Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Eb ch. 37

Eyrbyggja saga 37 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Eb ch. 37)

Anonymous íslendingasögurEyrbyggja saga
363738

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Annað haust eftir að veturnóttum hafði Snorri goði haustboð
mikið og bauð til vinum sínum. Þar var öldrykkja og fast
drukkið.Þar var ölteiti mörg. Var þar talað um mannjöfnuð hver þar
væri göfgastur maður í sveit eða mestur höfðingi. Og urðu
menn þar eigi á eitt sáttir sem oftast er ef um mannjöfnuð er
talað. Voru þeir flestir að Snorri goði þótti göfgastur maður
en sumir nefndu til Arnkel. Þeir voru enn sumir er nefndu til
Styr.En er þeir töluðu þetta þá svarar þar til Þorleifur kimbi:
"Hví þræta menn um slíka hluti er allir menn mega sjá hversu
er?""Hvað viltu til segja Þorleifur," sögðu þeir, "er þú deilir
þetta mál svo mjög brotum?""Miklu mestur þykir mér Arnkell," segir hann."Hvað finnur þú til þess?" segja þeir."Það er satt er," segir hann. "Eg kalla að þar sé sem einn
maður er þeir eru Snorri goði og Styr fyrir tengda sakir, en
engir liggja heimamenn Arnkels ógildir hjá garði hans þeir er
Snorri hefir drepið, sem Haukur fylgdarmaður Snorra liggur
hér hjá garði hans er Arnkell hefir drepið."Þetta þótti mönnum mjög mælt og þó satt þar sem þeir voru
komnir og féll niður þetta tal.En er menn fóru í brott frá boðinu valdi Snorri gjafir vinum
sínum. Hann leiddi Þorbrandssonu til skips inn til
Rauðavíkurhöfða.Og er þeir skildu gekk Snorri að Þorleifi kimba og mælti:
"Hér er öx Þorleifur er eg vil gefa þér og á eg þessa
háskeftasta og mun hún eigi taka til höfuðs Arnkatli, þá er
hann býr um hey sitt á Örlygsstöðum, ef þú reiðir heiman til
úr Álftafirði."Þorleifur tók við öxinni og mælti: "Hugsa þú svo," segir
hann, "að eg mun eigi dvelja að reiða öxina að honum Arnkatli
þá er þú ert búinn að hefna Hauks fylgdarmanns þíns."Snorri svarar: "Það þykist eg eiga að yður Þorbrandssonum að
þér haldið njósnum nær færi gefur á Arnkatli en ámælið mér þá
ef eg kem eigi til móts við yður, ef nokkuð má að skapast, ef
þér gerið mig varan við."Skildu þeir við það að hvorirtveggju létust búnir að ráða
Arnkel af lífi en Þorbrandssynir skyldu halda njósn um ferðir
hans.Snemma vetrar gerði íslög mikil og lagði fjörðu alla.
Freysteinn bófi gætti sauða í Álftafirði. Hann var settur til
að halda njósnum ef færi gæfi á Arnkatli.Arnkell var starfsmaður mikill og lét þræla sína vinna alla
daga milli sólsetra. Arnkell hafði undir sig bæði löndin,
Úlfarsfell og Örlygsstaði, því að engir urðu til að taka
löndin fyrir ófrelsi Þorbrandssona.En um veturinn var það siður Arnkels að flytja heyið af
Örlygsstöðum um nætur er nýlýsi voru því að þrælarnir unnu
alla daga. Hirti hann og eigi þó að Þorbrandssynir yrðu eigi
varið við þá er heyið var flutt.Það var eina nótt um veturinn fyrir jól að Arnkell stóð upp
um nótt og vakti þræla sína þrjá og hét einn Ófeigur. Arnkell
bóndi fór með þeim inn á Örlygsstaði. Þeir höfðu fjóra yxn og
tvo sleða með.Þorbrandssynir urðu varir við ferð þeirra og fór Freysteinn
bófi þegar um nótt út til Helgafells eftir ísnum og kom þar
er menn höfðu í rekkju verið um hríð. Hann vakti upp Snorra
goða.Snorri spyr hvað hann vill. Hann svarar: "Nú er örninn gamli
floginn á æslið á Örlygsstaði."Snorri stóð upp og bað menn klæðast. Og er þeir voru klæddir
þá tóku þeir vopn sín og fóru níu saman inn eftir ísnum til
Álftafjarðar. Og er þeir komu inn í fjarðarbotninn komu
Þorbrandssynir til móts við þá, sex saman. Fóru þeir síðan
upp til Örlygsstaða. Og er þeir komu þar þá hafði þrællinn
einn heim farið með heyhlassið en þeir Arnkell voru þá að
gera annað. Þá sáu þeir Arnkell að vopnaðir menn fóru frá sæ
neðan.Ræddi Ófeigur um að ófriður mundir vera "og er sá einn til að
vér förum heim."Arnkell svarar: "Hér kann eg gott ráð til því að hér skulu
gera hvorir það er betra þykir. Þið skuluð hlaupa heim og
vekja upp fylgdarmenn mína og munu þeir koma skjótt til móts
við mig en hér er vígi gott í stakkgarðinum og mun eg héðan
verjast ef þetta eru ófriðarmenn því að mér þykir það betra
en renna. Mun eg eigi skjótt verða sóttur. Munu mínir menn
koma skjótt til móts við mig ef þið rekið drengilega
erindið."Og er Arnkell hafði þetta mælt hófu þrælarnir á rás. Varð
Ófeigur skjótari. Hann varð svo hræddur að hann gekk nálega
af vitinu og hljóp í fjall upp og þaðan í foss einn og
týndist og heitir þar Ófeigsfoss. Annar þræll hljóp heim á
bæinn og er hann kom til hlöðunnar var þar fyrir félagi hans
og bar inn heyið. Hann kallar á þann þrælinn er hljóp að hann
skyldi leggja inn heyið með honum en það fannst á að þrælnum
var verkið eigi leitt og fór hann til með honum.Nú er að segja frá Arnkatli að hann kenndi ferð þeirra Snorra
goða. Þá reif hann meiðinn undan sleðanum og hafði upp í
garðinn með sér. Garðurinn var hár utan en vaxinn mjög upp
innan og var það gott vígi. Hey var í garðinum og voru teknir
á garðsetar.En er þeir Snorri komu að garðinum þá er eigi getið að þeir
hefðust orð við og veittu þeir honum þegar atgöngu og mest
með spjótalögum en Arnkell laust af sér með meiðnum og gengu
mjög í sundur spjótsköftin fyrir þeim en Arnkell varð eigi
sár. En er þeir höfðu látið skotvopnin þá rann Þorleifur
kimbi að garðinum og hljóp upp á garðinn með brugðið sverð en
Arnkell laust sleðmeiðnum í mót honum og lét Þorleifur þá
fallast undan högginu öfugur út af garðinum en meiðurinn koma
á garðinn og gekk úr garðinum upp fyrir jarðartorfa frosin en
sleðmeiðurinn brotnaði í fjötraraufinni og hraut annar
hluturinn út af garðinum. Arnkell hafði reist við heyið sverð
sitt og skjöld. Tók hann þá upp vopnin og varðist með þeim.
Varð honum þá skeinisamt. Komust þeir þá upp í garðinn að
honum en Arnkell hljóp upp á heyið og varðist þaðan um hríð.
En þó urðu þær málalyktir að Arnkell féll og huldu þeir hann
í garðinum með heyi. Eftir þetta fóru þeir Snorri heim til
Helgafells.Um dráp Arnkels kvað Þormóður Trefilsson vísu þessa:Fékk hinn fólkrakki,

