Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 40

Eyrbyggja saga 40 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 40)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
394041

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þorleifur kimbi var tvo vetur í Noregi og fór síðan til
Íslands með sömu kaupmönnum og hann fór utan. Komu þeir í
Breiðafjörð og tóku Dögurðarnes. Fór Þorleifur heim í
Álftafjörð um haustið og lét vel yfir sér sem vandi hans var
til.Það saman sumar komu þeir bræður út í Hraunhafnarósi, Björn
og Arnbjörn. Björn var síðan kallaður Breiðvíkingakappi.
Hafði Arnbjörn þá góða peninga út haft og keypti hann þegar
um sumarið er hann kom út land á Bakka í Hraunhöfn og gerði
þar bú um vorið eftir. Hann var um veturinn á Knerri með
Þórði blíg mági sínumArnbjörn var engi áburðarmaður og fámálugur um flesta hluti
en hann var þó hinn gildasti karlmaður um alla hluti.Björn bróðir hans var áburðarmaður mikill er hann kom út og
hélt sig vel því að hann hafði samið sig eftir sið útlenskra
höfðingja. Var hann maður miklu fríðari en Arnbjörn en í engu
var hann ógildari maður en reyndur mjög í framgöngu er hann
hafði framið sig utanlands.Um sumarið þá er þeir voru nýkomnir út var stefnt fjölmennt
mannamót fyrir norðan heiðina undir Haugabrekkum, inn frá
Fróðárósi, og riðu þeir til kaupmennirnir allir í litklæðum.
Og er þeir komu til mannamótsins var þar mart manna fyrir.
Þar var Þuríður húsfreyja frá Fróðá og gekk Björn til tals
við hana og lagði engi maður það til orðs. Þótti mönnum að
vonum að þeim yrði hjaldrjúgt svo langt sem í milli funda
hafði verið.Þar urðu áverkar með mönnum um daginn. Þar var særður til
ólífis maður þeirra norðanmanna og var hann borinn undir
hrísrunn einn er stóð á eyrinni og hljóp blóð mikið úr sárinu
og stóð blóðtjörn í runninum.Þar var sveinninn Kjartan, sonur Þuríðar frá Fróðá. Hann
hafði öxi litla í hendi. Hann hljóp að runninum og laugaði
öxina í blóðinu.En er þeir Heiðsynningar riðu suður af mannamótinu spyr
Þórður blígur hversu á horfist um tal með þeim Þuríði að
Fróðá. Björn lét vel yfir.Þá spurði Þórður hvort hann hefði séð um daginn sveininn
Kjartan son þeirra Þórodds allra saman."Sá eg hann," segir Björn."Hvern veg leist þér á hann?" sagði Þórður.Þá kvað Björn vísu þessa:Sá eg hvar rann í runni

runnr að fenris brunni,

ægilegr í augum,

iðglíki mér, bríkar.

Láta þeygi þrjótar

það barn vita Mörnar,

hesta hleypi rastar

hlunns, sinn föður kunna.


Þórður mælti: "Hvað mun Þóroddur nú til segja hvor ykkar eiga
mun sveininn?"Þá kvað Björn vísu:Þá mun þöll hin mjóva

Þórodds aðalbjóra,

fold unni mér földu

fannhvít, getu sanna,

ef áttgöfug ætti

auðbrík sonu líka,

enn er eg gjarn til Gunnar

gjálfrelda, mér sjálfum.


Þórður mælti: "Það mun þó vera yðart ráð að eigast fátt við
og snúa frá hug sínum þar sem Þuríður er.""Það mun vera gott ráð," segir Björn, "en firr er það mínu
skapi þó að við nokkurn mannamun sé að eiga þar sem Snorri
goði er, bróðir hennar.""Þú sérð nú ráð fyrir þér," segir Þórður. Og skildi þar talið
með þeim.Björn fór nú heim til Kambs og tók þar bústjórn því að faðir
hans var þá andaður. Hann hóf ferð sína um veturinn yfir
heiði norður að hitta Þuríði. En þó að Þóroddi þætti það illa
þá þótti honum sér óhægt vera bætur á að ráða, taldi það í
hug sér hversu hart hann hafði af fengið þá er hann hafði um
vandað hagi þeirra en hann sá að Björn var nú miklu
kraftameiri en fyrr.Þóroddur keypti um veturinn að Þorgrímu galdrakinn að hún
skyldi gera hríðviðri að Birni þá er hann færi um heiðina.Það var einn dag að Björn fór til Fróðár. Og um kveldið er
hann bjóst heim að fara var þykkt veður og regn nokkuð og var
hann heldur síðbúinn. En er hann kom upp á heiðina kólnaði
veðrið og dreif. Var þá svo myrkt að hann sá eigi leiðina
fyrir sér. Eftir það laust á hríð með svo miklu hreggi að
hann fékk varla stýrt sér. Tók þá að frysta að honum klæðin
er hann var áður alvotur. Fór hann þá og svo villur að hann
vissi eigi hvert hann horfði. Hann hitti um nóttina
hellisskúta einn og fór þar inn í og var þar um nóttina og
hafði kalda búð. Þá kvað Björn:Myndit Hlín of hyggja

hafleygjar vel þeygi,

sú er ber í vá víða

váðir, mínu ráði

ef eld-Njörun öldu

ein vissi mig steina,

hirðiþoll, í helli,

hafviggs, kalinn liggja.


Og enn kvað hann:Sýlda skar eg svana fold

súðum því að gæibrúðr

ástum leiddi oss fast

austan með hlaðið flaust.

Víða gat eg vosbúð,

víglundr nú um stund

helli byggir hugfullr

hingað fyr konu bing.


Björn var úti þrjú dægur í hellinum áður upp létti hríðinni
en þá kom hann af heiðinni hið fjórða dægrið og kom þá heim
til Kambs. Hann var þrekaður mjög. Spurðu heimamenn hann hvar
hann hefði verið um veðrin. Björn kvað:Spurðust vor und vörðum

verk Styrbjarnar merkjum.

Járnfaldinn hlóð öldum

Eirekr í dyn geira.

Nú trað eg hauðr of heiði

hundvillr því fat eg illa

víða braut í votri

vífs görninga drífu.


Björn var nú heima um veturinn. Um vorið gerði Arnbjörn
bróðir hans bú á Bakka í Hraunhöfn en Björn bjó að Kambi og
hafði rausnarbú mikið.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.