurðarklofann sjóð þann er í voru tólf aurar
silfurs. Hann nefndi þá votta að þrælsgjöld voru þá að lögum
færð.



Hurðin var opin en heimakona ein var í dyrunum og heyrði
vottnefnuna. Gekk hún þá í stofu og mælti: "Það er bæði,"
sagði hún, "að hann Steinþór af Eyri er drengilegur enda
mæltist honum vel er hann færði þrælsgjöldin."



Og er Þorleifur kimbi heyrði þetta þá hljóp hann fram og
aðrir Þorbrandssynir og síðan gengu fram allir þeir er í
stofunni voru. Þorleifur kom fyrstur í dyrnar og sá að Þórður
blígur stóð fyrir dyrum og hafði skjöld sinn en Steinþór gekk
þá fram í túnið. Þorleifur tók spjót er stóð í dyrunum og
lagði til Þórðar blígs og kom lagið í skjöldinn og renndi af
skildinum í öxlina og var það mikið sár. Eftir það hljópu
menn út. Varð þar bardagi í túninu. Steinþór var hinn
ákafasti og hjó til beggja handa. Og er Snorri goði kom út
bað hann menn stöðva vandræðin og bað þá Steinþór ríða brott
af túninu en hann kvaðst eigi mundu láta eftir fara. Þeir
Steinþór fóru ofan eftir vellinum og skildi þá fundinn.



En er Snorri goði gekk heim að dyrum stóð þar fyrir honum
Þóroddur sonur hans og hafði mikið sár á öxlinni. Hann var þá
tólf vetra. Snorri spurði hver hann hefði særðan.



"Steinþór af Eyri," sagði hann.



Þorleifur kimbi svarar: "Nú launaði hann þér maklega er þú
vildir eigi láta eftir honum fara. Er það nú mitt ráð að vér
skiljum eigi við þetta."



"Svo skal og nú vera," segir Snorri goði, "að vér skulum við
eigast fleira." Bað hann Þorleif nú segja mönnum að eftir
þeim skyldi fara.



Þeir Steinþór voru komnir ofan af vellinum er þeir sáu
eftirreiðina. Fóru þeir þá yfir ána og sneru síðan upp í
skriðuna Geirvör og bjuggust þar fyrir, því að þar var vígi
gott fyrir grjóts sakir.



En er flokkurinn Snorra gekk neðan skriðuna þá skaut Steinþór
spjóti að fornum sið til heilla sér yfir flokk Snorra en
spjótið leitaði sér staðar og varð fyrir Már Hallvarðsson
frændi Snorra og varð hann þegar óvígur.



Og er þetta var sagt Snorra goða þá svarar hann: "Gott er að
það sannist að það er eigi jafnan best að ganga síðast."



Eftir þetta tókst þar bardagi mikill. Var Steinþór í
öndverðum flokki sínum og hjó á tvær hendur en sverðið það
hið búna dugði eigi er það kom í hlífarnar og brá hann því
oft undir fót sér. Hann sótti þar mest að sem fyrir var
Snorri goði. Styr Þorgrímsson sótti hart fram með Steinþóri
frænda sínum. Varð það fyrst að hann drap mann úr flokki
Snorra mágs síns.



Og er Snorri goði sá það mælti hann til Styrs: "Svo hefnir þú
Þórodds, dóttursonar þíns, er Steinþór hefir særðan til
ólífis og ertu eigi meðalníðingur."



Styr svarar: "Þetta fæ eg skjótt bætt þér."



Skipti hann þá um sínum skildi og gekk í lið með Snorra goða
og drap annan mann úr liði Steinþórs.



Í þenna tíma komu þeir að feðgar úr Langadal, Áslákur og
Illugi hinn rammi sonur hans, og leituðu meðalgöngu. Þeir
höfðu þrjá tigu manna. Gekk þá Vermundur hinn mjóvi í lið með
þeim. Beiddu þeir þá Snorra goða að hann léti stöðvast
manndrápin.



Snorri bað Eyrbyggja þá ganga til griða. Þá báðu þeir
Steinþór taka grið handa sínum mönnum. Steinþór bað Snorra þá
rétta fram höndina og svo gerði hann. Þá reiddi Steinþór upp
sverðið og hjó á hönd Snorra goða og varð þar við brestur
mikill. Kom höggið í stallahringinn og tók hann mjög svo í
sundur en Snorri varð eigi sár.



Þá kallar Þóroddur Þorbrandsson: "Engi grið vilja þeir halda
og léttum nú eigi fyrr en drepnir eru allir Þorlákssynir."



Þá svarar Snorri goði: "Agasamt mun þá verða í héraðinu ef
allir Þorlákssynir eru drepnir og skulu haldast grið ef
Steinþór vill eftir því sem áður var mælt."



Þá báðu allir Steinþór taka griðin. Fór þetta þá fram að grið
voru sett með mönnum þar til að hver kæmi til síns heima.



Það er að segja frá Breiðvíkingum að þeir spurðu að Snorri
goði hafði farið með fjölmenni til Álftafjarðar. Tóku þeir þá
hesta sína og riðu eftir Steinþóri sem ákafast og voru þeir á
Úlfarsfellshálsi þá er bardaginn var á skriðunni. Og er það
sumra manna sögn að Snorri goði sæi þá Björn er þeir voru
uppi í hálsbrúninni, er hann horfði í gegn þeim, og væri því
svo auðveldur í griðasölunni við þá Steinþór.



Þeir Steinþór og Björn fundust á Örlygsstöðum. Sagði Björn þá
að þetta hefði farið eftir getu hans. "Er það mitt ráð,"
sagði hann, "að þér snúið aftur og herðum nú að þeim."



Steinþór svarar: "Halda vil eg grið mín við Snorra goða
hversu sem mál vor Snorra skipast síðan."



Eftir það riðu þeir allir hver til sinna heimkynna en Þórður
blígur lá í sárum á Eyri.



Í bardaganum í Álftafirði féllu fimm menn af Steinþóri en
tveir af Snorra goða en margir urðu sárir af hvorumtveggjum
því að fundurinn var hinn harðasti.



Svo segir Þormóður Trefilsson í Hrafnsmálum:



Saddi svangreddir

sára dynbáru

örn á úlfs virði

í Álftafirði.

Þar lét þá Snorri

þegna að hjörregni

fjörvi fimm numna,

svo skal fjandr hegna.


Þorbrandur hafði verið í bardaganum í meðalgöngu með þeim
Ásláki og Illuga og hann hafði þá beðið að leita um sætti.
Þakkar hann þeim vel sína liðveislu og svo Snorra goða fyrir
sinn styrk. Fór Snorri goði þá heim til Helgafells eftir
bardagann.



Var þá svo ætlað að Þorbrandssynir skyldu vera ýmist að
Helgafelli eða heima í Álftafirði þar til að lyki málum
þessum því að þá voru hinar mestu dylgjur sem von var er allt
var griðalaust með mönnum þegar er menn voru heim komnir frá
fundinum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.