framdist ungr sigri,

Snorri sá-orra

sverði nógs verðar.

Laust í lífs köstu

Leifa máreifir

unda gjálfrs eldi

þá er hann Arnkel felldi.


Nú er að segja frá þrælum Arnkels að þeir gengu inn þá er
þeir höfðu inn borið heyið og fóru af skinnstökkum sínum. Þá
vöknuðu fylgdarmenn Arnkels og spurðu hvar hann var.Þá var sem þrællinn vaknaði af svefni og svarar: "Það er
satt," segir hann, "hann mun berjast inn á Örlygsstöðum við
Snorra goða."Þá hljópu menn upp og klæddust og fóru sem skyndilegast inn á
Örlygsstaði og fundu Arnkel bónda sinn dauðan og var hann
öllum mönnum harmdauði því að hann hefir verið allra menna
best að sér um alla hluti í fornum sið og manna vitrastur,
vel skapi farinn, hjartaprúður og hverjum manni djarfari,
einarður og allvel stilltur. Hafði hann og jafnan hinn hærra
hlut í málaferlum við hverja sem skipta var. Fékk hann af því
öfundsamt sem nú kom fram.Tóku þeir nú lík Arnkels og bjuggu um og færðu til graftar.
Arnkell var lagður í haug við sæinn út við Vaðilshöfða og er
það svo víður haugur sem stakkgarður mikill.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.